Icesave eða gullið á HM?

"Íslenska landsliðið í handknattleik hreinlega kjöldró Norðmenn í síðari hálfleik í kvöld og vann sjö marka sigur, 29:22, eftir að staðan var jöfn í hálfleik, 12:12."

Hámarksárangur hjá liðinu okkar til þessa. Algjör snilld.

Ein spurning til lesenda þessarar síðu.

Af tvennu.

Hvort mundir þú heldur vilja símtal frá ríkisstjórn Bretlands með þeim skilaboðum að þeir féllu frá öllum Icesave kröfum sínum ...........

eða

að við yrðum heimsmeistarar í handknattleik árið 2011?

Svaraðu nú!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Karl Ellertsson

Ég vildi símtal frá helvítins Bretum frekar og ekki væri slæmt að fá símtal frá Túlipönum líka.

Árni Karl Ellertsson, 20.1.2011 kl. 20:22

2 Smámynd: Björn Birgisson

Atkvæði móttekið Árni!

Björn Birgisson, 20.1.2011 kl. 20:32

3 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Tek undir með Árna.  Skítt með einhvern boltaleik þótt gaman sé að honum.

Axel Þór Kolbeinsson, 20.1.2011 kl. 20:53

4 Smámynd: Björn Birgisson

OK, Axel Þór, atkvæði móttekið!

Björn Birgisson, 20.1.2011 kl. 20:57

5 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Ég er alltaf til í létt smásvindl. Fyrst Icesave, en boltann alveg í kjölfarið á sömu mínútunni, og þá myndu allir geta glaðst yfir boltanum enda er hann eitthvað ánægjulegt og mannsæmandi, öfugt við þetta fjárans Icesave.

Bergljót Gunnarsdóttir, 20.1.2011 kl. 21:56

6 Smámynd: Björn Birgisson

Takk fyrir innlitið, Bergljót mín. Glæsilegt eintak af mannveru ertu, miðað við skrifin þín. Okkur hinum verður það heiður að fá að standa í skugganum!

Björn Birgisson, 20.1.2011 kl. 22:48

7 Smámynd: Ómar Geirsson

Björn, maður spyr ekki svona.

Þetta er eins og að gera upp á milli barna sinna.

Má maður ekki bara segja eins og maðurinn sagði; "bæði"???

Kveðja í Grindavíkina.

Ómar Geirsson, 21.1.2011 kl. 00:11

8 Smámynd: Björn Birgisson

Ómar, takk fyrir innlitið. Þú ert eins og kexkaka. Jafnslæm báðu megin. Nú eða omvent, sem ég hallast heldur að. Værir þú étinn upp til agna, hljóðnaði rödd sem þjóðin þarfnast. Læt það ekki henda og kíki bara í ísskápinn eftir einhverju kruðeríi, svona undir nóttina! 

Björn Birgisson, 21.1.2011 kl. 01:17

9 Smámynd: Ómar Geirsson

Góðan daginn Björn.

Tek því þannig að þú skiljir að ég get ekki svarað þessari spurningu, þó ég vildi.

Takk annars fyrir að velja annað kruðerí.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 21.1.2011 kl. 06:53

10 Smámynd: Kristján Hilmarsson

það var Bangsímon sem sagði já takk hvortveggja, þegar honum var boðið að velja milli mjólkur eða hunangs með brauðinu ;).

Þetta er ekkert mál, það er í höndum þjóðarinnar að ákveða endalok Icesave, og svo bara "húrra" strákana áfram til sigur og gulls.

MBKV

KH

Kristján Hilmarsson, 21.1.2011 kl. 17:12

11 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Ljós og skuggar, það er bara lífið í sinni bestu mynd. Auðvitað langar mann að standa meðal þeirra fremstu, en það er líka ánægjulegt að geta bara verið venjuleg kona í venjulegu umhverfi, notið þess sem maður á, en í mínu tilviki er það ekkert smávegis. Fjögur börn og tvö stjúpbörn (hata þetta orð), tengdabörn, 16 barnabörn og þrjú langömmubörn, og nokkra góða vini. Mér finnst mikil synd hvað það eru margir sem skynja ekki hin sönnu lífsgildi, hendur halda að þau felist í alltof miklum peningum

Bergljót Gunnarsdóttir, 22.1.2011 kl. 01:25

12 Smámynd: Björn Birgisson

Ljós og skuggar. Takk Bergljót mín fyrir ljósið sem fylgir skrifum þínum og fyrirgefðu mér í leiðinni, sé þér það fært, skuggana sem ég vel mér stundum til fylgilags.

Ríkidæmi þitt er mikið.

Mitt ríkidæmi felst í frábærri konu, þremur börnum og fjórum barnabörnum, ennfremur þremur ungmennum, mér óskyldum, en yndislegum, sem rekið hafa á fjörur mínar í gegn um yngri son minn.

Þetta er lífið.

Æskan og "ellin" í einni sæng.

Ástin í öndvegi.

Annað skiptir engu máli

Björn Birgisson, 22.1.2011 kl. 02:03

13 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Ég þarf ekkert að fyrirgefa þeim sem gleður mig svona fallega. Takk fyrir það.

Bergljót Gunnarsdóttir, 22.1.2011 kl. 02:23

14 Smámynd: Björn Birgisson

Í auðmýkt og mannkærleika. Takk.

Björn Birgisson, 22.1.2011 kl. 02:38

15 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Björn, þú ert frábær.

Bergljót Gunnarsdóttir, 22.1.2011 kl. 03:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband