Njósnatölvan tryllir þjóðlífið, en öllum er þó sama!

"Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Hreyfingarinnar, fór með ljóð eftir Pál J. Árdal í umræðum um skýrslu forseta Alþingis vegna tölvu, sem fannst í auðu skrifstofuherbergi í húsnæði Alþingis fyrir tæpu ári."

Er ekki þetta húsnæði í gömlu Moggahöllinni?

Ljóð Páls J. Árdals er algjörlega frábært og Birgitta fór afar vel með það og mun sá flutningur lengi í minnum hafður. Hvort hugur fylgdi máli skal ósagt látið.

En upplesturinn sá svaraði engum spurningum.

Hver kom tölvunni góðu fyrir í herbergi, sem mér skilst að hafi verið til afnota fyrir Hreyfinguna og Sjálfstæðisflokkinn?

Þjóðarheiður segir að M16, leyniþjónusta Breta, eigi allan heiður af því, einkum til að njósna um Icesave umræðurnar á Íslandi, og þá sérstaklega með túlkunarhjálp Jóhönnu, sem nú er í London og kann ekki rassgat í ensku!

Gengur illa upp!

Hver setti njósnatölvuna upp?

Hreyfingin? Af og frá.

Sjálfstæðisflokkurinn? Af og frá.

M16 eða CIA? Af og frá.

Stríðnir grallarar? Kannski.

Kínverjar? Mjög líklega. Þeir eru með augun alls staðar og eru að yfirtaka heiminn í rólegheitum.

Eftir að frjálshyggjan gerði endanlega í buxurnar vita kommarnir í Kína að þeirra tími er runninn upp.

Mottóið þeirra er þolinmæði, hæðnisbros og yfirtaka þegar þeim hentar!

Ótrúlegir tappar, sem spara á meðan Vesturlönd eyða um efni fram.

Skáeygða Ísland er ekkert svo fjarri.

 

 


mbl.is Birgitta flutti ljóð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

Níumenningarnir ?

hilmar jónsson, 20.1.2011 kl. 22:10

2 Smámynd: Hörður Sigurðsson Diego

Agnes Bragadóttir?

Hörður Sigurðsson Diego, 20.1.2011 kl. 22:36

3 identicon

Það er afar ólíklegt að Birgitta hafi sjálf sett upp tölvuna, enda hefur verið sérfræðingur hér á ferð. Aftur á móti grunar mann að hún hafi haft hér hönd í bagga og maðurinn verið á hennar vegum.

Hitt er annað, að ég trúi því ekki að ekkert sé eftir á harða disk tölvunnar. Það eru til fjölmargar aðferðir við að ná fram gögnum sem hefur verið eytt. Jafnvel þó búið sé að setja ný gögn inn á harða diskinn, hefur mönnum tekist að lesa það sem var þar áður, þar sem gögnin hliðrast örlítið á disknum í hvert sinn sem skrifað er á hann. Það þarf að rannsaka þessa tölvu miklu betur.

Doddi (IP-tala skráð) 20.1.2011 kl. 22:37

4 Smámynd: Hörður Sigurðsson Diego

Heimildarmaður Morgunblaðsins?

Hörður Sigurðsson Diego, 20.1.2011 kl. 22:37

5 Smámynd: Björn Birgisson

Sveinn, ég get engan veginn tekið undir grunsemdir þínar. Því skyldi Birgitta taka þátt í þessu apaspili?

Björn Birgisson, 20.1.2011 kl. 23:26

6 Smámynd: Björn Birgisson

Hilmar, þú ert ágætur, en alls ekki alltaf! Frekar en sumir ónefndir, sem liggja óbættir hjá garði!

Björn Birgisson, 20.1.2011 kl. 23:28

7 Smámynd: Björn Birgisson

Hörður, hvað ert þú að þvæla? Agnes Bragadóttir hvað? Nefndu hlutina eins og þér hefur verið kennt maður. Hér tölum við um Gróu í Efstaleiti. Hélt að þú vissir það! Taktu þér tak, drengurinn minn og þér verður fyrirgefið með hraði!

Björn Birgisson, 20.1.2011 kl. 23:33

8 identicon

Sæll Björn. Ég er alveg sannfærður um að Birgitta sé á bak við þetta, hún er þannig týpa. Það þarf að rannsaka þessa tölvu betur, hugsanlega er hægt að finna eitthvað á henni sem leysir málið.

Doddi (IP-tala skráð) 21.1.2011 kl. 18:26

9 Smámynd: Björn Birgisson

Sæll Sveinn, ef þingmaður er á bak við þetta, verður þá ekki að líta á málið sem landráð? Auðvitað þarf að rannsaka þessa tölvu ofan í kjölinn. Ekki duga Geir og Grani í það! Ætli hún sé nú ekki komin í hendur okkar færustu manna nú þegar. Mig grunar það. Það er algjörlega ólíðandi að þingmenn geti ekki sent viðhöldunum sínum tölvupóst um stað og stund, án þess að Hreyfingin fái að vita af því!

Björn Birgisson, 21.1.2011 kl. 18:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband