21.1.2011 | 13:28
Nú reynir á sparibauka auðmanna og braskara
Nú þurfa auðmennirnir og braskararnir að finna sparibaukana sína og hrista þá í von um að eitthvað glamri við botninn.
"Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt félagið Materia Invest ehf. til að greiða Arion banka rúmlega 6,4 milljarða króna skuld. Þá voru kaupsýslumennirnir Magnús Ármann og Kevin Stanford, tveir af aðaleigendum Materia Invest, dæmdir til að greiða bankanum 240 milljónir króna hvor."
Líklega er von á mörgum hliðstæðum dómum á komandi misserum, með tilheyrandi annríki hjá dómurum landsins. Á báðum dómstigum.
Þá gerist hún áleitin spurningin sem öllu skiptir í þessu sambandi.
Hver er greiðslugeta hinna dæmdu og hvaða líkur eru til þess að bankinn fái þessa aura, sem hann lánaði í geðveikinni, til baka að einhverju eða öllu leyti?
Greiði Arion banka 6,4 milljarða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Björn Birgisson
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þessu verður auðvitað áfrýjað. Þá mun Jón Steinar skila enn einu pólitíska sérálitinu á þá leið að þrátt fyrir augljósa sekt, sé hún ekki nægjanlega sönnuð og því beri að sýkna viðkomandi.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 21.1.2011 kl. 13:59
Þessi málamyndagjaldþrot eru marklaus á meða þessir kónar eiga sína eigin bótasjóði í erlendum aflandsfélögum.
Og til að geta notið auðsins þurfa þeir bara að færa heimilisfangið til útlanda eins og t.d Stefán Hilmarsson gerði. Hann er þó bara smáseiði í hákarlalauginni.
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 21.1.2011 kl. 14:01
Fyrirgefðu, ég fór þarna fram úr sjálfum mér. Geri ráð fyrir að þessir menn láti lýsa sig gjaldþrota frekar en borga krónu
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 21.1.2011 kl. 14:07
Má þá súmmera þetta upp svona: Réttarhöld af þessu tagi eru ekkert annað en sóun á tíma dómskerfisins og fjármunum skattborgaranna.
Björn Birgisson, 21.1.2011 kl. 14:32
nei alls ekki. Þetta er réttarríkið að störfum. Við viljum hafa reglur. erþað ekki?
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 21.1.2011 kl. 14:46
Líklega, en stundum er tilgangsleysið svo augljóst.
Björn Birgisson, 21.1.2011 kl. 14:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.