Kjósendur bíða nýrra valkosta

"Samtals mælist fylgi stjórnarflokkanna 42,3% og fengju þeir samtals 28 þingmenn kjörna samkvæmt þessu."

Þessi skoðanakönnun segir ósköp fátt. Hún mælir Sjálfstæðisflokkinn í sókn, en það var vitað fyrir. Það sem hún aðallega mælir er gríðarleg óánægja kjósenda með flokkana og fulltrúa þeirra. Hringt var í 800 manns og samkvæmt fréttinni tók aðeins 431 skýra afstöðu, eða 53,9%. 369 slepptu því alveg að gefa upp afstöðu sína. Það eru rúm 46%.

Hvers vegna svona margir óákveðnir?

Meðal annars vegna þess að fólkið er að bíða eftir nýjum valkostum. Nýjum framboðum.

Annar hver kjósandi hefur endanlega snúið baki við fjórflokknum að því er virðist.

Það er merkilegasta niðurstaða þessarar könnunar.


mbl.is Fylgi Sjálfstæðisflokks eykst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Segir þessi könnun fátt???????????? Það held ég að sé nú "understatement", svo ekki sé sterkar að orði kveðið. Sjálfstæðisflokkurinn er kominn með meira fylgi einn og sér, heldur en báðir stjórnarflokkarnir til samans. Fylgið frá því í september hefur aukist um nærri 25%. Ef fylgið myndi aftur aukast jafn mikið í næstu könnun, þá væri flokkurinn með hreinan meirihluta!

Varðandi nýju framboðin, þá held ég að Hreyfingin hafi sýnt fólki svart á hvítu, að þessir nýju flokkar eiga sér ekki mikla framtíð.  Fyrir tveimur árum var kosið. Þá hét Hreyfingin reyndar Borgarahreyfingin. Síðan þá hefur hún klofnað amk einu sinni. Fylgið við leifar gömlu borgarahreyfingarinnar mælist ekki. Sá sem gekk úr skaftinu hjá Borgarahreyfingunni er genginn til liðs við VG, þann fjórflokkinn sem tapar mestu fylgi.

Þó tæplega helmingur kjósenda vilji ekki svara, þá er það ekki þar með sagt, að allir þeir sem svara ekki, myndu kjósa nýtt framboð. Langt frá því. Líklega eru t.d. margir að bíða og sjá hvort t.d. Sjálfstæðisflokkur hreinsi ekki út fólk á borð við Þorgerði Katrínu og Guðlaug Þór. Ef flokkurinn myndi gera það, og fá inn fólk með hreinan skjöld er ekki nokkur vafi að Sjálfstæðisflokkurinn myndi vinna stórsigur í næstu kosningum.

Það sem þessi könnun segir okkur er einfaldlega að íslenska þjóðin hafnar alfarið þeim stjórnarháttum sem nú eru í gangi. Mesta einkavæðing Íslandssögunnar, þar sem gömlu rebbarnir fá aftur í hendurnar fyrirtækin sem þeir sigldu í strand. Það líka fólki ekki. Hringlandaháttur VG í sambandi við það sem flokkurinn lofaði í aðdraganda kosninga varðandi ESB mál, umhverfismál og fleira, og svo efndir er eins og köld vatnsgusa framan í andlit þeirra sem tímabundið lánuðu gömlu Allaböllunum sitt atkvæði í von um að spillingunni yrði gefið langt nef.

Samfylking líður að sjálfsögðu fyrir eina setningu, "að slá skjaldborg um heimilin". Flokkurinn hefur slegið skjaldborg utan um vildarvini flokksins. Ráðið hundruði karla og kvenna í top stöður án þess að svo mikið sem auglýsa þær. Gegnsæji og opin stjórnsýsla er eins og lélegur fimmaura brandari þegar skoðuð eru verk flokksins.

Tengsl stjórnarflokkanna við verkalýðshreyfinguna og þar með bankakerfið í landinu eru með þeim hætti, að fólk treystir vinstri flokkunum einfaldlega ekki. Jafnvel sjálfstæðismenn voru tilbúnir að lána atkvæði sín tímabundið í von um að vinstri flokkarnir myndu hreinsa til, en það hefur komið í ljós að þessir vinstri flokkar eru mestu eiginhagsmunaflokkar lýðveldissögunnar. Aldrei hefur annað eins sést.

Merkilegast í þessu öllu saman er þó að ekki sé brostinn á meiri flótti í stjórnarliðið en reyndin hefur þó orðið. Mig grunar að fljótlega muni þó enn kvarnast úr hópnum. Líklega fari þingmenn Samfylkingar að hugsa sér til hreyfings. Magnús Orri Schram, Sigríður Ingibjörg Ingadóttir og fleiri samfylkingarsinnaðir þingmenn geta ekki verið ýkja ánægð meða stöðuna. Hvernig getu Sigríður Ingibjörg t.d. kvittað upp á að fólk sem hún kallar drullusokka skuli setjast að stjórn nokkurra af stærstu og mikilvægustu fyrirtækja á Íslandi?

joi (IP-tala skráð) 21.1.2011 kl. 12:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 602481

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband