Sérálitið móðgun við Sérstakan saksóknara og hans rannsóknarlið

Oft verður maður undrandi á niðurstöðum úr dómskerfinu og spyr sig hvort því sé að fullu treystandi í öllum málum.

"Hæstiréttur klofnaði í afstöðu sinni til gærsluvarðhaldsúrskurðar yfir Sigurjóni Þ. Árnasýni, fyrrverandi forstjóra Landsbankans."

Oft snýr Hæstiréttur við úrskurðum Héraðsdóms. Hvaða skilaboð eru það til dómara í héraði?  Eitthvað um skort á hæfni kannski?

Svo vekja sérálitin í Hæstarétti alltaf athygli. Til dæmis sérálit Jóns Steinars nú í máli bankastjórans fyrrverandi.

Sérstakur saksóknari hlýtur að hafa mjög gild rök þegar hann fer fram á gæsluvarðhald yfir Sigurjóni. Hann fer ekki fram á það að nauðsynjalausu.

Því vaknar þessi spurning.

Hvor skyldi þekkja málið betur? Sérstakur saksóknari, sem hefur unnið að rannsókn þess mánuðum saman, eða Jón Steinar, sem aldrei hefur komið nálægt málinu?

Þetta sérálit Jóns Steinars er ekkert annað en móðgun við embætti Sérstaks saksóknara og allt hans rannsóknarlið.

Hreint ekki til þess fallið að auka virðingu Hæstaréttar Íslands.


mbl.is Telur rök skorta fyrir gæsluvarðhaldi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Hæstaréttardómarinn umdeildi hefir alltaf verið „þversum“ í nánast öllu sem hann tekur sér fyrir hendur. Einna þekktastur er hann fyrir að sýna skúrkum sérstakan skilning og má benda á í nauðgunarmálinu þar sem var ansi gengið langt að gera lítið úr brotþola til hagsbóta fyrir þann sem nauðgun beitti.

Líklega eru fáir lögfræðingar jafn skeleggir og hann og ekki kæmi mér á óvart að hann sé á móti EBE aðild enda myndu smugur fyrir brotamenn lokast að verulegu leyti enda er lagaumhverfi EBE mun betra og öruggara en hjá okkur sveitamönnunum. Íslenska lagaumhverfið er mjög götótt eins og kom fram í hruninu, ekkert var hugmyndaríkum athafnamönnum heilagt þegar græðgin var annars vegar. Þar skipti engu máli þó eldri borgarar sem freistuðust að kaupa hlutabréf töpuðu áratuga sparnaði sínum sem og lífeyrissjóðir. Þessir karlar settu allt þjóðfélagið á annan endann í græðginni.

Annars er athyglisvefrt hversu sérstakur saksóknari þreifar sig hægt en örugglega að þeim sem mestu réð og hefir líklega haft meiri áhrif á íslenskt samfélag sem endaði með skelfingu.

En við skulum ekki nefna nein nöfn. - Af sérstökum ástæðum.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 21.1.2011 kl. 18:50

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Var það ekki hugsunin hjá Birni Bjarnasyni að Jón Steinar yrði pólitískur kommissar í Hæstarétti?

Jón Steinar tilheyrði eimreiðarhópnum, svokallaða, sem hvað harðast barðist fyrir frjáshyggjunni, dýrustu hugmyndafræðimistökum Íslandssögunar.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 21.1.2011 kl. 19:10

3 Smámynd: Kristján Sigurður Kristjánsson

Fyrst Sérstakur saksóknari þekkir málið svona miklu betur er ekki rétt að hann sjái um refsinguna líka?

Ég hef margbent á að almenningur vill að ein refsing verði við öllum brotum, dauðarefsing, sem framkvæmd yrði á staðnum af lögreglu. Af einhverjum ástæðum, þar á nefndur Hæstaréttardómari þátt, hefur þetta ekki orðið lög á Íslandi þrátt fyrir ótvíræðan vilja almennings.

Kristján Sigurður Kristjánsson, 21.1.2011 kl. 19:10

4 Smámynd: Björn Birgisson

Mosi og Axel Jóhann, ég þakka ykkur kærlega fyrir innlitin. Sem fyrri daginn virði ég ykkar skoðanir, enda þær af hnitmiðaða taginu!

Björn Birgisson, 21.1.2011 kl. 19:15

5 Smámynd: Björn Birgisson

Kristján Sigurður, endilega haltu aftur af öfgum þínum. Dauðarefsing? Hvaða dómadagsþvæla er þetta?

Björn Birgisson, 21.1.2011 kl. 19:20

6 Smámynd: Kristján Sigurður Kristjánsson

"Hvor skyldi þekkja málið betur? Sérstakur saksóknari, sem hefur unnið að rannsókn þess mánuðum saman, eða Jón Steinar, sem aldrei hefur komið nálægt málinu"?

Þetta eru sennilega ekki öfgar. Hvaða afleiðingar hefur þetta? Þegar Hitler lét skjóta yfirmann brúnstakkanna gerði hann það á grundvelli þekkingar og sem "æðsti dómari Þýskalands".

Kristján Sigurður Kristjánsson, 21.1.2011 kl. 19:45

7 Smámynd: Björn Birgisson

Kristján Sigurður, endilega haltu aftur af öfgum þínum, öðru sinni. Hvaða dómadagsþvæla er þetta?

Björn Birgisson, 21.1.2011 kl. 19:47

8 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Kristján: saksóknarar hafa það hlutverk að ákæra en ekki dæma. Þeir eru angi af framkvæmdavaldinu.

Varðandi dauðarefsingar þá voru þær innleiddar í íslensk refsilög með Stóradómi á 16. öld og síðar Norsku lögum á 17.öld. Síðasta dauðadómi var framfylgt 1830 með aftöku Friðriks og Agnesar við Þrístapa í Húnavatnssýslu. Dauðarefsing var afnumin 1928 og var það Sigurður Eggerz og Jónas frá Hriflu sem áttu þátt í því.

Dauðarefsingar eru mjög ógeðfelldar og öllum réttarríkjum til vansa. Við erum sú þjóð sem lengst af hefir verið laus við framfylgingu dauðarefsinga og eigum við að vera stolt af því.

Ævilangt fangelsi er þungur dómur og ætti að vera nægjanleg refsing.

Til fróðleiks þá er refsirétturinn þróaður úr hefndinni sem enn virðist vera rík hjá mörgum. En við eigum aldrei að taka okkur vald sem heyrir öðrum til.

Meðal Germana var þyngsta refsing útskúfunin úr samfélaginu og þekkjum við það með fjörbaugsgarði, refsingu sem gekk út á að sá seki átti að yfirgefa samfélagið en heimilt var honum að snúa aftur að vissum árum liðnum. Sögu Gunnars á Hlíðarenda þekkja allir en jafnskjótt og hann vildi ekki sinna þeirri kvöð, var hann auðvitað réttdræpur enda með stöðu „persona non grata“ semsagt naut ekki lengur réttarstöðu venjulegs borgara í samfélaginu.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 21.1.2011 kl. 19:50

9 Smámynd: Kristján Sigurður Kristjánsson

Guðjón og Björn! Látið lesa innlegg mín fyrir ykkur aftur og biðjið um að lesið sé hægt.

Kristján Sigurður Kristjánsson, 21.1.2011 kl. 19:59

10 Smámynd: Björn Birgisson

Hægt? Hvað bætir hægur lestur í þessu máli, Kristján minn?

Björn Birgisson, 21.1.2011 kl. 20:09

11 identicon

Björn: Það er beinlínis hlutverk Hæstaréttar að endurskoða ákvarðanir héraðsdómstóla og þetta er þannig í öllum réttarríkjum, amk tvö ef ekki fleiri dómsstig. Það er einn af hornsteinum í réttarríki. Þannig að það er fullkomlega eðlilegt að hann "snúi við" ákvörðunum lægra settra dómstóla og það hefur ekkert með hæfi héraðsdómara að gera. Hæstiréttur getur verið ósammála héraðsdómi út af ýmsi, td hvort hann telji fullnægjandi sönnun fram komna um sekt eða sýknu í refsimáli eða um mat á sönnunargögnum eða öðrum matskenndum atriðum hjá héraðsdómstólum.

Arngrímur Eiríksson (IP-tala skráð) 21.1.2011 kl. 21:35

12 identicon

...og það má við þetta bæta að lang, langflestir dómar Hæstaréttar staðfesta niðurstöðu áfrýjaðs héraðsdóms, annaðhvort algjörlega með orðunum "hinn áfrýaði dómur héraðsdóms er óhaggaður" eða þá breytir einungis minni háttar atriðum, eins og td ákvörðun refsingar eða fjárhæð skaðabóta á meðan dómurinn stendur efnislega að öðru leyti óbreyttur. Það hlýtur að segja að héraðsdómarar vita nú alveg hvað þeir gjöra í langflestum tilvikum.

Arngrímur Eiríksson (IP-tala skráð) 21.1.2011 kl. 21:38

13 Smámynd: Björn Birgisson

Arngrímur Eiríksson, þakka þér kærlega fyrir innlitið, en næst þegar þú sýnir þig væri ágætt að þú upplýstir mig og mína gesti hér um eitthvað sem ekki er á allra vitorði. Þú færir örugglega létt með það!

Björn Birgisson, 21.1.2011 kl. 22:48

14 identicon

"Oft snýr Hæstiréttur við úrskurðum Héraðsdóms. Hvaða skilaboð eru það til dómara í héraði?  Eitthvað um skort á hæfni kannski?"

 -Mér sýndist það ekki vera á allra vitorði.

Arngrímur Eiríksson (IP-tala skráð) 22.1.2011 kl. 00:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.9.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 602550

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband