Kosningaspá sem mark er á takandi, hvað sem Fréttablaðið segir!

Fréttablaðið var að birta könnun á fylgi við flokkana. Tvennt vekur þar athygli. Annars vegar fylgisaukning Sjálfstæðisflokksins og hins vegar það að rúm 46% vilja ekki gefa neitt upp um sinn pólitíska hug.

Ég leyfi mér að halda því fram að það sé lítið að marka könnun Fréttablaðsins að þessu sinni og endurbirti því mína spá fyrir næstu kosningar. Ekki var hringt í nokkurn mann og svarhlutfallið því ekkert! Kostnaður í lágmarki. 

Það er mikið spjallað um þingkosningar um þessar mundir. Ríkisstjórnin stendur í ströngu í erfiðum málum, sem aldrei er hægt að leysa svo öllum líki. Auk þess eru skærur innan VG hægt og bítandi að draga máttinn úr stjórninni. Það kann því að vera stutt í andlátstilkynninguna.

Kosningar í sumar eða haust. Hreint ekki útilokað að svo verði.

Kannski það, en eitt er undarlegt í því sambandi. Það segjast flestir vilja kosningar, en í raun vilja forráðamenn fjórflokksins forðast þær í lengstu lög. Þótt þeir haldi öðru fram. Ítrekað.

VG og Samfylkingin eru nú í skítverkunum og áhugi annarra á að koma að stjórn landsins er nákvæmlega enginn. Ég fullyrði það. Nákvæmlega enginn.

Forðast kosningar? Af hverju ætti það að vera?

Jú, það stefnir í hrun fjórflokksins. Ný öfl munu koma fram og sópa til sín fylgi. Fjórflokkurinn hefur nú 60 þingmenn. Ég gæti vel séð fyrir mér að sú tala færi í 45 þingmenn verði kosið á næstu mánuðum.

Það þýðir að ný öfl taka til sín 18 þingsæti. Kannski Hreyfingin þar með talin, bjóði hún fram.

Hvaða öfl munu leggja til rassa til að verma þessi sæti í notalegum þingsalnum?

Hvað þýðir þetta? Læt hugboð mitt og ágiskunarhæfileika um málið! Tek fram að ég hef einu sinni unnið í Getraunum og einu sinni í Lottó. Nokkrar krónur! Oft unnið í Happdrætti Háskólans, en aðeins minnstu fjárhæðirnar!

Kjósum og teljum upp úr kössunum!

Framsókn fær 6 þingmenn. Tapar þremur.

Sjálfstæðisflokkur fær 17 þingmenn. Vinnur einn.

Samfylkingin fær 14 þingmenn. Tapar sex.

Vinstri grænir fá 8 þingmenn. Tapa sjö.

Ný framboð fá 15-18 þingmenn. Vinna stórsigur!

Hvernig ríkisstjórn má svo bjóða ykkur upp á að þessum kosningum loknum? Eru ekki endalausir möguleikar til myndunar betri stjórnar en þeirrar sem nú situr?

(Endurbirt, nokkuð breytt)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Í raun tapa VG sex miðað við niðurstöðu kosninga þar sem flokkurinn fékk 14 þingmenn í kosningunum.

Ef ég má segja mína skoðun:

  • Framsókn 8, tapa 1
  • Sjálfstæðisflokkur 19, bæta við sig þrem
  • Samfylking 16, missir fjóra
  • VG 10, missa fjóra
  • Aðrir samtals 10
Mér líkar betur við þína spá...

Axel Þór Kolbeinsson, 21.1.2011 kl. 20:13

2 Smámynd: Björn Birgisson

Gott kvöld, Axel minn Þór, þín spá er hreint ekki afleit! Takk fyrir að birta hana hér! Þetta er nú meira til gamans gert! En fylgir ekki öllu gamni nokkur alvara?

Björn Birgisson, 21.1.2011 kl. 20:30

3 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Ég ætla að kæra þessi úrslit Björn

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 21.1.2011 kl. 20:30

4 Smámynd: Björn Birgisson

Jóhannes minn Laxdal, það líst mér frábærlega á! Sendu mér kæruna og ég útvega sérálit frá ónefndum dómara í Hæstarétti og hendi svo kærunni þinni í ruslafötuna. Nákvæmlega eins og lýðræðið á að virka!

Björn Birgisson, 21.1.2011 kl. 20:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband