25.1.2011 | 10:36
Hvað gerist svo í kvöld gegn besta liði heimsins?
"Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari var eðlilega svekktur með frammistöðuna í fyrri hálfleik gegn Spánverjum og sagði hana ekki samboðna íslenska liðinu."
Rétt hjá Guðmundi, en einmitt þarna liggur munurinn á okkar frábæra liði og þeim albestu, eins og til dæmis Frökkum. Stöðugleikinn er meiri þar. Getan er ekki meiri. Bara yfirvegunin og stöðugleikinn. Frakkar eru eins og skriðdreki sem mallar yfir allt sem fyrir verður, en okkar lið meira í ætt við frábæran fjallatrukk, sem hikstar aðeins í mestu torfærunum.
Nú eru 7 leikir að baki. 14 leikhlutar. 14 hálfir leikir. Útkoman úr þeim er 12-2. Tólf frábærlega spilaðir, en tveir afar illa. Í sjálfu sér fínt hlutfall á HM móti, en dýrkeypt þegar markið er sett hátt.
Hvað gerist svo í kvöld gegn besta liði heimsins?
Held að tvennt sé í stöðunni. Annars vegar að leikurinn verði algjörlega í járnum fram á síðustu mínútu og eins marks sigur eða jafntefli verði staðreynd.
Hins vegar að Frakkar vinni nokkuð stóran sigur.
Leyfum óskhyggjunni að ráða.
Við vinnum með einu, segjum 25-24.
„Fyrri hálfleikur liðinu ekki samboðinn“ | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Björn Birgisson
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ef Ísland vinnur Frakka í kveld þá verður það vegna þess að Frakkar hafa ekkert á móti því að tapa svo þeir mæti Svíum en ekki Dönum í undanúrslitum.
Hörður Sigurðsson Diego, 25.1.2011 kl. 12:26
Hef ekki trú á því.
Björn Birgisson, 25.1.2011 kl. 13:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.