Íslandspóstur telur ekki viðskiptalegar forsendur fyrir því að rekin sé póstafgreiðsla áfram í óbreyttri mynd á Hofsósi og óskar því eftir að fá að loka afgreiðslu og bjóða upp á þjónustu póstbíls.
Ekki viðskiptalegar forsendur. Athyglisvert. Halda menn að viðskiptalegar forsendur séu fyrir mörgu í smæstu þorpum landsins?
Einkavæddum fyrirtækjum finnst það örugglega ekki. Þess vegna er þessi frétt til komin frá Hofsósi.
Þegar ríkið sá alfarið um póstinn og símann var ekki spurt um viðskiptalegar forsendur, heldur reynt að þjónusta fólkið þar sem það bjó eftir föngum. Tapið við að þjónusta smæstu einingarnar var greitt úr stóra pottinum. Ríkissjóði.
Svo rann tími einkavæðingarinnar upp. Tími hinna viðskiptalegu forsendna.
Er þá ekki allt miklu betra í litlu þorpunum og í landinu öllu yfirhöfuð?
Þetta segir Íslandspóstur um sjálfan sig á heimasíðunni sinni:
Hlutafélagið Íslandspóstur hf. varð til þegar Pósti og síma var skipt upp í upphafi ársins 1998. Fyrirtækið er einn stærsti vinnuveitandi landsins með tæplega 1300 starfsmenn. Það er ungt en byggir á sterkum rótum sem er samofin 230 ára sögu póstrekstrar á Íslandi.
Pósturinn er markaðsdrifið þjónustufyrirtæki og leggur metnað sinn í að búa starfsfólki sínu góða vinnuaðstöðu. Starfsmenn eru 1300 talsins á um 80 vinnustöðum hringinn í kringum landið. Pósturinn kemur heim dyrum hjá 98,5% heimila í landinu fimm daga vikunnar.
Markaðsdrifið þjónustufyrirtæki.
Nýbúið að hola sér inn í Landsbankann í Grindavík og ætlar nú að troða sér í einhverja bíltík á Hofsósi.
Svona er markaðurinn á Íslandi í dag.
Þeir fáu á Hofsósi sem fara yfirum vegna þessa, munu allir skila sér handanað aftur.
Þetta skilja Skagfirðingar ágætlega.
Vill loka pósthúsi á Hofsósi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Björn Birgisson
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þú veist það Björn að það fylgdi ekki með í pakkanum að einkavæða tapið
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 27.1.2011 kl. 16:00
Nei, auðvitað ekki, skárra væri það nú!
Björn Birgisson, 27.1.2011 kl. 16:04
Svona svo að þú vitir, þá á að loka öllum póstafgreiðslum í Þýskalandi á þessu og næsta ári.
Þá meina ég öllum.
Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 27.1.2011 kl. 17:00
Verð ég þá að koma sjálfur með jólakortið til þín?
Björn Birgisson, 27.1.2011 kl. 17:04
Ég held það, eða senda mér jólatölvupóst;)
Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 27.1.2011 kl. 17:11
Eins gott að ég ætlaði ekki að senda þér pakka!
Björn Birgisson, 27.1.2011 kl. 17:15
Góð færsla, alveg rétt!
Ég er nú að vonast til að verða fyrst til að fá fyrsta tölvupóstspakkann. Vona að hann verði bara lítill, það er ekkert gaman ef tölvan brotnar undan einhverju sem mig langar ekkert sérstaklega í.
Bergljót Gunnarsdóttir, 27.1.2011 kl. 21:12
Takk, Bergljót mín, staldraðu nú við hér á síðu og dundaðu þér við lestur. Þú þarft að hvíla þig á lestri góðra bóka! Fínt að svamla hér í allri vitleysunni!
Björn Birgisson, 27.1.2011 kl. 21:19
Það er í raun þannig hér í Berlín að þegar ég er að ná í pakka, þá fer ég annaðhvort í varahlutaverslun eða mótórhjólaverkstæði til að ná í þá.
Ég get einnig sent pakka frá þessum fyrirtækjum.
Það er þá á vegum annara en þýska póstsins, en þýski pósturinn er dýrastur.
Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 27.1.2011 kl. 23:14
Mótorhjólaverkstæði? Ertu á slíkum grip? Veistu að það er mikið hættulegra en að vera á 2007 lúxuskerru í geðveikinni í Reykjavík? Ekki fara þér að voða góði drengur, ef ég þarf að fara með minningarkortið sjálfur til Berlin(ar)!
Björn Birgisson, 27.1.2011 kl. 23:37
Ég sem er búin að liggja í lestri síðan um jól, allt glæpasögur. Ég hlýt að vera meiri háttar töffari úr því ég fékk fimm krimma í jólagjöf.
Bergljót Gunnarsdóttir, 28.1.2011 kl. 01:26
Já, Bergljót mín, þú ert þokkalegur töffari. En ertu búin að lesa Svar við bréfi Helgu eftir Bergsvein Birgisson? Þar er snilld á ferðinni, sem kolfellir okkar samanlögðu snilld og þarf nú mikið til!
Björn Birgisson, 28.1.2011 kl. 01:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.