Nú liggur vel á mér, nú liggur vel á mér .....

Þann 1. febrúar næst komandi eru tvö ár frá því að Jóhanna Sigurðardóttir tók við embætti forsætisráðherra. Ég sé að Páll Vilhjálmsson ofurbloggari er að senda ríkisstjórn Jóhönnu kveðju á þessum tímamótum og ætla að leyfa mér að vitna til hennar. 

"Ríkisstjórn Jóhönnu Sig. er á bakvið hatramma herferð gegn þjóðinni. Icesave-samningurinn átti að gera okkur gjaldþrota, ESB-umsóknin að ræna þjóðina fullveldinu og stjórnlagaþingið eyðileggja stjórnarskrána."

Ljót er lýsingin en hér gleymir Páll að nefna aðför ríkisstjórnarinnar að útgerðinni í landinu. Að öðru leyti er upptalningin fín til að framkalla bros svona í byrjun helgarinnar.

"Tveggja ára martröð lýkur brátt. Eins og mál eru að spilast má gera sér vonir um að þegar ríkisstjórnin hverfur frá völdum muni sól Samfylkingar hníga í sæ."

Mér finnst að þjóðin hafi lifað við stöðugar martraðir miklu lengur en í tvö ár, en treysti Páli fullkomlega til að meta þetta. Svo ætla ég að mæta og fylgjast með þegar sól Samfylkingarinnar hnígur í sæinn. Það verður fögur sjón og söguleg. Eins og hvert sólarlag er. Eitthvað svo skáldlegt.

"Landið er að rísa þrátt fyrir herför ríkisstjórnarinnar gegn þjóðinni. Aldrei aftur vinstristjórn, verður viðkvæðið þegar þjóðin gengur næst til kosninga."

Já, Páll sér að landið er að rísa og það er vel, en gleymir að segja okkur af hverju það er. Vissulega verður viðkvæðið: Aldrei aftur vinstri stjórn, þegar þjóðin gengur næst til kosninga.

En bara hjá hægri mönnunum auðvitað!

Gaman að sjá hve vel liggur á fólki svona í byrjun helgarinnar! Cool

 


mbl.is Stjórn Jóhönnu að verða tveggja ára
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Það liggur sérdeilis prýðilega á mér Björn, því ég á það sameiginlegt með öðrum einfeldningum að þurfa lítið til að gleðjast yfir.

Þótt það sé hlandvitlaus ríkisstjórn hér á landi, þá getur maður nú verið glaður með að hafa nóg að borða og lifa við betri kjör en margir gera, t.a.m. í Palestínu og víða í Afríku.

Ég er mjög glaður með mína fjölskyldu, á heilbrigð börn og eiginkonu sem umborið hefur sérvisku mína æði lengi og það segir sitt um einstakt lundarfar hennar,  að hún segist ekkert vera orðin þreytt á mér.

Ég fer glaður inn í helgina, ég veit að vinstri stjórnin gengur yfir eins og hvert annað óveður og sólin rís alltaf þegar hennar tími kemur.

Jón Ríkharðsson, 28.1.2011 kl. 15:55

2 Smámynd: Björn Birgisson

Jón Ríkharðsson, þakka þér þetta ágæta innlit. Auðvitað gengur Vinstri stjórnin yfir, rétt eins og hver sælustund gerir. Alveg eins og allar fyrri ríkisstjórnir hérlendis hafa gert!

Gaman að heyra hvað þú ert lukkulegur með lífið. Jákvæðni hjálpar alltaf upp á hlutina. Þess vegna er ég alltaf svona jákvæður, eins og glöggt má lesa út úr skrifum mínum!

Björn Birgisson, 28.1.2011 kl. 16:06

3 Smámynd: Hörður Sigurðsson Diego

Verið ekki svona barnalegir herrar mínir.

Hvaða máli skiptir hvort skútan fer vinstra megin fram af bjargbrúninni eða hægra megin?

Brotnar hún ekki í spón hvort sem er?

Hörður Sigurðsson Diego, 28.1.2011 kl. 16:40

4 identicon

Já Hörður .... froðusnakkið læra þeir af fyrirmyndinni .... bara allveg eins og lítil börn gera

ég spái því að fjórflokkurinn lýti ekki aðra sólarupprás .....  

GunniH (IP-tala skráð) 28.1.2011 kl. 16:55

5 Smámynd: Björn Birgisson

GunniH, fjórflokkurinn, sem þú nefnir svo, hefur nú 60 af 63 þingmönnum. Ég hef spáð því að við næstu kosningar muni 15-18 þeirra tapast til nýrra framboða, komi þau þá fram með almennilegt fólk í fararbroddi. Þannig að sólin mun ekkert hætta að skína á flokkana!

Björn Birgisson, 28.1.2011 kl. 17:04

6 Smámynd: Björn Birgisson

Hörður, þú ert hér að tala við reyndan skipstjóra meðal annarra! Hvers konar skútur sigla á bjargbrúnum?  

Björn Birgisson, 28.1.2011 kl. 17:08

7 Smámynd: Hörður Sigurðsson Diego

Íslenskar þjóðarskútur? Eða ég sé ekki betur.

Maður er a.m.k. búinn að horfa niður í hyldýpið bæði á stjórn- og bakborða á undanförnum árum.

Hörður Sigurðsson Diego, 28.1.2011 kl. 17:10

8 Smámynd: Björn Birgisson

Aha!

Björn Birgisson, 28.1.2011 kl. 17:11

9 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Ef athugasemd Gunna H. er beint til mín, þá lýsir hann mér ágætlega.

Ég er óttalega bjartsýnn og barnalegur að eðlisfari og eftir að hafa fylgst með mönnum sem telja sig þroskaða og fullorðna í háttum, þá tengist ég barnaskapnum mínum enn  nánari böndum.

Mér líður alltaf vel í návist barna því þau eru heiðarleg og einlæg.

Þess vegna vil ég glaður tilheyra þeirra hópi þá, alla þá tíð sem skaparinn lofar mér að dvelja ofar moldu

Jón Ríkharðsson, 28.1.2011 kl. 18:07

10 Smámynd: Björn Birgisson

Vel mælt, Jón Ríkharðsson. Einkar vel.

Björn Birgisson, 28.1.2011 kl. 18:10

11 identicon

Jón: það er samt ekki gott að vera fullorðinn með dómgreind á við barn.... í stað þess að eyða eins miklum tíma og okkur er unt með littlu barni, nýrri sál sem hefur aðeins þörf á næringu og athygli til þess að lifa hamingjusömu lífi..... þá erum við ekki til staðar vegna lífsgæðakapphlaups sem allir hlaupa þvi hinir gera það .... eru ekki allir með það  einhverstaðar i undirmeðvitundinni að mannkynið mun deyja út á endanum með þessum lífsviðhorfum og lifnaðarháttum og gerviþarfa?...... týðni ADHD og eða einkenni sjúkdómsins er að snaraukast á heimsvísu í dag..... því að menn eru hættir að sjá tilganginn og í öllu þessu órétti og misskiptingu sem heimurinn er að drukkna í og geta illa haldið hugann við eitthvað sem þeim fynnst leiðinlegt og í raun tilgangslaust

GunniH (IP-tala skráð) 28.1.2011 kl. 18:50

12 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Ég held að þú sért að tjá þig um mál sem þú þekkir ekki Gunni H. því þú virðist nefnilega fullorðinslegur í hugsun og átt kannski erfitt með að setja þig í spor okkar sem erum barnalegir í hugsun.

Ég get illa tjáð mig um hvernig líðan fylgir því að vera fullorðinslegur, vegna þess að ég er svo barnalegur í hugsun, en ég býst við að það sé hægt með góðum vilja að venjast öllu.

Vegna þess að ég er svo barnslega einfaldur, þá líður mér oftast vel, það er helst ef ég verð svangur að ég verði pirraður, en eftir að maginn hefur fengið sitt, þá er ég jafn glaður og áður.

Ég þekki ekki ástæður aukninga ADHD, en hef vissulega samúð með þeim sem þjást af þeim kvilla, en ég tel hann frekar stafa af líffræðilegum ástæðum en því, að fólk sé hætt að sjá tilgang með lífinu, en ég get ekkert tjáð mig um mál sem ég þekki ekki.

Mín barnslega sál fyllist fögnuði yfir að þurfa ekki að búa við hryllilegar aðstæður eins og margir þurfa úti í heimi og ég veit að ástandið hér á landi er gott, en langt frá því að vera fullkomið, sem betur fer.

Það gefur okkur tækifæri til þroska og þroski er forsemda framfara. Í stað þess að festast í neikvæðu hugarfari og telja allt vera svart, er heppilegra að leita eftir lausnum.

Og þær koma helst ef menn eru í þokkalegu jafnvægi, með hreinan og örlítið barnslegan huga.

Svo er það með barnslegu dómgreindina, var það ekki barnið sem uppgötvaði að keisarinn væri nakinn?

Jón Ríkharðsson, 28.1.2011 kl. 19:31

13 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Já og vel á minnst, Björn ég þakka þér hlý orð í minn garð..

Jón Ríkharðsson, 28.1.2011 kl. 19:37

14 identicon

jú það var einmitt barnið sem benti á hið augljósa....... og skemtilegt að þú nefnir það því þetta barn yrði líka gáttað á alþingi og strípihneigð 63 keisara sem að gætu sennilega ekki skrúfað upp ljósaperu í sameiningu hvað þá annað

GunniH (IP-tala skráð) 28.1.2011 kl. 19:59

15 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Nei barnið yrði ekki gáttað, það sæi strax að mannkynið er allt meira og minna nakið, það er bara notalegra að benda á aðra heldur en taka til í eigin ranni.

Þingmenn eru synir og dætur þessarar þjóðar, þeir eru alveg eins og ég og þú.

Það er auðvelt að standa hjá og dæma án þess að vita hvernig maður sjálfur yrði í sömu aðstæðum.

Þingmenn allra flokka hafa gerst sekir um sömu mistökin og ekki er vitað hvernig aðrir myndu standa sig. Mannkynið hefur átt við þennan vanda að stríða frá upphafi að stjórnmálamenn séu spilltir og þegar hinum spilltu hefur verið komið frá völdum, þá taka aðrir við og þeir verða eins spilltir.

Við eigum að hætta að benda á aðra og þroska okkur sjálf, hver og einn verður að taka sjálfan sig í gegn og leitast við að sníða af sér brestina, annars breytist ekki neitt.

Það er ekki hægt að segja að Ísland bjóði upp á fullkomið líf, en þrátt fyrir allt hefur stjórnmálamönnum allra flokka tekist í samstarfi við þjóðina, að koma okkur úr torfkofum í nútíma hús á undraskömmum tíma.

Þannig að þeir geta ekki verið alslæmir, frekar en nokkur maður.

Barnið sér nefnilega litina alla sem litrófi mannlífsins fylgja, lífið er nefnilega ekki bara svart og hvítt.

Jón Ríkharðsson, 28.1.2011 kl. 20:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband