Svæsin aðför að lýðræði landsins úr hörðustu átt

"Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra vildi ekki biðjast afsökunar á þeim 280 milljónum sem fóru í súginn vegna galla á framkvæmd stjórnlagaþingskosninganna."

Biðjast afsökunar? Til hvers?

Auðvitað þykir Jóhönnu leitt hvernig þetta mál fór. Rétt eins og tugþúsundum annarra Íslendinga finnst þetta mjög súrt í broti.

Það er Hæstiréttur Íslands sem á að biðja þjóðina afsökunar.

Sömuleiðis þeir sem kærðu kosningarnar af illum hug eingöngu. Pólitísku ofstæki.

Úrskurður Hæstaréttar var ekkert annað en réttarglæpur og aðför að lýðræði landsins.

Upp er sprottinn nýr hópur níumenninga.

Blástakkarnir níu.

Þeirra sök er mikil og þungbær. 


mbl.is Biðst ekki afsökunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Pétur Harðarson

Samlíkingin við níumenningana er sniðug og á nokkuð vel við.  Hinir upprunulegu níumenningar eru kærðir fyrir árás á alþingi og landráð vegna mótmæla á þingpöllum.  Það er svæsin aðför að lýðræðinu að mínu mati.  3 af blástökkunum voru að nýta lýðræðislegan rétt sinn og hinir 6 voru að vinna vinnuna sína.  Hvar er lýðræðið statt ef það er orðið saknæmt?  Við skulum ekki troða á blástökkunum níu líkt og verið er að gera á hinum upprunalegu níu.

Pétur Harðarson, 28.1.2011 kl. 18:15

2 Smámynd: Agla

Skil ég það rétt að þú  teljir úrskurð Hæstaréttar í "Stjórnlagaþingsmálinu"  vera "réttarglæpur og aðför að lýðræði landsins?

Agla, 28.1.2011 kl. 18:19

3 Smámynd: Björn Birgisson

Pétur, við ættum að víxla þeim átroðningi. Það væri við hæfi. Miðað við sakarefnin.

Björn Birgisson, 28.1.2011 kl. 18:36

4 Smámynd: Björn Birgisson

Agla, já.

Björn Birgisson, 28.1.2011 kl. 18:36

5 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Björn, það eru áreiðanlega takmörk fyrir því hversu mikið skítkast opinberir starfsmenn sætta sig við.

Það má vel vera að margir gleðist nú þegar Landskjörstjórn hefur sagt af sér og enn fleiri kætist ef hæstaréttardómarar gera slíkt hið sama.

Þá gætum við þó hreykt okkur af því að hafa stolið metinu af Mugabe!

Kolbrún Hilmars, 28.1.2011 kl. 18:43

6 Smámynd: Björn Birgisson

Kolbrún, ekki myndi ég syrgja afsögn þessara dómara, svo mikið er víst. Ég er kannski grimmur í orðum mínum, en úrskurður þeirra kallar á afsögn. Slík er skömm þeirra.

Landskjörstjórn átti ekki að segja af sér.

Hvaða methafi er Mugabe?

Björn Birgisson, 28.1.2011 kl. 18:53

7 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Valdhafi mesta bananalýðveldisins síðan Amin var og hét.

Kolbrún Hilmars, 28.1.2011 kl. 19:05

8 Smámynd: Björn Birgisson

Telur þú þá Ísland með, Kolbrún mín? Ertu nokkuð búin að gleyma hruninu mikla á Íslandi og hvernig það kom til?

Björn Birgisson, 28.1.2011 kl. 19:09

9 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

  Einhvern vegin kaus ég öðruvísi,vegna þessa kynjakvóta,sem ég túlkaði þannig að karlarnir"mínir"yrðu að víkja fyrir "stelpunum",ef þeir yrðu of margir.Býst við að flestir vilji hafa kosningar einfaldar, sjái m.a.  nöfnin á kjörseðlinum. Kv. 

Helga Kristjánsdóttir, 28.1.2011 kl. 19:13

10 Smámynd: Ragnar Einarsson

Þeir voru settir til tryggingar valdhöfum,,þess vegna áttum við að eiga von á þessu.

Ragnar Einarsson, 28.1.2011 kl. 19:19

11 Smámynd: Björn Birgisson

Helga, þegar 523 eru í framboði verður ekkert auðvelt. Gott að heyra að þú mættir á kjörstað. Ef kannski 70% hefðu mætt, hvernig liti þá dómur Hæstaréttar út? Pældu í því! Þakka þér innlitið.

Björn Birgisson, 28.1.2011 kl. 19:19

12 identicon

Þetta 2% stjórnlagaþing er lýðskrum frá A til Ö, keyrt í gegn af offorsi meðan brennandi mál mega bíða, skorið niður heilbrigðisþjónustu til að borga fyrir skrumið og markmiðið að selja okkur inn í ESB. ....svo eru hæstaréttadómarar sakaðir um pólitískt ofstæki? Þegar handhafar réttlætisins stjórna þá hafa aðrir alltaf rangt fyrir sér.

Njáll (IP-tala skráð) 28.1.2011 kl. 19:24

13 Smámynd: Ragnar Einarsson

Auðvitað á Alþingi að bara skipa þessa 25 í þjóðlagaþingsnefnd.

Ragnar Einarsson, 28.1.2011 kl. 19:26

14 Smámynd: Ragnar Einarsson

2%?

Ragnar Einarsson, 28.1.2011 kl. 19:28

15 identicon

Eitt stórt FAIL hjá ríkisstjórn Jóhönnu. Hún á að segja af sér. Það er ekkert mál að halda kosningar þar sem formreglum er fylgt. FAIL FAIL FAIL hjá Jóhönnu. Nú þarf hún að taka pokann sinn og slíta þessari ríkisstjórn. Ég vil almennar kosningar og losna við moðhausana á þingi, því líkur hafragrautur af illa hugsandi fólki.

Andri (IP-tala skráð) 28.1.2011 kl. 19:29

16 identicon

Já Ragnar á Alþingi ekki bara að skipa líka næstu 63 þingmenn á Alþingi. Auðvitða gengur ekki upp að skipa einn eða neinn í þingnefd út af þessu máli. Kjósum bara til Alþingis á látum nýtt fólk taka afstöðu til þessa hluta. Þá fær þjóðin í það minnsta tækifæri að segja sína skoðun á þessu. 2/3 ÞJÓÐARINNAR vill ekki hvort sem er ekki þetta þing.

Andri (IP-tala skráð) 28.1.2011 kl. 19:30

17 Smámynd: Ragnar Einarsson

2% Valið af þjóð en ekki flokkum,,,,,er ógn í því?

Ragnar Einarsson, 28.1.2011 kl. 19:32

18 Smámynd: Ragnar Einarsson

Kostningar í dag gefa væntanlega XD völd og þar með restin af auðlyndum okkar til einkavina+

Ragnar Einarsson, 28.1.2011 kl. 19:35

19 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Kosningar í dag gæfu ekki XD nein völd, það er tómur hræðsluáróður svonefndrar* ríkisstjórnar. Að minnsta kosti helmingur þjóðarinnar vill ekki sjá fjórflokkinn í núverandi mynd.

*svonefnt er orð sem ég lærði í gær hvernig mætti nota... :)

Kolbrún Hilmars, 28.1.2011 kl. 20:09

20 Smámynd: Ragnar Einarsson

Fyrir mig hef ég meiri trú á jóni gnarr heldur en bjarna ben,,,,eiginlega meiri trú á bjarnfereðarsyni heldur en jóhönnu

Ragnar Einarsson, 28.1.2011 kl. 20:16

21 Smámynd: Agla

Hvernig rökstyður þú,Björn, þá skoðun að dómur Hæstaréttar í "Stjórnlagaþingsmmálinu" hafi verið "réttarglæpur og aðför að lýðveldi landsins"?

Agla, 28.1.2011 kl. 20:17

22 Smámynd: Ragnar Einarsson

Tekur 2 ár að koma þessu í lag ,,, 

Ragnar Einarsson, 28.1.2011 kl. 20:18

23 Smámynd: Ragnar Einarsson

Þeir voru kostnir af valdhöfum sem ekki vilja gefa upp völd

Ragnar Einarsson, 28.1.2011 kl. 20:19

24 Smámynd: Ragnar Einarsson

Maður hefur séð siðfræðina í fjármálalífinu,,ekki ósvipað í dómskerfinu enda birds of a feather

Ragnar Einarsson, 28.1.2011 kl. 20:24

25 Smámynd: Ragnar Einarsson

flokk to gether

Ragnar Einarsson, 28.1.2011 kl. 20:25

26 Smámynd: Björn Birgisson

Agla, það þarf ekkert að rökstyðja það sem blasir við öllu þokkalega skynsömu fólki. Hæstiréttur átti að gera athugasemdir við kosningarnar, en að dæma þær ógildar var ekkert annað en glæpur gegn þjóðinni. Hver var glæpur þjóðarinnar gagnvart Hæstarétti og þessum þremur íhaldsdruslum sem kærðu? Hvernig hefði þessi vítaverði dómur farið í þig ef þátttaka í kosningunum hefði verið 75%? Getur þú svarað því? Þakka þér innlitið.

Björn Birgisson, 28.1.2011 kl. 20:52

27 Smámynd: Pétur Harðarson

Hvernig hefðir þú brugðist við Björn af ákærendur hefðu verið 3 sósialistadruslur?  Það sem blasir við þokkalega skynsömu fólki er að þetta stjórnlagaþingsmál var sjónarspil örvæntingafulls forsætisráðherra frá upphafi og gróf misnotkun á lýðræði.

Pétur Harðarson, 28.1.2011 kl. 21:10

28 Smámynd: Guðmundur Júlíusson

Við skulum  átta okkur á að ekki var vandað til þessa kosningar! menn fóru einfaldlega ekki að settum reglum og  að segja að sjálfstæðismenn hafi verið þeir sem  kærðu kosninguna er bull, það vilja Samfylkingarmenn segja ekki síst vegna þess að rangt var sannarlega að þessu staðið og ekki síst það sem mestu máli skiptir, það tóku allt of fáir þátt í þessari kosningu, og sýndu að þjóðinn hafði ekki áhuga!!!!

Guðmundur Júlíusson, 28.1.2011 kl. 21:27

29 Smámynd: Björn Birgisson

Ég hefði brugðist nákvæmlega eins við, Pétur. Það eru bara druslur og dusilmenni sem kæra út af þeim tittlingaskít sem þarna var á ferðinni. Það er ekkert mark takandi á kærum, sem byggðar eru á pólitískri heift, og líklega planaðar að stjórnmálaflokki í stjórnarandstöðu. Ég lít þannig á það mál, þótt þú haldir, eða viljir líklega halda annað. Eða hvað?

Dæmi fyrir þig: Þú ákveður að aka hringveginn. Gleymir að gefa stefnuljós þrisvar á leiðinni. Löggan gómar þig. Hvað á hún að gera?

Meina þér frekari akstur um landið? Gera bílinn þinn upptækan? Stinga þér kannski inn, konunni þinni væntanlega til mikillar gleði?  Eða á hún kannski að minna þig á að nota stefnuljósin betur?

Ergo. Glæpurinn var enginn. Nákvæmlega enginn.

Glæpurinn er allur fólginn í kærunum og  afgreiðslu Hæstaréttar á þeim.

Alvarlegur glæpur gegn þjóðinni okkar og hennar lýðræðisviðleitni.

Eitt að lokum og svaraðu heiðarlega.

Hvernig hefði þessi dómur farið í þjóðina ef þátttaka í kosningunum hefði verið 75%, en ekki 37%?

Sérðu fyrir þér Hæstarétt Blámannanna í þessu landi fella sambærilegan úrskurð miðað við þá kjörsókn?

Svaraðu nú. Ég bíð spenntur. Útúrsnúningar og almennur aulaháttur afþakkaðir.

Björn Birgisson, 28.1.2011 kl. 21:31

30 Smámynd: Pétur Harðarson

Bíðið við!!  Hvað ef flestir skurðlæknar á landinu eru hallir undir íhaldið?!!  Þeir gætu hafa sett einhvers konar móttökubúnað í flesta landsmenn til að hafa áhrif á kjörsókn!!  Fjarstýriningin er svo í Hádegismóum!  Hljómar þetta ekki sennilegt?

Pétur Harðarson, 28.1.2011 kl. 21:35

31 Smámynd: Ragnar Einarsson

Einfalt þjóðinn kaus þessa 25 einstaklinga,,,,og við væntum þess að þeir hafi áhrif.

Við viljum ekki sama ástand áfram,,fiskurinn er farinn við viljum ekki að fleiri auðlyndir gefnar.

Ragnar Einarsson, 28.1.2011 kl. 21:45

32 Smámynd: Agla

Þakka þér svarið, Björn,

Ég er engu nær, því miður. 

Agla, 28.1.2011 kl. 21:53

33 Smámynd: Björn Birgisson

Agla, er það mitt vandamál eða þitt?

Björn Birgisson, 28.1.2011 kl. 22:24

34 Smámynd: Björn Birgisson

Ragnar Einarsson, þakka þér þín innlit og skoðanir. Atkvæði þitt er móttekið á þessari síðu, sem og allra hinna!

Björn Birgisson, 28.1.2011 kl. 22:29

35 Smámynd: Björn Birgisson

Ég geri heldur ráð fyrir að Pétur Harðarson sé að bauka við að svara spurningum mínum í færslu #29. Sjáum hvað kemur frá kappanum! Ég bíð alla vega spenntur!

Björn Birgisson, 28.1.2011 kl. 22:33

36 Smámynd: Björn Birgisson

Guðmundur Júlíusson, ég tala við þig þegar þú bryddar upp á einhverju boðlegu. Áður en þar að kemur eigum við ekkert vantalað að sinni, minn ágæti kaupmaður!

Björn Birgisson, 28.1.2011 kl. 22:36

37 Smámynd: Guðmundur Júlíusson

Björn, þú móðgar mig með þessum aðfinnslum!!

Guðmundur Júlíusson, 28.1.2011 kl. 22:59

38 Smámynd: Björn Birgisson

Guðmundur Júlíusson, eins og þú veist hef ég sérhæft mig í að móðga fólk! Var þetta ekki nokkuð mild móðgun, eða á ég að gera betur, minn kæri vinur? Mér leikur það oft á tungu, sem síst skyldi, en oft er þörf á. Þá verður þörfin þjónkuninni alltaf yfirsterkari hjá mér. Hélt að þú vissir það.

Björn Birgisson, 28.1.2011 kl. 23:10

39 Smámynd: Pétur Harðarson

Afsakaðu Björn.  Ég hef verið að vanda mig á lyklaborðinu á sama tíma og þú lagðir fyrir mig spurninguna.  Ég skal reyna að halda aulahættinum í lágmarki í svarinu.

 Augljóst svar hlýtur að vera að hefði kjörsókn verið 75% þá hefði dómurinn líklega fallið illa í meirihluta þjóðarinnar.  Það finnst mér allavega.  Og ég skil vel að þegar menn leggja saman ákærendur tengda íhaldinu og dómara tengda íhaldinu þá fá þeir út að þetta sé pólitískur dómur.

En svo ég noti dæmið með stefnuljósin.  Segjum að lögreglan hefði meinað manninum að keyra frekar um landið.  Maðurinn gæti kært það, dómarinn færi þá í lagabókstafinn og séð að lögreglan brást og harkalega við og kannski dæmt manninum bætur eða sektað lögreglumanninn.

Segjum svo maðurinn hafi verið að drekka við stýrið.  Hann nær að halda bílnum nokkurn veginn á sinni akrein og aka án þess að trufla aðra umferð.  Lögreglan stöðvar hann, lætur hann blása og fer með hann niður á stöð til að sofa úr sér.  Maðurinn kærir á þeim grundvelli að hann hafi nú ekki skaðað neinn með þessu athæfi.  Hvað á dómarinn að gera?  Leyfa þessum að sleppa af því að hann er ansi viðkunnanlegur eða halda sig við lagabókstafinn.

Svo langar mig að biðja þig að svara þessu heiðarlega og án útúrsnúninga:  Ef hæstiréttur hefði látið sér duga að gera bara athugasemd við kosningarnar en leyft kosningunum að standa, hvaða gildi heldur þú að ráðgjöf þingsins myndi hafa hjá alþingismönnunum okkar?  Höfum við efni á að borga þessum 25 laun í þennan tíma ef vinna þeirra hefur enga meiningu.

Pétur Harðarson, 28.1.2011 kl. 23:33

40 Smámynd: Björn Birgisson

Pétur, þakka þér svarið. Það var betra en ég átti von á!

Ráðgjöf Stjórnlagaþingsins veit ég ekkert um frekar en aðrir. Við höfum efni á að borga fólki laun fyrir ráðgjöf að nýrri stjórnarskrá. Hins vegar höfum við ekki efni á að halda úti 63 þingmönnum, sem ekkert geta í því máli, frekar en öðrum.

Björn Birgisson, 28.1.2011 kl. 23:56

41 Smámynd: Pétur Harðarson

Við verðum sjálfsagt seint sammála um dóm hæstaréttar Björn en við erum sammála hvað þingmennina okkar varðar.  Mér finnst stjórnmálaumhverfið hættulegt til stjórnlagabreytinga eins og það er.  Mér finnst að við eigum að taka okkur langan í að undirbúa stjórnlagaþing og tryggja að breytingarnar frá fólkinu verði virtar.  Svo vil ég taka fram að ég er nú ekki meiri íhaldsdrusla en það a' þegar ég sá að Bjarni Ben var að rétta fram ermahnappana sína til að byrja á breytingum á stjórnarskránni innan alþingis þá fékk smá ælubragð í munninn.

Pétur Harðarson, 29.1.2011 kl. 00:06

42 Smámynd: Björn Birgisson

Pétur minn, hafðu bara ælupokann við fátæklegt rúmstæðið þitt og láttu týra á einhverjum grútarlampa í verelsinu, svo þú hittir í pokann þegar gusan kemur.

Björn Birgisson, 29.1.2011 kl. 00:51

43 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Björn minn" Það er nóg að gera hjá þér í dag!!!

Eyjólfur G Svavarsson, 29.1.2011 kl. 01:18

44 Smámynd: Pétur Harðarson

Ég er fullfær um að beina minni ælu í réttar áttir án þinnar hjálpar Björn.  Mig munar ekki um að sofna í fátæklegu rúmstæði og illa lýstu verelsi því égsofna sáttur við sjálfan mig.  Ég óska þér hins sama.

Pétur Harðarson, 29.1.2011 kl. 01:19

45 Smámynd: Björn Birgisson

Takk, Pétur minn. Nú líður mér betur fyrir hönd okkar beggja!

Björn Birgisson, 29.1.2011 kl. 01:52

46 Smámynd: GAZZI11

Skil ekki þennan æsing út af stórnlagaþinginu. Framkvæmdin er ólögleg og þar með ógild og ekki neinum um að kenna nema þeim sem komu að framkvæmdinni. Ef kosningin hefði verið látin standa hefði það verið aðför að lýðræði Ísland og mér er til efs að þeir sem hlutu kosningu hefðu viljað starfa þar áfram undir þeim formerkjum.

Einnig er kjörsóknin ákaflega léleg og endurspeglar ekki vilja þjóðarinnar enda sat stór hluti hennar heima og kaus ekki.

Það er ekki 100 í hættunni þó að kosið verði aftur og þjóðin gefi sér góðan tíma í að hanna nýja stjórnarskrá, enda skiptir stjórnarskrá ekki svo miklu máli að nokkur fari eftir henni.

Hvað varðar umferðalög og brot að þá eru sektir sem viðkomandi þarf að greiða ásamt punktakerfi eftir eðli brotanna. Sé samt ekki að hægt sé að líkja þessu saman,  stefnuljósaleysi og galla við framkvæmd á kosningu til stjórnlagaþings.   

GAZZI11, 29.1.2011 kl. 02:15

47 Smámynd: Björn Birgisson

GAZZI11, segir ekki í Stjórnarskránni að þú eigir að vera sofnaður um þetta leyti? Takk kærlega fyrir innlitið! Atkvæði þitt er móttekið, en til skoðunar!

Björn Birgisson, 29.1.2011 kl. 02:21

48 Smámynd: GAZZI11

Við förum ekki langt ef við sjáum drauga í hverju horni. Við kjósum bara aftur og vonandi verður þetta betur framkvæmt þá. Einnig óska ég þess að almenningur komi betur að þessu og kjósi ekki bara fallega fólkið og það sem hangir á fréttamiðlunum, háskólunum og höfuðborgarsvæðinu. Vantar meira kjöt af landsbyggðinni. 

Annars ég farinn að sofa og læt mig bara dreyma um sumarið og næsta golfsumar. Vantar 1 holu í höggi til að ná þér þó svo að forgjöfin sé 7,9

Góða nótt og lifið heil ..

GAZZI11, 29.1.2011 kl. 02:34

49 Smámynd: Björn Birgisson

"Vantar meira kjöt af landsbyggðinni."

Hárrétt!

Björn Birgisson, 29.1.2011 kl. 02:41

50 identicon

Þeir sem kærðu kosningarnar gerðu það ekki af neinu ofstæki. Þeir sem hugsa eftir rauð/bláu línunum, allt rautt/blátt er gott, þess vegna er allt blátt/rautt vont geta kannski ekki skilið menn sem hafa princip til að lifa eftir, frekar en flokk, ...en það er svik við princip réttlætisins að kæra EKKI ólöglegar kosningar, og maður sem hefur réttlæti sem princip myndi svíkja bæði sjálfan sig og réttlætið að kæra EKKI. Gamall kommi með góð princip hefði alveg getað átt það til að kæra þessar kosningar. Að tryggja ekki kosningaleynd eru SVIK við tilgang og eðli kosninga, óleynilegar kosningar skapa hættuástand í samfélaginu og eru bjóða heim hættunni á "fixed" kosningum, sem eru fyrirfram ákvarðar, eða markast af ótta þeirra sem kjósa við að kjósa örugglega "rétt", eða þurfa að gjalda fyrir að hafa hlýtt eigin samvisku frekar en yfirvaldinu. Því miður er alltof lítið af princip fólki eftir, meirihlutinn er bara hjarðdýr sem sér ekkert út fyrir sinn bláa eða rauða ramma, og þannig byrja allar borgarastyrjaldir. Það eru princip mennirnir sem stilla til friðar, afþví þeir hafa eitthvað stærra en "flokk" sem leiðarljós.

Jónatan (IP-tala skráð) 29.1.2011 kl. 06:02

51 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Allt það fólk sem telur Hæstarétt hafa dæmt samkvæmt pólitískri forskrift eða fyrirmælum frá Valhöll verða - okkar allra vegna - að leggja fram gögn máli sínu til stuðnings og kæra dómarana.

Geri þau það ekki  er allt þeirra tal og öll þeirra skrif ekkert annað en innantómur þvættingur fólks sem ekkert mark er á takandi - hvorki í þessu máli né öðrum.

Í þessum hópi eru m.a. Bubbi - Illugi Jökulsson - Björn Birgisson o.fl

Ólafur Ingi Hrólfsson, 29.1.2011 kl. 09:32

52 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Eh það er ekki hægt.  þannig virkar hæstiréttur.

Hitt er annað mál, að ef litið er á nöfnin og tengingu þeirra einstaklinga við ákveðin öfl,  þá liggur í augum uppi að samansúrsun þeirra við sjalla - hefði getað haft áhrif.

þegar af þeim sökum verður að dæma dóminn ógildann.  því miður.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 29.1.2011 kl. 11:06

53 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Vissulega er hægt að kæra dómarana ef sannanir liggja fyrir Ómar Bjarki - m.a. er til Mannréttindadómstólll.

Hitt er annað að þegar maður eins og forseti Lagadeildar sem ég veit ekki til að sé skráður í neinn flokk - segir dóminn réttann þá tek ég mark á því.

Allt ykkar samsærisraus er ykkur til skammar.

Ólafur Ingi Hrólfsson, 29.1.2011 kl. 13:45

54 Smámynd: Björn Birgisson

Hér er tilvitnun í mjög góða bloggfærslu Sigurðar Grétars Guðmundssonar um þetta mál:

"En nú er líklega farið að fjúka í marga (vonandi) og ég skal ekki víkjast undan því að rökstyðja það að dómur Hæstaréttar sé fráleitur og hlutdrægur. Dómstólar eiga að vinna eftir gildandi lögum á tvennan hátt: a) gildandi lagabókstaf b) anda gildandi laga. Þarna er sá gullni meðalvegur sem hver dómstóll verður að feta. Í þessum dómi Hæstaréttar er hver smuga fundin til að fara eftir lagabókstafnum en ekki í neinu hirt um að fara eftir anda laganna. Reyndar hefur sá merki lagaprófessor Eiríkur Tómasson bent á (um leið og hann dregur dóm Hæstaréttar í efa) að ef skírskotunin í lög um Alþingiskosningar hefðu ekki verið í lögunum um kosningar til Stjórnlagaþings hefði Hæstiréttur ekki getað notað þær smugur sem hann fann til að ógilda lögin.

Þá hefði ekki verið hægt að gera athugasemd við pappaveggina, ekki við kjörseðlana, ekki við kjörkassana eða annað sem Hæstiréttur tíndi til."

Sjá nánar: http://siggigretar.blog.is/blog/siggigretarg/

Björn Birgisson, 29.1.2011 kl. 17:25

55 Smámynd: Björn Birgisson

#51. Flottasta tríó sem ég hef lent í! Alltaf er maður á uppleið!

Björn Birgisson, 29.1.2011 kl. 17:28

56 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Veit það ekki, það væri þá frekar að kæra Sjalla fyrir Mannréttindaómsstólinn fyrir það skipa nánast eingöngu súrsaða Sjalla í Hæstarétt með þeim afleiðingum að hugsanlega geti það haft pólitísk áhrif á starfsemi og framkvæmd Réttarins.

það var marg, margbúið að vara þá Sjalla við þessu háttalagi.  Þeim ósið að skipa allt sitt vinastóð og venslamenn í hinn háa rétt.

Nú sjá menn og skynja menn afleiðingarnar.  Hugsanlega getur það haft pólitísk áhrif á starfsemi Hæstaréttar og þegar af þeim sökum dæmir Alþýðudómstóllinn viss álit og/eða dóma ,,ógilda".

Ómar Bjarki Kristjánsson, 29.1.2011 kl. 17:30

57 Smámynd: Björn Birgisson

Nú væri gaman að fá almennilega könnun:

Treystir þú Hæstarétti Íslands í málum sem eiga, eða gætu átt sér pólitískan bakgrunn?

Já eða nei.

Ég tippa á að minnihluti þjóðarinnar treysti Hæstarétti, sem er auðvitað óþolandi staða í lýðræðisríki. Að Hæstiréttur leggist gegn lýðræðisviðleitni þjóðar sinnar, hlýtur að vera einsdæmi í sögu Vesturlanda.

Björn Birgisson, 29.1.2011 kl. 17:36

58 identicon

Flestar kosningar sem haldnar hafa verið hér á landi hafa verið með einhverjum hnökrum. Og svo mun sennilega verða áfram. Hér eftir verður  sennilega framkvæmd allra kosninga kærð, því það verða alltaf einhverjir óánægðir Skaftar, sem ekki ná kjöri.

Svavar Bjarnason (IP-tala skráð) 29.1.2011 kl. 19:58

59 Smámynd: Árni Gunnarsson

Hárrétt athugað Svavar Bjarnason.

Árni Gunnarsson, 29.1.2011 kl. 20:17

60 Smámynd: Björn Birgisson

Nákvæmlega, Svavar Bjarnason. Nákvæmlega. Sirkusinn, sem nefndur er Hæstiréttur Íslands, hefur verið að segja okkur að allar kosningar, hvar sem er í heiminum, séu ógildar vegna smávægilegra formgalla. Hvar í heiminum hefur farið fram gallalaus kosning?

Annað.

Hvað hefðu íhaldstrúðarnir í Hæstarétti gert ef þátttaka hefði verið 85% í Stjórnlagaþingskosningunum? Hefur þú hugleitt það?

Björn Birgisson, 29.1.2011 kl. 20:24

61 Smámynd: Pétur Harðarson

Bara búinn að hækka pælinguna upp í 85% Björn? Ef hverju ekki bara hafa það 100%? Það er líka pæling hvort það skipti máli hvort Frú Jóhanna sé ein af þeim sem kusu eða ekki. Ég held að það sé hollast fyrir suma að stíga út úr fýlunni og pæla frekar hvernig sé best að standa að næsta stjórnlagaþingi.

Pétur Harðarson, 29.1.2011 kl. 21:32

62 Smámynd: Guðmundur Júlíusson

Ef að skoðannakönnun færi fram hjá landslýði um ágæti hæstarétts, held ég að 90% svarenda myndu svara því að það treysti þeim til verka!!!

Guðmundur Júlíusson, 29.1.2011 kl. 21:39

63 Smámynd: Björn Birgisson

Guðmundur, gott að einhver treysti Hæstarétti. Ekki geri ég það í pólitískum málum.

Björn Birgisson, 29.1.2011 kl. 21:46

64 Smámynd: Björn Birgisson

Pétur Harðarson, 85% plús eða mínus. Ég er bara að tala um venjulega kjörsókn á Íslandi. Ekkert veit ég um fýlu annarra. Alltaf liggur ágætlega á mér, þrátt fyrir viðvarandi fýlu í umhverfinu. Vonandi þér líka! Þakka þér innlitin.

Björn Birgisson, 29.1.2011 kl. 21:51

65 Smámynd: Pétur Harðarson

Ég er góður líka Björn. Er að horfa á American Idol. Það vantar ekki góða dómara þar :)

Pétur Harðarson, 29.1.2011 kl. 21:54

66 Smámynd: Björn Birgisson

Pétur Harðarson, skemmtileg tilviljun! Ér var að horfa á Icelandic Idol. Fegurðardrottningu Norðurhjarans til margra ára. Þessa elsku, sem hefur fylgt mér í gegn um um súrt og sætt í á fimmta áratug. Þá getur þú reiknað og dregið þínar ályktanir. Finnst þér eðlilegt að glæsikvendi halli sér að útbrunnum, hundleiðinlegum körlum? Ekki finnst mér það! Græt það þó ekki!

Björn Birgisson, 29.1.2011 kl. 22:17

67 Smámynd: Pétur Harðarson

Er nokkuð eðlilegt í þeim málum Björn? Ég veit það ekki en þú ert ríkur maður að eiga þetta að.

Pétur Harðarson, 29.1.2011 kl. 22:44

68 Smámynd: Björn Birgisson

Takk, Pétur minn!

Björn Birgisson, 29.1.2011 kl. 23:30

69 identicon

Góðan dagin Björn.

Sammála hverju orði í þínu innleggi að þessu sinni.

Kæmi ekki á óvart þó svo að það kæmi á daginn innan tíðar að þetta hafi allt verið plottað af nokkrum einstaklingum.
Þetta lyktar þannig óneitanlega og svo sem ekki í fyrsta skipti sem hægt væri að eigna sjálfstæðismafíunni skítalyktina nánast alfarið þó svo að þeir séu snillingar í því að benda á aðra og kenna þeim um.

Eggert Vébjörnsson (IP-tala skráð) 31.1.2011 kl. 08:14

70 identicon

Ágæti Björn mikið hlýtur það að vera dapurleg örlög að vera fótgönguliði í spunasveit Jóhönnu Sigurðardóttur og þurfa að vaða í hvert foræðið á eftir öðru. Að þjösnast á sendiboðanum stöðugt án málstaðar er skemmandi jafnvel fyrir drullusokka sem hafa gaman að slíku.

Þessar samlíkingar þínar um að ef marg sé ekið án þess að gefa stefnuljós eða yfir á rauðu ljósi þá sé það ekki refsivert af því að það sé svo lítlfjöllegt lagabrot segir meira en 1000 orð um málefnafátæktina.

Það er klárt skilyrði vestrænna lýðræðisþjóðfélaga að kosningalögum ber að fylgja út í hörgul, það eru engin smálagabrot leyfileg þar því þá skapast hefð um annað en stendur í lögum og STJÓRNARSKRÁ.

Svo einfalt er það nú.

Ágústa (IP-tala skráð) 31.1.2011 kl. 12:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband