28.1.2011 | 23:47
Jóhanna Múbarak Sigurðardóttir tekur til hendinni
"Hosni Múbarak, forseti Egyptalands, flutti ávarp í kvöld og lofaði að stuðla að umbótum í landinu. Hann sagðist ekki ætla að fara frá völdum, en sagðist hafa óskað eftir að ríkisstjórnin færi frá völdum. Ný stjórn yrði skipuð á morgun."
Snilld hjá Múbarak! Reka bara stjórnina! Svona eiga stjórnendur að vera! Bregðast við vandanum með stæl. Víkja hvergi, en láta vitleysingjana sem gagnrýna víkja!
Má ég umorða þetta pínulítið?
Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, flutti ávarp í kvöld og lofaði að stuðla að umbótum í landinu. Hún sagðist ekki ætla að fara frá völdum, en sagðist hafa óskað eftir algjörri uppstokkun í ríkisstjórninni. Ný stjórn yrði skipuð á morgun.
Eru þá ekki allir ánægðir?
Múbarak ætlar ekki að víkja | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Björn Birgisson
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Björn, ég skil þetta þá þannig að þessi samlíking sé á þann veginn að stjórnin sem slík sé fallinn! þú líkir henni við gríska módelið?
Guðmundur Júlíusson, 29.1.2011 kl. 00:05
Björn. Þú verður að vanda þig betur.
Meira að segja Guðmundur Júlíusson er farinn að reyna að skilja hvað þú meinar.
Hörður Sigurðsson Diego, 29.1.2011 kl. 00:12
Guðmundur minn, ég var aldrei mikill módel maður. Setti þó saman nokkrar flugvélar, sem brotlentu allar í ruslafötunni fyrir vestan, málaðar og alles.
Mér er annt um Gríska sögu, ekki síður en um hina Egypsku. Um nútíma Grikki hef ég ekki fjallað í færslum mínum. Mig rekur ekki minni til þess. Kannski er ellin að læðast að mér. Veistu betur?
Björn Birgisson, 29.1.2011 kl. 00:26
Gott er það Björn minn góður
Guðmundur Júlíusson, 29.1.2011 kl. 00:39
Hörður, ég mælist til þess að þú vandir bæði orð þín og framkomu. Gerandi það, mun þér farnast betur, minn kæri! Ég tala af langri reynslu, yfirhlaðinn af kurteisi og manngæsku!
Björn Birgisson, 29.1.2011 kl. 00:45
Jamm, ég veit Björn. Enginn kemst með tærnar þar sem þú hefur hælana.
Hörður Sigurðsson Diego, 29.1.2011 kl. 01:17
Hörður, hvaða árás er þetta eiginlenga á mig!!!
Guðmundur Júlíusson, 29.1.2011 kl. 01:21
eiginlega á þetta að vera!!
Guðmundur Júlíusson, 29.1.2011 kl. 01:22
Árás? Hvar sérðu árás?
Hörður Sigurðsson Diego, 29.1.2011 kl. 01:23
Nú, þú segir "Meira að segja Guðmundur Júlíusson er farinn að reyna að skilja hvað þú meinar."
virkar eins og þú haldir að meira segja ég fatti hlutinnna!!!
Guðmundur Júlíusson, 29.1.2011 kl. 01:39
Þetta átti að vera djók. Orðaleikur. Greinilega misheppnað. Biðst afsökunar.
Hörður Sigurðsson Diego, 29.1.2011 kl. 01:43
Ekki málið, skál
Guðmundur Júlíusson, 29.1.2011 kl. 01:47
Svona, svona, börnin mín! Er þetta ekki bara bræðrakærleikur! Þið megið báðir sofa upp í til fóta í kvöld! Málið leyst?
Björn Birgisson, 29.1.2011 kl. 01:48
Skál? Ekki ertu að drekka drengurinn minn? Svona bráðungur!
Björn Birgisson, 29.1.2011 kl. 01:49
Samlíkingin er góð, en er einhver sannleiksmoli í þessu?
Bergljót Gunnarsdóttir, 29.1.2011 kl. 01:53
Nei, það er ég ekki að gera!!
En Björn! af hverju ertu enn vakandi svona gamall sem þú ert?
Guðmundur Júlíusson, 29.1.2011 kl. 01:57
Er Bergljót farinn að skipta sér af þessu?
Guðmundur Júlíusson, 29.1.2011 kl. 01:58
Bergljót, það eina sem þessa síðu hefur aldrei skort er sannleikurinn og heiðarleikinn. Betur væri að svo væri ekki. Þetta eru þungir baggar að bera á öldruðum öxlum. Lygin og svikaplottin virðast ekki beygja nein bök. Hvar fær maður svoleiðis?
Björn Birgisson, 29.1.2011 kl. 02:04
Guðmundur minn, ég svaf fram að fermingu, dottaði síðan í fjóra áratugi, á meðan lífið rann fram hjá mér. Því þarf ég að vaka til að sannreyna allt sem ég missti af. Svarar þetta spurningu þinni?
Björn Birgisson, 29.1.2011 kl. 02:10
Bergljót, þú ert drottnig drauma minna, láttu ekki svæfa þigl
Guðmundur Júlíusson, 29.1.2011 kl. 02:16
Hjúkk! Bara Rómantík.is - 1000 kall, er það mikið fyrir miðlunina?
Björn Birgisson, 29.1.2011 kl. 02:25
haha, ertu farinn að miðla per ce?
Guðmundur Júlíusson, 29.1.2011 kl. 02:29
Við Bergljót erum meira virði en þúsundkall kæri vin!!!
Guðmundur Júlíusson, 29.1.2011 kl. 02:30
Ég býð góða nótt kæri vin,
Guðmundur Júlíusson, 29.1.2011 kl. 02:39
Bergljót er fjársjóður, veit minna um þitt verðgildi. Ætlar þú ekki að kjósa Bláherinn næst. Það hefur slæm áhrif á verðgildið.
Björn Birgisson, 29.1.2011 kl. 02:39
Bjön, jú víst geri ég það við fyrsta tækifæri, og veit ég ekki um verðgildið þar sem að ég á engin bref!!
Guðmundur Júlíusson, 29.1.2011 kl. 02:43
Sömuleiðis, góða nótt og góða helgi!
Björn Birgisson, 29.1.2011 kl. 02:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.