Leiða heimskulegar kærur til heimskulegra dóma?

Nú er mikið rætt og ritað um það mál sem ég hef gjarnan kennt við Blástakkana níu. BB Féttum hefur borist eftirfarandi lesendabréf, sem fjallar um uppskáldað tilvik. Bréfið var svona:

"Þrír stjórnarmenn í knattspyrnudeild KR ákváðu að kæra úrslit í leik Vals og KR, þar sem Valur sigraði eftir vafasaman vítaspyrnudóm á lokasekúndu leiksins, á sínum heimavelli. Úrslitin urðu 1-0.

Kæruatriðin voru þessi:

1. Ljósmyndari var í 10 mínútur of nærri hliðarlínunni.

2. Hluta af kennitölu eins leikmanns vantaði á leikskýrsluna.

3. Eftir leikinn uppgötvaðist að einn möskvi var slitinn í öðru markinu.

4. Drukkinn stuðningsmaður Vals hljóp að hornfána og snýtti sér á honum.

Ekkert minnst á dómarann eða leikinn sjálfan sem slíkan í kærunni. KSÍ var í nokkrum vanda við meðferð kærunnar og skipaði nefnd í málið. Stóradóm, sem á að hafa lokaorðið. Engin áfrýjun í boði.

Nefndina skipa menn, bæði tengdir knattspyrnu og henni ótengdir.

Þeir eru: Einar Bollason, Bjarni Felixson, Björgólfur Guðmundsson, Bubbi Mortens, Kolbeinn Pálsson og Hrafn Kristjánsson. Til vara fyrir nefndina skal vera fyrirliði KR í kvennaknattspyrnunni.

Eftir tiltölulega stuttan fund og umhugsun komst Stóridómur að niðurstöðu, sem birt verður á morgun.

Verður KR dæmdur sigur vegna formgallanna á Valsvellinum?

Verður leikurinn endurtekinn vegna formgallanna á Valsvellinum?

Verða úrslitin látin standa þar sem formgallarnir á Valsvellinum höfðu engin áhrif á úrslit leiksins?"

Vildi bara deila þessu lesendabréfi með ykkur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hörður Sigurðsson Diego

Þetta er spennandi. Koma BB fréttir út á Sunnudögum?

Hörður Sigurðsson Diego, 29.1.2011 kl. 17:52

2 Smámynd: Björn Birgisson

Hörður, BB Fréttir koma alltaf út þegar leiðrétta þarf eitthvað sem skiptir máli fyrir þjóðarsálina.

Björn Birgisson, 29.1.2011 kl. 18:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband