30.1.2011 | 02:07
Vinsældir Lilju verða allar handan múra velsæmisins
"Lilja Mósesdóttir, alþingismaður VG, hefur beðist afsökunar á þeim mistökum sem gerð voru þegar frumvarp um stjórnlagaþing var samþykkt á Alþingi."
Lilja Mósesdóttir þarf ekki að biðjast afsökunar á þessu, en gerir það í von um auknar vinsældir.
Hún þarf hins vegar að biðja allt vinstri sinnað fólk í landinu afsökunar á því að vera að sprengja stjórnarsamstarfið í loft upp.
það er hún að gera.
Við gríðarlegar vinsældir þeirra sem hér settu allt í þrot, en þykjast nú geta gert betur en allir aðrir.
Er Lilja vinsæl eða vansæl?
Í minum augum er hún ekkert annað en skæruliði, sem svikið hefur stjórnarliðið sitt.
Vinsældirnar hennar verða allar handan múra velsæmisins.
Bon Apetit! Nýja frjálshyggju Ísland. Með Lilju Mósesdóttur í öndvegi.
Lilja biðst afsökunar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Björn Birgisson
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Allir vildu þeir Lilju kveðið hafa, ég get ekki verið þér sammála Björn, hún á hrós skilið fyrir að reyna að eyðileggja samstarf þessa flokka.
Guðmundur Júlíusson, 30.1.2011 kl. 02:22
Lilja er hetja. Hún er ekki að reyna að eyðileggja neitt. Hún er ein af örfáum óskemmdum einstaklingum að reyna að vinna með eyðilögðu og skemmdu fólki, sem er ekki vinstrimenn, heldur hægrimenn í vinstri-gæru, já, það mætti þá kalla þau vinstri-gærur, eða pólítískar mellur, en ekki alvöru vinstrimenn. Lilja er alvöru vinstrimaður eins og Olaf Palme. Ein sú síðasta sinnar tegundar hér á landi. Hugsjónir jafnaðarstefnunnar lifa enn í brjósti hennar, þrátt fyrir að flokkurinn hennar hafi með svikum sínum við þær reynt að traðka þær í svaðið. Lilja lengi lifi! Lifi hugsjónamenn! Niður með hræsnarana!
Ólafur (IP-tala skráð) 30.1.2011 kl. 02:50
"Ólafur reið með björgum fram, villir hann, stillir hann", vel mælt Ólafur.
Þetta er akkúrat málið, hún er krati af gamla skólanum, sem allir eru búnir að tína niður í græðgisvæðingunni.
Guðmundur Júlíusson, 30.1.2011 kl. 02:56
Afhverju ertu að ljúga þú sérst óflokksbundinn þegar þú ert gjörsamlega bundinn í bak og fyrir í flokkahugsun. Þú hugsar svona "Samfylkingin gerði
= Gott. Vinstri Grænir gerðu = Gott. Jóhanna sagði
= Satt og Rétt. Steingrímur sagði = Satt og Rétt. Eða nokkurs konar nazisti þíns tíma sem gerir ekkert annað en blogga "Sieg heil!!!" alla daga buktandi þig og beyjandi fyrir núverandi valdhöfum. Hefurðu engan sóma? Reyndu að hugsa sjálfstætt og ekki bara þykjast vera eitthvað sem þú ert ekki, það er að segja hugsunarlaust verkfæri ríkisstjórnarinnar, maður sem beygir sig í duftið fyrir valdinu sem ríkir á hverjum tíma, þræll og svona "amen halelúja!" gaur sem hangir slefandi utan í ríkisstjórninni, sama hverju hún tæki upp á. Ef Jóhanna færi að drepa Vopnfirðinga á morgunn og Steingrímur myndi stinga upp á að reka blökkumenn úr landi myndir þú bara segja "já og amen og sieg heil". Sama hvað þau gera er það vont. Og sama hvað einhver annar, eða bara einhver gagnrýninn flokksmaður segir þá er það vont , í þínum huga. En vinur er sá sem til vamms segir. Blindur aðdáandi er ekki vinur, hann er verri en óvinur og letur þann til góðra verka sem þarf að dragnast um með slíkan. Þú ert því verri vinur ríkisstjórnar þinnar en óvinir hennar. Farðu að gera þér grein fyrir því. Lilja er alvöru vinur vinstrihugsjónarinnar. Þess vegna gagnrýnir hún þá sem framfylgja henni ekki. "Sieg heil" gaurar eru með öllu óþarfir, á öllum tímum og öllum stöðum. Hafa alltaf verið og verða alltaf. Þú ert í raun góður og gáfaður maður, en það kom eitthvað fyrir þig einhvern tíman og því hefur þú lagst svona lágt. Reyndu að læknast og taka af þér pólítísku rauðu gleraugun sem lita allt sem þú sérð, og sjá sannleikan í staðinn. Hann er ekki jafn einfeldningslegur og viðráðanlegur, því heimurinn er talsvert flóknari en þú lætur, en hann er mikið fallegri og það er mikið skemmtilegra að búa í raunveruleikanum en í flokks-óráðinu sem þið flokkshundarnir haldið sé veruleikinn. Þar sem enginn gagnrýnir. Þar verða engar framfarir. Þar sem verða engar framfarir. Þar verður afturför. Þar sem afturförin verður. Þar kemur afturhaldið. Og vinstri- eða hægri, skiptir ekki máli, það heitir ólíkum nöfnum en er það sama, og blátt eða rautt, þá er nafn þess FASISMI. Ekki leggja þín lóð á vogarskálarnar til að innleiða hann hér á landi með halelújakórum og "heil" söng þínum.
Friður sé með yður. (IP-tala skráð) 30.1.2011 kl. 02:58
Það að kunna að taka ábyrgð er frumskylda þess að teljast fullorðinn einstaklingur, í öllum menningarheimum hér á jörð, og hefur alltaf verið. Sá sem gerist það ekki, telst ekki fullorðinn, eitthvað hefur farið úrskeiðis, og viðkomandi aldrei tekið út eðlilegan þroska. Margir ná áttræðisaldri án þess að fullorðnast. Barnanna er sakleysið, ábyrgðin hinna fullorðnu. Hin "sí-saklausa" Jóhanna er einfaldlega ekki fullorðinn manneskja, heldur eitthvað minna en það.
Að kunna að biðjast afsökunar er aðalatriðið sem skilur að siðmenntaðan einstaklinginn og ósiðmenntaðan. Þannig er það út um allan heim, meðal allra þjóða og menningarheima, á öllum tímum. Siðmenntaður heldri herramaður segir "afsakið" ef hann rekst utan í þig á götu. Götudrengurinn riðst framúr þér. Kurteis starfskraftur segir "Afsakið" ef hann gerir mistök. Manneskja sem er ekki starfi sínu vaxin gerir það ekki. Góður eiginmaður segir "fyrirgefðu mér", ef hann særir óvart tilfinningar konu sinnar, ruddi sem ætti frekar að vera einn gerir það ekki.
Það er frumskilyrði til farsælla stjórnmála að stjórnmálamenn okkar séu siðmenntað fólk, en ekki barbarar og hellisbúar, götudrengir og portkonur sem kunna enga mannasiði. En þetta lið kann þá ekki, tekur því ekki ábyrgð, enda ekki fullorðið, og telst því ekki siðmenntað. Með örfáum undantekningum eins og hinni virðulegu frú Lilju, þeirri kurteisu, hámenntuðu, fullorðnu, reisulegu, virðulegu og siðmenntuðu frú, sem götustúlkan Jóhanna, hin ruddalega og ófágaða, sem kann enga mannasiði og hefur enga ábyrgðartilfinningu bliknar í samanburði við.
næturvaktin. (IP-tala skráð) 30.1.2011 kl. 03:08
Þetta var heljarmikil ræða hjá þér "Friður sé með yður" Trúirðu þessu bulli sjálfur sem þú ropar út úr þér. Mér sýnist þú "slefa" utan í Lilju. Það eru mikil öfugmæli í þessu nafni sem þú felur þig á bak við. Mjög þægilegt að vera í felum bak við nafnleysi og rífa kjaft. Alveg öruggur að þú hefur kosið sjálfstæðisflokkinn í síðustu kosningum.
Einar Marel (IP-tala skráð) 30.1.2011 kl. 03:18
Næturvaktinn er greinilega mjög agaður einstaklingur, hefur Lilju upp til skýjanna en rakkar niður Jóhönnu. Ber honum ekki að sýna Jóhönnu virðingu fyrst hann er svona fjandi agaður og kurteis.
Einar Marel (IP-tala skráð) 30.1.2011 kl. 03:30
Kemur ekki enn einn flokkshundurinn, heilaþveginn vesalingsmaðurinn genginn í flokk með sama hugarfari og hefði það verið sértrúarsöfnuður, nú eða tvíflokk (Samfó/Grænir), og hneggjar einhverja trúarofsækisvitleysuna um "Sjálfstæðisflokkinn", eins og meðlimur öfgatrúarsafnaðar sem æpir á "illan galdrakall"= einhver sem vill svo til að er ósammála honum "þú ert örugglega djöfladýrkandi!!!" haha. Og Davíð Oddssyni eru öll heimsins vandamál að kenna, ekki satt? Nei, væni minn, ég hef aldrei kosið Sjálfstæðisflokkinn. En þið rauðu hundarnir eruð ekkert skárri en þeir bláu. Rauðir eða bláir flokkshundar, það er svona eins og að bera saman talibana eða kaþólska rannsóknarréttinn á sínum tíma, skiptir ekki öllu hverju fólk þykist trúa, flokkaofstæki sem blindar menn á allt nema ímyndaðar bláar og rauðar línur er til jafn mikils ills og trúarofstæki, og hér á landi eru fleiri ofstækismenn en viðurkenna það fyrir sjálfum sér þeir séu það. Ég kýs ekki fjórflokkinn yfirhöfuð, og naut þeirra gæfu í síðustu kosningum að búa í öðru landi og geta kosið ALVÖRU sósíalistaflokk þar :)
Friður sé með yður. (IP-tala skráð) 30.1.2011 kl. 07:06
Og gangi þér vel í afvötnun væni. Flokksæði getur runnið af mönnum rétt eins og áfengisvíman eða trúarofstæki ef menn bara venja sig á að hugsa skynsamlega. Það er ekkert svo erfitt. Prufaðu að byrja á 5 mínútum á dag sem þú hugsar án þess að setja fyrst upp rauð- eða blá-hugsanagleraugu, og sjá bara skírt til tilbreytingar. Það er miklu skemmtilegra :)
Friður sé með yður (IP-tala skráð) 30.1.2011 kl. 07:08
Friður sé með yður (IP-tala skráð) 30.1.2011 kl. 07:08
Þú ert greinilega að lýsa eigin reynslu. Svona okkar á milli er mýgrútur af mönnum hér í bloggheimum sem er mikið í mun að vera ekki með flokkspólitískan merkimiða en setja merkimiða á aðra. Þegar upp er staðið og meiningar þeirra koma í ljós er málflutningur þeirra í aðalatriðum í takti við skoðanir einhvers stjórnmálaflokksins. Eins og staðan er í dag er alveg skýrt að þessi ríkisstjórn er skásti kosturinn sem stendur til boða, þótt hún haltri stundum um á annari löppinni. Það gengur ekki að hafa þessa eyju í pólitísku tómarúmi. Nema þú viljir sjálfstæðisflokkinn aftur til valda, merkimiðalaus maðurinn.
Einar Marel (IP-tala skráð) 30.1.2011 kl. 09:23
Ég myndi kjósa Vinstri Græna, hefði ég ekki algjörlega misst trú á þeim. Ég neyðist því til að annað hvort sitja hjá, skila auðu, eða kjósa einhvern annan en Sjálfstæðisflokk, Framsókn eða Samfylkinguna, er að kanna möguleikan að kjósa Hreyfinguna, margt gott sem þau hafa gert eins og á sviði fjölmiðla, en ég hugsa ég kjósi þau ekki, og athuga hvaða nýju framboð eru að koma í ljós, mörg krauma undir yfirborðinu og hafa bara ekki gert opinbert ennþá...Ég vona að Lilja Mósesdóttir og rjóminn úr Vinstri Grænum og nýjir góðir liðsmenn muni leiða sinn eigin vinstriflokk. Þá mun ég kjósa þann flokk.
Friður sé með yður (IP-tala skráð) 30.1.2011 kl. 16:34
Ég þakka ykkur innlitin öll. Hef ekki komist til að lesa þau fyrr en nú. Sé að sumum er nokkuð heitt í hamsi. Svo sem ekkert athugavert við það. Bið þó um að kurteisin sé sett skör hærra en andhverfa hennar. Það fer alltaf betur á því.
Björn Birgisson, 30.1.2011 kl. 16:52
"Í minum augum er hún ekkert annað en skæruliði, sem svikið hefur stjórnarliðið sitt. "
Mér finnst þetta sorglegur málflutningur. Það mega allir hafa sína skoðun á Lilju og fleirum en þetta er bara dapurlegt. Hún hefur sterkar og ákveðnar hugsjónir og áherslur og gefur þær ekki svo auðveldlega eftir, svipað og Jóhanna gerði forðum, og ætli hafi ekki mátt Jóhönnu "skæruliða sem hefur svikið stjórnarlið sitt" þegar hún sagði sig úr Alþýðuflokknum og stofnaði sinn eigin flokk, Þjóðvaka, vegna þess að hún vildi ekki svíkja samvisku sína? Veit ekki hvort þú hafir sagt það þá eða nokkrun tímann... en af því að þetta er Lilja Mósesdóttir, þá virðist það ekki skipta máli hvað er sagt...
Skúli (IP-tala skráð) 31.1.2011 kl. 01:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.