Bloggfrí fyrir gesti og lesendur

Nú hef ég ákveðið að taka mér bloggfrí, kannski tvær til þrjár vikur. Ekki vegna þess að ég sé þreyttur, miklu heldur til að hvíla lesendur á mér. Þeir eru margir orðnir þreyttir og leiðir og eiga betra skilið!

Sjáumst! Vonandi!

Blessi ykkur öll, allar góðar vættir!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Haraldsson

samt gaman að lesa bloggið þitt/komdu fljót aftur /Kveðja

Haraldur Haraldsson, 31.1.2011 kl. 00:25

2 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Njóttu friðarins Björn, það er sálardrepandi að blogga svona mikið ,)

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 31.1.2011 kl. 00:58

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Njóttu þess! þú þreytandi?Nei. Hrunið breytti upphaflegu markmiði mínu.´Sjáumst? Kanski þegar ég sæki vini mína heim,eftir fótboltaleik Grétu,Rósu Ben,Begga?,nei hann er hættur með mér,djók! Friður sé með þér.

Helga Kristjánsdóttir, 31.1.2011 kl. 02:01

4 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Hafðu það gott Björn minn!

Eyjólfur G Svavarsson, 31.1.2011 kl. 14:10

5 identicon

Hafðu vikurnar þá þrjár. Nei, bara grín! Hafðu það gott í fríinu og komdu sprækur til baka.

Tóti þreytti (IP-tala skráð) 31.1.2011 kl. 14:25

6 Smámynd: Björn Birgisson

Þakka kærlega fyrir góðar kveðjur! Hafið það sem allra best!

Björn Birgisson, 31.1.2011 kl. 16:17

7 Smámynd: hilmar  jónsson

Ertu örugglega að höndla þetta langt bindindi Björn ?

hilmar jónsson, 31.1.2011 kl. 20:35

8 Smámynd: Björn Birgisson

Hilmar minn, reyni við tvær! En erfitt verður það! Treysti á þig á meðan og fleira gott fólk úr öllum flokkum!

Björn Birgisson, 31.1.2011 kl. 20:39

9 Smámynd: hilmar  jónsson

Er um það bil að fá upp í kok, ekki síst þessum náhirðar steríótýpum sem fljóta hér um bloggið eins og illa lyktandi úrgangur úr stífluðu salerni.

Einu sinni var þó gaman hér á blogginu.

hilmar jónsson, 31.1.2011 kl. 20:59

10 Smámynd: Björn Birgisson

Svona, svona, Hilmar minn, ertu nú ekki farinn að klína skrattanum á veggina þína? Ég veit þó alveg hvað þú átt við. Er algjörlega sammála þessu: "Einu sinni var þó gaman hér á blogginu." Hér örlar þó vissulega enn á almennilegu fólki, þótt kvarnast  hafi úr hópnum. 

Björn Birgisson, 31.1.2011 kl. 21:23

11 Smámynd: Björn Birgisson

Nú á miðnætti mun ég gerast hljóður hér. Bloggbindindið er gengið í garð, samkvæmt ofansögðu. Enn og aftur, þakka ykkur öllum góðar kveðjur. Sjáumst hress og kát eftir tvær til þrjár vikur!

Björn Birgisson, 1.2.2011 kl. 00:03

12 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ó vakna þú mín Þyrnirós.......!

Axel Jóhann Hallgrímsson, 3.2.2011 kl. 18:31

13 Smámynd: Baldur Hermannsson

Ertu orðinn endanlega snælduvitlaus Bjössi minn? Ætlarðu að fara í bindindi einmitt þegar Sjálfstæðisflokkurinn springur í loft upp með fagurri flugeldasýningu og allar litlu kommasálirnar líta til þín um leiðsögn og túlkun? Og fleiri flokkar munu fylgja á eftir ...... fjörið er rétt að byrja. Þú veldur mér vonbrigðum.

Baldur Hermannsson, 5.2.2011 kl. 20:43

14 Smámynd: Baldur Hermannsson

Vel að merkja, þegar fíknin grípur þig aftur og bindindinu slotar skaltu láta af þínum alræmda reigingshætti og hroka og koma þér upp stabba af bloggvinum. Það er engin leið að vita hvort og hvað þú ert að skrifa þegar þú þrjóskast við að fela snilld þína í einsemdinni.

Baldur Hermannsson, 5.2.2011 kl. 20:45

15 Smámynd: hilmar  jónsson

hehe...

hilmar jónsson, 5.2.2011 kl. 21:28

16 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Komdu sem fyrst aftur, það er hálf tómlegt hérna.

Bergljót Gunnarsdóttir, 9.2.2011 kl. 10:33

17 Smámynd: Björn Birgisson

Minn timi mun koma!

Björn Birgisson, 9.2.2011 kl. 14:23

18 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Björn minn smá limra sem

 ég hjakkaði saman á nóinu.

Bráður er karlinn en blíður.

Við bíðum en tíminn hægt líður.

Hann neitar að blogga,

 í bévítans mogga.

Æ byrjaðu áður en líður

Bergljót Gunnarsdóttir, 11.2.2011 kl. 11:41

19 Smámynd: Baldur Hermannsson

Líður kemur tvisvar fyrir sem rímorð. Eitthvert annað orð.....?

Baldur Hermannsson, 11.2.2011 kl. 11:58

20 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Þetta er bara fljófærni við færsluna, á að vera " tíminn hægt skríður"

Takk fyrir ábendinguna!

Bergljót Gunnarsdóttir, 11.2.2011 kl. 14:01

21 Smámynd: Baldur Hermannsson

Já það hlaut að vera :)

Baldur Hermannsson, 11.2.2011 kl. 14:48

22 Smámynd: Björn Birgisson

 Takk fyrir innlitin!

Björn Birgisson, 12.2.2011 kl. 00:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband