Illa sofin kerlingin?

"Þorgerður Katrín sagðist ætla að leyfa sér að halda áfram að spyrja vitleysislegra spurninga."

Enginn þarf að efast um það geri hún.

Það er sjálfsagður réttur hvers þingmanns að spyrja slíkra spurninga, þótt hinar vitrænni eigi kannski betur við.

Þessi spurning Þorgerðar Katrínar, sem fréttin fjallar um, var alveg ágæt að mínu mati, en svar Jóhönnu bendir til þess að hún hafi sofið illa í nótt, vitandi af Icesave frumvarpinu á eldhússborðinu á Bessastöðum.


mbl.is Á ekki að spyrja svona vitleysislegra spurninga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Bara að Forsetafrúin hendi henni nú ekki í ruslið!!! En þar væri hún auðvitað best geymd

Eyjólfur G Svavarsson, 17.2.2011 kl. 16:43

2 Smámynd: Björn Birgisson

Þorgerði Katrínu?

Björn Birgisson, 17.2.2011 kl. 16:54

3 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Að fenginni reynslu var spurningin eðlileg.

Varðandi fyrirsögnina þína -  réttara hefði verið - Illa kerlingin.

Ólafur Ingi Hrólfsson, 17.2.2011 kl. 20:03

4 Smámynd: Björn Birgisson

Ólafur Ingi, fyrirsögnin mín var ágæt. Áttu kannski við kúlulánadrottninguna fallegu með þinni tillögu?

Björn Birgisson, 17.2.2011 kl. 20:06

5 Smámynd: Eggert Guðmundsson

Björn.

Ég held að Jóhanna sé illa sofin frá því að hún tók við embætti sem verkstjóri ríkisstjónarinnar eða jafnvel fyrr.

Eggert Guðmundsson, 17.2.2011 kl. 22:24

6 Smámynd: Björn Birgisson

Eggert, ekki hefði ég viljað vera í hennar sporum. Sérhver einstaklingur á rétt á góðri hvíld. Jóhanna er einstök manneskja. Ég vil henni vel, rétt eins og hún vill þjóð sinni vel.

Björn Birgisson, 17.2.2011 kl. 22:55

7 Smámynd: Eggert Guðmundsson

Það er satt, Björn. Ég tel að allir vilji vel sem eru að starfa. Ég tel það vera vinargreiða að benda á ágallana og biðja hana um að fara í hvíld frá "þrasinu".

Eggert Guðmundsson, 17.2.2011 kl. 23:12

8 identicon

Það er sama hversu velviljaðir menn eru, ef þeir eru heimskir, leiðitamir, heilaþvegnir, hvað þá ef þeir láta stjórnast af egói sínu eða þrá eftir viðurkenningu annarra manna, þó ekki sé nema að litlu leyti, þá enda þeir á því að gera meiri skaða en jafnvel illmenni, fái þeir í hendurnar embætti sem fylgir vald. Valdið á aldrei að vera hjá illaupplýstum aðilum með slæma dómgreind. Þeir verða ævinlega bara strengjabrúður fyrir ill öfl sem stjórna í laumi án þess vanvitarnir "velviljuðu" verði þess nokkurn tíman vanir. Það sem á að einkenna valdsmann er góð greind og góð dómgreind, sjálfstæði í hugsun og tilfinningalífi, maður óháður öðru fólki og því ekki hægt að sveigja vilja hans með lofi eða lasti, skjalli eða háði, sem stjórnast aðeins af eigin samvisku og viti. Við höfum aðeins einn mann sem mögulega kemst nálægt þessu á valdastóli í dag.

Abraham (IP-tala skráð) 18.2.2011 kl. 17:59

9 identicon

PS: Er ég þá að tala um veigamikið, raunverulegt vald. Ef óbreyttir þingmenn eru teknir með hafa alls sjö þingmenn íslensku þjóðarinnar sýnt einhver ofargreind einkenni, ekki fleiri, einstaklingar í öllum flokkum nema Samfylkingunni, en furðujöfn dreifing á hina flokkana.

Abraham (IP-tala skráð) 18.2.2011 kl. 18:01

10 identicon

Og til að taka af allan vafa um hvað ég meina, þá er ég að segja að með sjö þingmönnum og einum alvöru valdsmanni á landsvísu meðtöldum, eigum við íslenska þjóðin alls átta einstaklinga á landsvísu sem nálgast það að hafa náð vitsmunalegum og andlegum þroska sem hæfir manneskju í þeirra stöðu.

Við þurfum greinilega að breyta stjónkerfinu. Alls konar fólk af óæskilegu þroskastigi sleppur í gegnum flokkakerfið, þökk sé drottnunargirni einstaklinga innan flokkanna, og sem stíra bak við tjöldin, sem finnst best að fá sem mest af leiðitömu og dómgreindarlausu fólki sem "flækist ekki fyrir"...Það er nauðsynlegt að taka upp persónukjör fyrst og fremst af þessari ástæðu. Þjóðin hefur engra annarlegra hagsmuna að gæta sem valda því henni finnist æskilegt að hlýðnir "meinleysislegir" sauðir fari með völd. Það gæti hentað frekur flokksformanni og fjárhagslegum stuðningsmönnum hans, en það eru ekki hagsmunir þjóðarinnar slíkur einstaklingur fari með völd.

Abraham (IP-tala skráð) 18.2.2011 kl. 18:10

11 Smámynd: Björn Birgisson

Abraham, takk fyrir þetta. Komdu þá með nöfnin maður!

Björn Birgisson, 18.2.2011 kl. 18:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband