Femínistafélag Íslands hefur tjáð sig. "Félagið telur hættulegt að ganga út frá því að barneignir séu álitin sjálfsögð réttindi og að litið sé á konur, og æxlunarfæri þeirra, sem verkfæri í þeim tilgangi að tryggja öðrum þessi réttindi."
Afstaða sem ber að virða.
Hins vegar veit hvert mannsbarn þessarar veraldar að leggöng kvenna eru fjölförnustu göng í veröldinni og vegatollar eru þá oft greiddir með glöðu geði. Það er allt önnur saga. Saga viðskipta frá aldaöðli. Sæla einnar mannveru verður að lífeyri í skjóðu annarar.
Eitt er nú að staldra við í dimmum saggafullum göngum í fimm mínútur, annað að semja til níu mánaða um eitthvað sem enginn veit hvað verður og hvað út kemur að loknum samningi.
Ég stend með femínistum, vændiskonum og hórkörlum.
Ekki með staðgöngumæðrum.
Leggst gegn staðgöngumæðrun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Björn Birgisson
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Við lítum þannig á að aldrei eigi að líta á aðra manneskju eingöngu sem tæki. Sérhver manneskja er fyrst og fremst markmið. Ef stæðgöngumæðrun verður lögleidd eru staðgöngumæður gerðar að tæki.Ekki er litið á þær sem manneskjur af holdi og blóði. Með tilfinningar. Ættleiðingar á að auðvelda.
Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 18.2.2011 kl. 22:41
Er það ekki Feministafélagið sem vill að hver kona ráði yfir líkama sínum? Eða er það bara til að fara í fóstureyðingu?
ASE (IP-tala skráð) 18.2.2011 kl. 23:42
Meðgöngumæðrun er miklu betra orð. Ég er hlynnt henni, svo framarlega að henni fylgi ítarleg löggjöf um ferlið, þannig að enginn komi sár út úr þeim viðskiptum. Gleymið ekki öllum þeim sem þrá að eignast barn.
Þetta er ekkert mál til að fíflast með að mínu viti.
Bergljót Gunnarsdóttir, 19.2.2011 kl. 00:12
,,Hins vegar veit hvert mannsbarn þessarar veraldar að leggöng kvenna eru fjölförnustu göng í veröldinni og vegatollar eru þá oft greiddir með glöðu geði."
Veistu sumum er þetta nauð ?
Ekki veit ég hvernig þú komst í heiminn ?
En það eru margir sem þurfa hjálp við það sem sumum finnst eðlilegt !
Eru allir heilir á þínu heimili ?
JR (IP-tala skráð) 19.2.2011 kl. 00:16
Það er Birni eiginlegt að leika sér með orð, og ég tel fáa honum fremri í þeirri list, víst þræddi hann hárfína línu með þessum orðum sínum og vissulega var þetta meinfyndið og snjallt en vafalaust margir þarna úti sem óskapast út í orð hans.
En þetta er bara hárrétt hjá honum, ég er svo innilega sammála, (tek sénsin) Birni hvað þetta varðar, það verður að segja hlutina eins og þeir eru.
Guðmundur Júlíusson, 19.2.2011 kl. 00:27
Er kominn í hús og þakka kærlega fyrir innlitin öll.
Björn Birgisson, 19.2.2011 kl. 02:09
Nú varstu ekki húsum hæfur, og ert komin í náðina?
Guðmundur Júlíusson, 19.2.2011 kl. 02:16
Guðmundur minn, ég er aldrei húsum hæfur, hélt að þú vissir það!
Björn Birgisson, 19.2.2011 kl. 02:37
Femínistafélagið er félagsskapur sem verður æ undarlegra eftir því sem það sýnir betur sitt rétta andlit. Héldu ekki allir að réttindi kvenna og ráðstöfunarréttur þeirra á eigin líkama væru megin markmið femínista?
Af yfirlýsingu þeirra um staðgöngumæðrun, er loks fyllilega ljóst að það eru ekki réttindi kvenna sem þau berjast fyrir. Alfriðun á kynfærum kvenna er nær lagi. Ef réttindi kvenna eru í veginum að því marki, þá verða réttindi kvenna að víkja. Í yfirlýsingu þessara skapasamtaka Íslands segir m.a.:
Mæður, systur, vinkonur eða aðrar góðhjartaðar og velmeinandi konur mega ekki, ekki einu sinni af fúsum og frjálsum vilja, ganga með börn fyrir dætur sínar, systur sínar, vinkonur eða aðrar góðar konur, sem ekki geta átt börn einhverra hluta vegna.
Öllum þykir sjálfsagt, líka femínistum, að konur geti farið í allskonar hreinræktaðar hégómaaðgerðir til fegrunar á líkama sínum, bæti það líðan og líf viðkomandi kvenna. Yfirráðum og ráðstöfunarrétti kvenna yfir eigin líkama líkur hinsvegar þegar að skapahárunum kemur, þar tekur við alræði Femín(nas)istafélagsins.
Ekkert er sjálfsagðara en að styðja við réttindi kvenna, þar sem á hallar, en að leggja lag sitt við þessa femín(nas)ista, sem hugsa í pussum, er annað mál.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 19.2.2011 kl. 12:22
Makalaus snjall bloggtitill hjá þér gamli.
Ég er með skrif á síðu minni í dag um fulla staðgöngumæðrun: "Staðgöngumæðrun á Íslandi, hver verður þróunin?" Vil fá komment.
Hér er síðan.
http://gp.blog.is/blog/gp/
Guðmundur Pálsson, 19.2.2011 kl. 13:00
Þetta feministarugl tekur engu tali, og ég erbara alveg steinhissa á þér Björn að vera sammála þeim.
Að öðru leyti finnst mér þetta karla hálfklám óttalega leiðinlegt, þó ég viðurkenni að fyrirsögnin er stórsnjöll, og bráðfyndin þó ekki eigi hún við málefnið sem þú skrifar út frá. Er hún þín hugarsmíð?
Bergljót Gunnarsdóttir, 19.2.2011 kl. 13:36
Bergljót, það var einhver hálfkæringspúki í mér þegar ég setti þennan pistil saman. Ég verð víst að gangast við því að vera höfundur fyrirsagnarinnar.
Björn Birgisson, 19.2.2011 kl. 13:50
Til hamingju með hana!
Bergljót Gunnarsdóttir, 19.2.2011 kl. 13:59
Hamingju? Takk!
Björn Birgisson, 19.2.2011 kl. 15:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.