20.2.2011 | 20:26
Viljinn til að standa sem best að eigin egóflippi og viljinn til að komast í fjölmiðla heimsins er öllu yfirsterkari
Ákvörðun forsetans sem slík er staðreynd svo það hefur ekkert upp á sig að spá í hana of mikið. Nú liggur ábyrgðin á þessu máli hjá þjóðinni í þjóðaratkvæðagreiðslu," segir Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.
Ábyrgðin liggur hjá þjóðinni! Það var ekkert annað.
Fræg voru ummæli um fortíðinni, þess eðlis að almenningur væri ekkert annað en hóra sem alltaf legðist undir þann sterkasta.
Þjóðin mun aldrei samþykkja þennan Icesave samning. Ólafur Ragnar veit það.
Nú finnst þjóðinni Ólafur Ragnar vera sá sterkasti og leggst þar af leiðandi undir hann.
Hver er Ólafur Ragnar Grímsson?
Hann er ekkert annað en rekald vinstri aflanna sem skiluðu honum í embætti, rammvilltur á því pólitíska hafsvæði sem hann haslaði sér völl á. Hann hefur gjörsamlega misst sjónar á öllu því sem hann boðaði á þingmannsárum sínum. Hvernig hefði hann á sínum tíma tekið því að forseti landsins gengi gegn vilja 70% þingmanna? Ekki vel. Pottþétt.
Ólafur Ragnar segist standa með þjóð sinni. Þvílíkt lýðskrumara bull.
Hvað halda menn að margir sérfræðingar úr hópi okkar besta fólks, úr öllum flokkum, auk erlendra sérfræðinga, hafi komið að þessum samningi um lausn Icesave? Tugir ef ekki hundruðir manna.
Svo kemur bara ein rammvillt klappstýra, áður bankamanna, nú íhaldsins í þessu landi, og þykist vita allt betur en annað fólk.
Vel má vera að Ólafur Ragnar hafi vilja til að standa með þjóð sinni.
Þann ásetning mun hins vegar alltaf kaffæra annar vilji.
Viljinn til að standa sem best að eigin egóflippi og viljinn til að komast í fjölmiðla heimsins.
Egóflippið mun alltaf hafa forgang hjá þessum manni.
Ábyrgðin liggur hjá þjóðinni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Björn Birgisson
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Einn gestur hér á síðu þinni, Björn, benti á að við getum þurft að borga 8 sinnum meira ef við töpum dómsmáli. Það er einfaldlega mjög líklegt að við töpum, enda hefur dómurinn þegar gefið út álit á þann veg.
Doddi (IP-tala skráð) 20.2.2011 kl. 20:42
Sveinn, nú er mér tregt tungu að hræra. Ég er foxillur. Þá er kannski best að anda djúpt og stilla sig á takkaborðinu.
Björn Birgisson, 20.2.2011 kl. 20:50
Það er athyglisvert að ómerkileg undirskriftasöfnun skuli duga til að afnema lög. En þjóðaratkvæðagreiðsla dugar ekki til að halda stjórnlagaþing, af því að kjörklefarnir voru ekki nógu öflugir. Það er lítið samræmi í hlutunum.
Doddi (IP-tala skráð) 20.2.2011 kl. 20:55
Björn, ég sé að þú hefur svipað álit á persónunni Ólafi Ragnari og ég hef haft í gegnum tíðina.
Mitt álit hefur verið það, að Ólafur Ragnar Grímsson hafi aldrei haft neinar hugsjónir í lífinu aðrar en Ólaf Ragnar Grímsson. Hann hefur alltaf fyrst og fremst hugsað um sinn eigin hag og þjóðin hefur aldrei skipt hann nokkru máli.
Í þessu tilfelli snýst öll hans hugsun um það, hvernig hans verði minnst í sögunni sem forseta og þá stendur ekkert í vegi fyrir honum í túlkunum á stjórnarskránni og að sýna fram á að hann sé í raun valdameiri en löggjafarþingið og ríkisstjórnin.
Axel Jóhann Axelsson, 20.2.2011 kl. 21:03
Axel Jóhann Axelsson, ertu ekki með þessu innleggi í stórhættu að fá á þig fordæmingu flokksbræðra þinna og systra?
Björn Birgisson, 20.2.2011 kl. 21:12
Ólafur Ragnar er oft óttalegt ego-skoffín, ég held að það sé alveg rétt hjá þér.
Hann hefur greinilega sett sér tvö markmið og eru þau annars vegar að viðhalda eigin völdum og standa vörð um lýðræðið í landinu. Stendur sig vel í báðum þessum hlutum.
Menn hafa mismikið álit á honum sem persónu og það er bara eðlilegt. Ég er guðslifandi feginn að forsendi landsins hlusti allavega á vilja þjóðarinnar. Forseti sem vanrækir hlutskipti sitt við að vernda þjóðina fyrir gjörspilltum fjórflokknum og stuðlar frekar að trárækt og verndum íslenskrar tungu er álíka óþarfur og fjórflokkurinn.
LIFI LÝÐRÆÐIÐ!
Með kveðju úr Bítlabænum,
Gunnar Björn.
Gunnar Björn Björnsson (IP-tala skráð) 21.2.2011 kl. 14:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.