Er þá ekki best að forsetinn ljúki málinu og taki algjörlega afleiðingum gjörða sinna?

„Við ákváðum að hringja í fleiri en aðstandendur söfnunarinnar gerðu," sagði Ólafur Ragnar. „Við náðum í þorrann af þeim sem við reyndum að ná í og 99% af þeim, sem við náðum í, játuðu því að hafa sett nafnið sitt á þessa lista," sagði Ólafur Ragnar.

Hvað hringdi forsetaembættið í marga? 10, 50, 100? Kannski 150? Varla miklu fleiri.

Það skiptir engu máli nú. Gert er gert og verður ekki aftur tekið.

Annað.

Í mínum huga er ljóst að þjóðin fellir nýja Icesave frumvarpið. Málið er einfaldlega þannig vaxið. Það er vont fyrir alla. Í raun vill enginn borga þetta og þeir sem nú fagna því að forsetinn hafi breytt málinu í rússneska rúllettu fyrir dómstólum verða þá að taka afleiðingunum, rétt eins og hinir sem nú vildu semja.

Vonandi verða þær afleiðingar ekki slæmar. Enginn veit þó með nokkurri vissu um það nú.

Jæja, þjóðin fellir málið og þá fer það fyrir dómstóla. Ekki verður samið að nýju.

Hver ætlar þá að skipa verjendur eða sækjendur fyrir hönd okkar Íslendinga?

Ríkisstjórnin, sem var gerð afturreka með málið sitt og meirihluta þingmanna Sjálfstæðisflokksins? Um 70% þingheims. Varla er það við hæfi.

Kannski Ólafur Ragnar Grímsson skipi okkar verjendur og sækjendur? Eða ætlar hann bara að standa glottandi á hliðarlínunni ánægður með alla fjölmiðlaathyglina?

Hefur hann ekki tekið sér alræðisvald í þessu máli?

Er þá ekki best að hann ljúki því og taki algjörlega afleiðingum gjörða sinna?


mbl.is Forsetaembættið sannreyndi undirskriftir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Pétur Harðarson

Ég er nú bara það bjartsýnn, Björn, að ég vona að það verði komin 70% endurnýjun á alþingi áður en kemur að ráðningu verjenda. Ég vona líka að endurnýjuninn verði að mestu leyti frá nýjum stjórnmálaöflum sem hafa ferska sýn á framtíðina og eru ekki að láta persónuleg mál úr fortíðinni draga sig niður.

Pétur Harðarson, 20.2.2011 kl. 18:43

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Forsetinn sagði að forsetaembættið hefði hringt í  fleiri en í (gervi) könnun fulltrúa aðstandenda kosningarinnar, sem hringdu í 100 en náðu í 69.

Við höfum stjórnarskrá og þótt hugur margra standi til að gera á henni breytingar þá er hún í fullu gildi 24 tíma á dag, sjö daga vikunnar og 365 daga ársins en ekki bara þegar það hentar eftir tilefni og aðstæðum.

Ég studdi rétt forsetans til að hafna fjölmiðlafrumvarpinu, ég studdi því líka rétt forsetans til að hafna Icesave í fyrra og ég styð enn rétt hans núna samkvæmt 26. gr. stjórnarskrár enda hefur þeirri grein ekki verið breytt á tímabilinu. Aukinn meirihluti á Alþingi hefur ekkert að segja því engar takmarkanir eru lagðar á vald forsetans í 26. greininni til synjunar, hvort sem málið er naumlega samþykkt á Alþingi eða með fullu húsi. Öll gagnrýni á forsetann vegna svokallaðs aukins meirihluta á málinu er bölvað bull. Mé þykir helvíti hart að heyra hana Jóhönnu mína falla í þann fúla pytt. 

Ætla hefði mátt að virkjun Ólafs á 26. greininni upphaflega, hefði kallað á vandaðri vinnubrögð Alþingis, en merkilegt nokk það hefur framkvæmt hið gagnstæða og  Davíð smurði sín fúkyrði og fýlu þykkt í garð forsetans, svo hefur haldist síðan, þótt þeir sem þá glöddust standi núna við stýrið.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 20.2.2011 kl. 19:07

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Æ þvílík vonbrigði og bríxl, reynið að skilja að þjóðin er sátt við ákvörðun forsetans, það er hægt að sjá það allstaðar í kring um ykkur takið leppana frá augunum eða er það of sárt?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 20.2.2011 kl. 19:33

4 Smámynd: Björn Birgisson

Ásthildur, mér vitanlega er hér enginn með lepp fyrir auga. Þú ert kannski að tala um nýorðið ástarsamband íhaldsins við Ólaf Ragnar. Einhverjir leppar féllu þar, þó ekki allir.

Björn Birgisson, 20.2.2011 kl. 19:39

5 Smámynd: Björn Birgisson

Pétur Harðarson, bjartsýni er kostur, sem oft reynist byggður á of mikilli óskhyggju. Það gildir um þitt innlegg hér að ofan. Verði kosið fljótlega munu stóru flokkarnir fjórir fara úr 60 þingsætum í 45-50. Annað mun ekki gerast. Sannaðu til. 

Björn Birgisson, 20.2.2011 kl. 19:52

6 Smámynd: Björn Birgisson

Axel Jóhann, þakka þér þitt ágæta innlit. Málefnalegur að vanda. Við þurfum ekkert að vera sammála um öll mál og látum ekki lítilræði skyggja á sólskinið!

Björn Birgisson, 20.2.2011 kl. 19:55

7 identicon

Sæll Björn.

Veistu hvar þetta mál verður sótt/varið? Það hefur farið sorglega lítið fyrir staðreyndum í þessu máli öllu saman í fjölmiðlum sem sýnir að. Það sem mestu máli skiptir er að þó þessi samningur sé betri en hinn breytir það ekki eðli hans: Það var ekki ríkistrygging á innistæðutryggingasjóðum. Ef Bretar og Hollendingar ætla í mál á að sækja það mál fyrir héraðsdómi Reykjavíkur. Málið er bara að Bretar og Hollendingar vita sennilega mun betur en stjórnmálaelíta okkar að þeir eru með tapað mál í höndunum vegna þess að þær reglur sem um þetta gilda eru skýrar.

Hvers vegna vill Steingrímur að við borgum? Skilur maðurinn ekki að lán þarf að borga til baka með vöxtum? Er þetta ekki 2007 hugsunarháttur? Það fé sem við greiðum Bretum og Hollendingum vegna þessarar vitleysu Steingríms og fleiri fer augljóslega hvorki í mennta- eða heilbrigðiskerfið svo dæmi sé tekið. Í ár borgum við 74 milljarða í vexti og afborganir og þeim sem styðja Icesave finnst allt í lagi og við borgum enn meira?! Málið snýst um það hvort fólki finnst í lagi að lífskjör í landinu verði bág næstu árin og áratugina vegna ólögvarðra krafna Breta og Hollendinga (þessar þjóðir stofnuðu til ákveðinna útgjalda sem koma okkur ekkert við). Hvernig stendur á því að þingmenn virðast ekki hafa í huga það sem Ólafur Margeirsson (á pressan.is) hefur bent á um líklegt þjóðargjaldþrot okkar?

Höfum í huga að tilskipanir ESB segja beinlínis að ekki sé ríkistrygging á innistæðutryggingasjóðnum. Ef svo væri hefði ESB ekki breytt tilskipunum nýlega þannig að nú á að vera ríkistrygging á innistæðutryggingastjóðnum. Alan Lipietz, sem er höfundur þessa regluverks, sagði í Silfri Egils í fyrra að við ættum ekki að borga skv. þessum reglum. Fyrir því eru rík samkeppnissjónarmið að ekki sé ríkisábyrgð á innistæðutryggingasjóðnum og út í þau fer ég ekki hér þannig að þessi breyting ESB er röng.  Sigurður Líndal sagði í fyrra að Alþingi hefði ekki heimild til að samþykkja svona óljósa heimild um útgjöld úr ríkissjóði. Gilda þau rök ekki enn um þennan samning? Eru 50-250 milljarðar ekki óljós upphæð? Skiptir það einstakling ekki gífurlega miklu máli hvort hann þarf að greiða 50 þúsund kr. eða 250 þúsund krónu reikning?

Þó svo þessi samningur sé hagstæðari en sá fyrri breytir það engu um að hér er um að ræða kröfur sem engin lagabókstafur styður. Það er kjarni málsins. Upphæðin breytir engu um það. Svo skulum við heldur ekki gleyma því að skv. ESB reglum eiga Bretar og Hollendingar að stefna íslenska ríkinu fyrir íslenskan dómstól. Íslenskir dómarar munu án efa sjá þegar þeim er bent á það sem að ofan er nefnt að þessar kröfur eru með öllu löglausar.

Hvernig stendur annars á því að þorri stjórnmálamanna er svona ósammála almenningi? Hvers vegna ganga þeir erinda erlendra þjóða en ekki sinna þegna? Hvers vegna finnst þeim í lagi að lífskjör almennings verði verri vegna Icesave en þau gætu verið án Icesave? Hvers vegna standa þeir ekki fast á lögvörðum rétti okkar? Hvers vegna vilja þeir ekki að lífskjör Íslendinga verði eins góð og hugsanlegt er? Hvers vegna skoða þeir ekki eigin málflutning þegar í ljós hefur komið að allt sem þeir sögðu í fyrra til að hræða fólk til að samþykkja samninginn hefur ekki ræst? Kúba norðursins? Af hverju ættum við að trúa einu orði sem frá þessum mönnum kemur nú? Hvernig stendur á því að "ískalt hagsmunamat" sumra er svona rangt? Hvernig stendur á því að þingmenn virðast ekki þekkja vel til staðreynda þessa máls? Ekki verður séð að þeir almennt séð viti það sem að ofan var rakið.

Svo dugar ekki að vísa í skoðanir Lárusar Blöndal eða Buchheit, þeir geta ekki dæmt um eigin verk. Gefur það ekki augualeið? Annars hvet ég alla til að lesa afar fróðlega pistla Jóns Helga Egilssonar á pressunni, þeir eru skýrir og greinilegt að Jón kann að hugsa rökrétt öfugt við Steingrím skatt, Bjarna ískalda og Jóhönnu stjórnlagaþing.

Helgi (IP-tala skráð) 20.2.2011 kl. 20:06

8 Smámynd: Pétur Harðarson

Björn Birgisson, 20.2.2011 kl. 19:52

Það er sjálfsagt rétt hjá þér Björn en ég ætla samt að halda í bjartsýnina. Hitt er líka að þó að stóru flokkarnir nái sér í stærri bita þá er að minnsta kosti hægt að vonast til þess að þeir hreinsi skítinn úr röðum sínum fyrir kosningar.

Pétur Harðarson, 20.2.2011 kl. 20:36

9 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Stákar" Forsetinn vísaði þessu til okkar, svo við verðum að leysa málið. Það er ekki flóknara!Svo verðum við bara að vera rólegir og sjá hvað kúgararnir gera. Það er ekkert sjálfgefið að þeyr fari í mál við okkur! Og ef þeyr gera það ekki, þá erum við nú í góðum málum!!!

Eyjólfur G Svavarsson, 20.2.2011 kl. 20:55

10 Smámynd: Björn Birgisson

Helgi, ég hef mínar hugmyndir um fyrstu spurningu þína, en kýs að svara henni ekki hér. Geri fastlega ráð fyrir að þau mál skýrist betur á næstu dögum. Þakka þér kærlega innlitið og þínar vangaveltur.

Björn Birgisson, 20.2.2011 kl. 21:07

11 identicon

Helgi: Málið hlýtur að vera sótt í Bretlandi og Hollandi. Eða voru þetta íslenskir bankar með varnarþing á Íslandi? Voru þetta þá ekki íslenskir reikningar, eða voru þetta útlenskir reikningar? Hvaða lög giltu fyrir Icesave reikningana? Bresk og hollensk lög eða íslensk? Er alveg ruglaður í þessu.

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 20.2.2011 kl. 21:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband