Ekkert dómsmál vegna Icesave?

"Ragnar sagði, að ef endanleg niðurstaða dómstóla yrði sú að Íslendingar hafi á einhvern hátt vanrækt skyldur sínar gagnvart innlánstryggingasjóði, yrði það mikill skellur og ekki væri ráðlagt að taka þá áhættu."

Margir hlusta þegar Ragnar H. Hall lögmaður talar. Hann er að tala um mismunina á milli landa.

En er það 100% öruggt að málið fari fyrir dómstóla ef þjóðin segir nei í þjóðaratkvæðagreiðslunni? Oft hefur því verið haldið fram að engin þessara þriggja þjóða vilji að málið endi á borðum dómaranna.

Er það fræðilegur möguleiki að hinir erlendu vinir okkar segi sem svo, ef þjóðin fellir Icesave frumvarpið öðru sinni:

Æi, eigið ykkur bara Íslendingar, við nennum þessu ekki lengur, þetta var hvort sem er ekkert annað en skiptimynt í hagkerfinu okkar! Ljótu þrákálfarnir þessir Íslendingar!

Segi nú bara svona! Cool


mbl.is Hlynntur núverandi samningi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján Hilmarsson

Meðan ekki liggja fyrir meiri né betri staðreyndir en raunin er, þá eru allar getgátur jafngildar, þín Björn og þessvegna Ragnars Hall líka þó hans sé öllu "loðnari" en þín, ég hallast að þinni, vegna þess að B/H hafa ekki einu sinni hótað dómstólum af alvöru, þrjósku og þrákelkni Íslendinga þekkja Bretar frá fyrri deilum, landhelgisdeilan auðvitað eftirminnilegust, stirt var milli þjóðanna um tíma, en jafnaðist eftir nokkra stund.

En tilbaka til staðreynda, nú reynir á þá sem styðja samninginn að sannfæra fólk um "ágæti" hans, andstæðingarnir (þar á meðal undirritaður) hafa sitt á hreinu á meðan rökin eru ekki betri en það sem hingað til hefur verið borið á borð, las t.d. haft eftir ASÍ Gylfa í mogganum í dag, "að dómstólaleiðin væri þyrnum stráð" skáldlegt jú, en gáfulegt eða fræðandi ? nei !, en flest okkar hlustum á góð og haldbær rök í stað þess að láta sér nægja "afþvíbara" svo næstu vikur munu væntanlega verða athyglisverðar á margann hátt.

MBKV

KH 

Kristján Hilmarsson, 21.2.2011 kl. 18:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband