Bloggvinátta

Í tilefni af væntanlegri vorkomu ætla ég að brjóta odd af mínu meinta oflæti. Ég býð til bloggvináttu. Öllum þeim sem komið hafa til Grænlands. Einnig öllum þeim sem styðja Mandela í Suður Afríku og hans frábæra starf þar. Öllu heilbrigðu fólki. Öðrum ekki að sinni.

Á fyrri árum mínum á blogginu átti ég kannski 80-100 bloggvini. Sveik þá alla með uppsögn. Stoltur af því. Gaman að svíkja vini sína, eða þannig! Cool

Gaman að standa einn í þessum ólgusjó. Mjög gaman. Fullt af skemmtilegu fólki, með enn skemmtilegri athugasemdir.

Svo er vorið að koma.

Munið að verpa ekki í annarra hreiður að hætti uglunnar.

Ekki í hreiður Gaddafis, Hugo Chaves og Ólafs Ragnars Grímssonar. Cool


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

HEILL VOR FORSETA VORUM  HERRA  ÓLAFI RAGNARI GRÍMSSYNI   HÚRRA  HÚRRA  HÚRRA  HÚRRA 

                NEI ICESAVE    NEI  E S B  

Númi (IP-tala skráð) 22.2.2011 kl. 10:45

2 Smámynd: Kristján Hilmarsson

Það er Gaukurinn sem verpir í hreiður annarra Björn  en svo eru margir sem skíta eigið hreiður, en það er önnur saga.

Hefði ekkert á móti því að vera bæði blogg og ekta vinur þinn, með skemmtilegri mönnum að etja sig við.

MBKV

KH

Kristján Hilmarsson, 22.2.2011 kl. 15:09

3 Smámynd: Björn Birgisson

"Ættbálkur uglna (Strigiformes) telur um 200 tegundir í 27 ættkvíslum og tveimur ættum. Innan ættbálksins er mikill fjölbreytileiki þegar kemur að stærð, allt frá tegundum á stærð við spörfugla til tegunda á stærð við meðalstóra erni.

Andlit uglna er flatt, augun stór og goggurinn beygður niður líkt og hjá ránfuglum. Fæturnir eru sterkbyggðir, oft fiðraðir, og á þeim eru stórar klær. Venjulega gera uglur sér ekki hreiður heldur verpa í hreiður annarra fugla eða í holur, en einhverjar undantekningar eru á því. Eggjafjöldi er breytilegur eftir árferði. Uglur verpa mörgum eggjum þegar næg fæða er í boði en ef mikill fæðuskortur er þá sleppa þær varpi það árið.

Uglur eru vel aðlagaðar veiðum að næturlagi. Þær geta flogið nær hljóðlaust og hafa mjög góða sjón og heyrn. Í sjónhimnu uglna er mun hærra hlutfall stafa en hjá öðrum fuglum. Það auðveldar þeim veiðar í lítilli birtu. Uglur geta líka notað heyrnina til að staðsetja bráð."

Björn Birgisson, 22.2.2011 kl. 15:28

4 Smámynd: Björn Birgisson

Kristján, ég var búinn að pikka inn svar til þín en hef einhvern veginn klúðrað að staðfesta það. Bið þig afsökunar á því. Það var einhvern veginn svona: Ég þakka þér góð orð í minn garð, ekki veitir af í orrahríðinni. Gerðu þær ráðstafanir í tölvunni sem þú kýst gagnvart mér. Þér verður alltaf vel tekið. Þakka þér jákvæðnina.

Björn Birgisson, 22.2.2011 kl. 22:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 602478

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband