23.2.2011 | 00:01
Icesave frumvarp ríkisstjórnarinnar og Bjarna Benediktssonar verður samþykkt samkvæmt nýrri könnun
Nú hefur könnunin mín staðið yfir í rétt rúman sólarhring. Ef eitthvað er að marka niðurstöðuna er morgunljóst að stefnir í gríðarlega spennandi kosningar um Icesave frumvarp ríkisstjórnarinnar og hluta Sjálfstæðisflokksins, undir forustu formannsins unga og óreynda, Bjarna Benediktssonar.
Ég túlka niðurstöðuna þannig að Sjálfstæðismenn um allt land muni ráða þessu máli. Vilji stjórnarflokkanna er skýr að mestu, en það verða atkvæði Sjálfstæðismanna sem munu ráða úrslitum. Þeirra mun því ábyrgðin vera þegar upp verður staðið. Eðlilega.
Spurt var:
Ætlar þú að samþykkja Icesave frumvarpið í þjóðaratkvæðagreiðslunni sem framundan er?
Um bloggið
Björn Birgisson
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég gat ekki kosið klukkan tvö í dag.
marat (IP-tala skráð) 23.2.2011 kl. 00:41
Því ekki, marat?
Björn Birgisson, 23.2.2011 kl. 00:44
Ég kaus á minni tölvu kl c.a 10 í gærköldi og konan kaus á fartölvunni sinni um svipað leyti. Engin vandamál að kjósa.
Moppinn (IP-tala skráð) 23.2.2011 kl. 06:28
Ég vissi ekkert af þessu, hér er mitt mótatkvæði!
Áttu í alvöru bara einn bloggvin – hann Snjólf?!
Vona að þú sért hress og kátur, svo breytist það væntanlega í apríl!
Annars hef ég ekkert á móti þér, Björn minn.
Ég var í langvinnri, þrálátri tölvubilun – nú líður henni betur. Vona bara að ég lendi ekki í einhverju eilífu snakki út af þessari einu saklausu aths.!
Jón Valur Jensson, 23.2.2011 kl. 06:29
Og lestu nú vel Krist.bloggið: HÉR færðu sjokk!
Jón Valur Jensson, 23.2.2011 kl. 06:31
Var Guðsmaðurinn að bjóða þér bloggvináttu Björn, eða var hann bara að hæðast að þér á sinn einstaka kristilega hátt?
Axel Jóhann Hallgrímsson, 23.2.2011 kl. 07:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.