25.2.2011 | 21:48
Nú kraumar í mauraþúfu íhaldsins og forsetans
"Um helmingur þjóðarinnar vill að Ólafur Ragnar Grímsson gefi kost á sér í forsetakosningum á næsta ári." segir mbl.is
Stöð tvö og Fréttablaðið gerðu könnunina í gær og í fyrradag.
Sömu aðilar og gerðu könnunina sem sagði að 61% þjóðarinnar styddi Icesave frumvarp ríkisstjórnarinnar og hins unga formanns Sjálfstæðisflokksins.
Margir hægri sinnaðir skrifarar sögðu þá könnun falsaða, pantaða og að niðurstöðum hefði verið hagrætt. Hikuðu ekki við að leggja nafn sitt á vogarskál meiðyrðalöggjafar landsins. Slíkt er hatrið og heiftin. Heimskan mundi einhver segja.
Hvað hafa þessir sömu aðilar um þessa könnun að segja? Ekkert ennþá. Alla vega mjög fátt. Af hverju skrifa þeir ekkert þessari fyrirmynd sinni í lífinu til framdráttar og stuðnings?
Er það kannski af því að þeir eru ekki heilir í stuðningi sínum við fyrrum vinstri manninn Ólaf Ragnar Grímsson?
Sem er auðvitað furðulegt, því sauðtryggðin hefur löngum fylgt þessu liði, sem alkunna er.
Allir upplýstir Íslendingar vita að hægri öflin í landinu elska forsetann meira en örendið í eigin brjóstum. Hann er orðinn þeirra forustumaur, sem þeir elta allir í blindri ást, trú og trausti, rétt eins og maura er siður.
Kannski eru þetta bara dæmigerð skyndikynni venjulegrar teygjuástar á Íslandi, sem engu skilar nema flóknum flækjum í framhaldinu.
Ást flækjufótanna. Ást engu að síður.
Ólafur Ragnar Grímsson er umdeildur maður. Hefur margt gott gert og annað miður, eins og gengur.
Hans tími á forsetastólnum er senn liðinn.
Hann á að vera í útlöndum að bjarga heiminum. Hann er fínn í Því. Hann má verða framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna mín vegna. Er það starf nokkuð svo fast í hendi einhvers annars?
Kjósum annan fulltrúa þjóðarinnar á Bessastaði áður en Íslandi verður breytt í einræðisríki að hætti ríkjanna á norðurströnd Afríku, sem nú eygja smá von um lýðræði, en mun ekki hlotnast það.
Aðeins skipti á einræðisherrum.
Vertu blessaður Ólafur Ragnar Grímsson af páfanum í næstu viku, ennfremur af sögninni íslensku sem kveður - og gangi þér allt í haginn.
50% vilja að Ólafur Ragnar bjóði sig fram aftur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Björn Birgisson
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Amen...
hilmar jónsson, 25.2.2011 kl. 21:57
Hilmar, fyrst þarf að fara með bænirnar! Ertu búinn að því?
Björn Birgisson, 25.2.2011 kl. 22:03
Björn minn" veistu ekki hvað amen þíðir??
Eyjólfur G Svavarsson, 25.2.2011 kl. 22:08
Þú varst að því Björn, ég bara tónaði...
hilmar jónsson, 25.2.2011 kl. 22:08
Nei, Eyjólfur minn, það veit ég ekki! Minnir mig alltaf á kúmen, eins og var alltaf í kringlunum! Og er, er það ekki?
Björn Birgisson, 25.2.2011 kl. 22:10
Hilmar, klerkar tóna, trúlausir ræða málin á meðan og leika sér á netinu!
Björn Birgisson, 25.2.2011 kl. 22:12
Höfnun staðfestingar Icesavelaganna var fyrst og fremst til að tryggja sér stuðning til áframhaldandi setu á Bessastöðum.
Ólafur Ragnar hefur ekki áhuga á neinu nema sjálfum sér og hvernig hans verður minnst sem forseta. Hann ætlar að láta minnast sín sem forsetans sem gjörbylti öllum hugmyndum um forsetaembættið og að hafa setið forseta lengst í embætti.
Haldi hann heilsu, mun hann stefna að því að sitja Bessastaði í tuttugu ár.
Axel Jóhann Axelsson, 25.2.2011 kl. 22:47
Ég held að ég fari rétt með að það þýði. Svo skal vera! Jú það passar, ég fékk mér kriglu í dag!!!!
Eyjólfur G Svavarsson, 25.2.2011 kl. 22:50
Á meðan það er pólitísk kreppa þá verðum við að halda Ólafi í þessu embætti. Ég vil sjá hann sitja eitt kjörtímabil til viðbótar.
Geir Jónsson (IP-tala skráð) 25.2.2011 kl. 22:52
Axel Jóhann Axelsson, til tilbreytingar ætla ég að taka undir með þér í innleggi #7.
Björn Birgisson, 25.2.2011 kl. 22:57
Held að Axel sé með ágæta greiningu þarna....
hilmar jónsson, 25.2.2011 kl. 23:12
Ólafur þarf ekki blessunar Páfa, þega hann hefur fengið blessun þjóðarinnar. Ólafur hefur sagt "bless"við Páfa frá því að hann kastaði bleyjunni.
Ég hef gaman að því þegar þú talar um upp lýsta Íslendinga og gerir þeim upp skoðanir.
Ég vil spyrja þig Björn, hvað fynnst þér um þessi 60% sem vilja greiða Ícesave kröfur Breta og Hollendinga? Eru þeir upplýstir einstaklingar eða er sauðtryggðin ráðandi?
Eggert Guðmundsson, 25.2.2011 kl. 23:19
Spurningu er beint til mín af hálfu Eggerts Guðmundssonar:
"Ég vil spyrja þig Björn, hvað finnst þér um þessi 60% sem vilja greiða Ícesave kröfur Breta og Hollendinga? Eru þeir upplýstir einstaklingar eða er sauðtryggðin ráðandi?"
Svar: Þessi 60% vilja Íslandi allt hið besta og hafa vegið og metið kostina og gallana og komist að þessari niðurstöðu.
Það væri mjög gott að geta sagt bæði JÁ og NEI, en það er víst ekki í boði.
Björn Birgisson, 26.2.2011 kl. 00:12
Sem sagt, Björn, telur þú þessi 60% vel upplýst um málið (já) og þau falli undir sauðtryggð (nei) . Eða viltu hafa já og nei í báðum tilfellum, ef það væri í boði.
Eggert Guðmundsson, 26.2.2011 kl. 00:28
Leið Pútíns. Hver var hún.
Ólafur þekkir hana og spáir í stöðuna.
Hann getur ekki setið lengur á friðarstóli. Er bara sprunginn.
Jón Óskarsson (IP-tala skráð) 26.2.2011 kl. 00:32
Það verður sett áskorun til Forseta Íslands um að vera eitt kjörtímabil í viðbót. Það kemur engin annar til greina. Og svo þarf að kjósa lítin hóp sem hefur engan annan starfa enn að kenna Stjórnarskránna í öllum skólum. Svo fólk geti myndað sér skoðanir á því sjálf í framtíðinnu.
Gaddafi varð t.d. alveg æfur þegar foók heimtaði að fá að hugsa sjálft. Og kjósa í þokkabót um hver ætti að hafa völdin. Hann hélt brjálaðar ræður um hversu miklir týran USA er. Enn hann sagðist alltaf hafa verið góður við fólkið sem var alltaf að misskilja snilli hans. Hann lét drepa fólká færibandi til að vernda fólkið. Svona rosalega góður gæi var hann.
Allt fyrir fólkið.
Týran persónuleikar eiga t.d. það sameiginlegt að ásaka aðra einmitt fyrir það sem þeir eru á bólakafi í sjálfir. Menn sem finnst bara gaman að ráðskast með aðra, tala um lýðræði og meina akkúrat ekkert með því. Svínbeygja alla sem þeir komast í færi við.
Vera króniskt á móti öllu sem virkar vel eins og afskipti forseta á Icesave, og hæla ruglinu í kringum sig þegar þeir konmast í samband við aðra krónískt neikvæða. Gaddafi hafði líka svona stuðningsmenn, sem sögðu já og amen við öllu.
Enda hugsa stuðningsmenn krónískrar neikvæðni og rugls oftast ekkert sjálfir. Það er alltaf einhver annar búin að því fyrir þá...
Óskar Arnórsson, 26.2.2011 kl. 00:41
"Verði svo" = Amen eftir efninu, en Björn hvern myndir þú vilja sjá í embætti forseta Íslands ef ekki Ólaf Ragnar? Jón Ganarr??? eða hinn trúðinn Ástþór? Nei það eru engin kandidatar til þessa embættis á lausu, nema þá Davíð Oddson sem ég held að gefi ekki kost á sér og þó???
Guðmundur Júlíusson, 26.2.2011 kl. 01:02
Guðmundur minn, er þröngsýni þinni engin takmörk sett? Við eigum fullt af ágætu fólki í þetta starf.
Björn Birgisson, 26.2.2011 kl. 14:15
Björn. Komdu með eitt nafn bara sem getur verið forseti á Íslandi. Ágætt ef það er einhver sem býr á landinu og er íslendingur...
Óskar Arnórsson, 26.2.2011 kl. 14:30
Davíð Oddsson? Páll Skúlason. Ragna Árnadóttir. Þórarinn Eldjárn.
Björn Birgisson, 26.2.2011 kl. 14:35
Já, það væri þá helst Davíð Oddson sem gæti þetta að hinum ólöstuðum. Ef Ólafur Ragnar gefur kost á sér þá vita allir skynsamir á Íslandi að hann er besti kosturinn. Það er hann virkilega búin að sanna svo um munar. Hinir skilja það að sjálfsögðu ekki af augljósum ástæðum.
Óskar Arnórsson, 26.2.2011 kl. 18:24
Óskar, þín skoðun. Virði hana.
Björn Birgisson, 26.2.2011 kl. 18:52
Margur heldur mig sig segir orðatiltækið margfræga. Það hvernig við horfum á aðra menn, og þær skoðanir sem við látum í ljós við þá, segja yfirleitt mest um okkur sjálf. Þannig eru maurar gjarnir að áætla ranglega að aðrir menn séu maurar. Og maur er sá sem hefur fyrirsjáanlegar einsleitar skoðanir, sem einkennast af heimskulegri tryggð við ákveðinn hóp, sem fótbolltalið væri, en þannig eru hinir heimskustu meðal Íslendinga, ofstækismenn sem dæma allt heimsku sem hægri, ellegar vinstri maður segir, hverja þá hugmynd slæma sem kemur frá "röngum" stað og svo framvegis. Og þess konar menn eru maurar.
Ég ólst ekki upp á Íslandi, heldur Svíþjóð, fram á unglingsár, þegar foreldrar mínir fluttu loks heim. Ég er því í grunninn jafn mikill Svíi og ég er Íslendingur. Ég kaus alltaf sósíal demókratana og það hékk mynd af Olaf Palme í stofunni heima, enda foreldrar mínir miklir vinstrimenn, annað sócíalisti, sem varð með tímanum sócíal demókrati, hitt kommúnisti, sem mildaðist aðeins og varð sócíalisti, og sama um gildir um báðar ömmur mínar og afa, sannir vinstri menn. Sem eins konar ættleiddur Svíi get ég lofað ykkur upp á æru og trú, og tíu fingur upp til Guðs og allt það, og hendin á Biblíunni, að það er EKKI og ENGAN VEGINN og ALLS EKKI nein vinstri stjórn á Íslandi. Sænskir sócíal demókratar myndu bara hlægja að því að kalla svona stjórn vinstri stjórn, þetta er bara samansafn hræsnara.
Ég eins og margir stuðningsmenn Ólafs er eins langt frá því að falla undir hóp ímyndaðra maura, sem maurar ímyndi sér myndi hans bakland, og hugsast getur. Í minni stofu hanga nú tvær myndir sem mín börn alast upp við. Mynd af Olaf Palme, alveg eins og sú sem hékk og hangir enn í stofunni hjá mömmu og pabba, og mynd af hinum hugdjarfa jafnaðarmanni Ólafi Rangari Grímssyni, manninum sem þorði að standa með lýðræðinu og almenning í landinu sem kaus hann gegn sérhagsmunum billjónera og glæpamanna og leppa þeirra á alþingi sem dirfast að kalla sig jafnaðarmenn!
Sveinn Guðmundsson (IP-tala skráð) 27.2.2011 kl. 04:49
Þvílík hræsni og gerfimennska að þykjast styðja lýðræði og hatast út í hreinustu birtingarmynd þess þjóðaratkvæðagreiðslur. Hvernig heldur þú Afríkulöndin sem þú nefnir hafi komist í þessa aðstöðu? Með að beygja sig og bukta fyrir sömu þjóðum og samskonar og herja á okkur nú, og taka á sig skuldir og borga...og borga..og borga áratugum og öldum saman. Ólafur hefur þegar losað þjóðina við milljarða í viðbót við það sem núverandi tilboð hljóðar upp á, og þá losnuðum við við BARA afþví að Ólafur boðaði til þjóðaratkvæðagreiðslu, sama hvað leið hótunum ríkisstjórnarinnar og hræðsluáróðri sem var ALVEG NÁKVÆMLEGA EINS og gjammið í þeim gamalkunna nú. Þetta fólk hefur ekkert minni, og lærir ekki af reynslunni, frekar en sumir bloggarar.
Anna (IP-tala skráð) 27.2.2011 kl. 04:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.