Bull og þvæla í anda 2007

Í úrvalsdeild karla í körfuknattleik eru 12 lið. Heimilt er að tefla fram 12 leikmönnum í hverjum leik. 12 leikmenn í 12 liðum eru 144 leikmenn. Vitaskuld eru fleiri að æfa. Af þessum 144 eru 32 leikmenn erlendir, eða rúmlega 22%.

Ef erlendu leikmönnunum fjölgaði um fjóra gætu þeir tölulega séð myndað þrjú af þessum tólf liðum!

Vera þessara manna hér kostar auðvitað stórar fjárhæðir. Þetta er komið út í tóma vitleysu og það sama gildir um erlenda leikmenn í öðrum boltagreinum hérlendis.

Hvað er að því að treysta á heimafólkið og sætta sig við þann árangur sem það nær?

Á kannski íþróttahreyfingin hérlendis nóg af peningum?

Held ekki.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Júlíusson

Sammála, það er engin hæfa að halda þessu úti eins og horfurnar eru í dag, þessir leikmennn hversu ágætir sem þeir geta verið eru dragbítur á þá ungu menn sem bíða eftir tækifæri í félögunum!

Björn, ég hélt að þú værir lagstur á koddann góða? 

Guðmundur Júlíusson, 26.2.2011 kl. 02:57

2 identicon

Hvað ætli séu margir íslendingar í liðum erlendis? Gæti trúað að þeir séu fleiri en 32, sérstaklega í handboltanum. Það eru meira að segja íslenskir körfuboltamenn erlendis í atvinnumennsku. Held við ættum ekkert að amast við þessum fjölda. Þegar við erum orðnir nógu góðir, þá hægir á þessu.

Doddi (IP-tala skráð) 26.2.2011 kl. 09:14

3 Smámynd: Björn Birgisson

Sveinn, erlendis skipta áhorfendur oftast þúsundum og aurarnir streyma í kassann. Hér eru þeir kannski 300, jafnvel færrri, fram að úrslitakeppninni. Kaup á leikmönnum eru á engan hátt sambærileg á litla Íslandi og í hinum stóra heimi.

Björn Birgisson, 26.2.2011 kl. 13:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband