26.2.2011 | 17:35
Ögmundur er orðinn hluthafi í Hæstarétti með 11,1% hlut
Þegar Hæstiréttur kvað upp úrskurð sinn sem ógilti kosningar til stjórnlagaþings, þá gagnrýndi ég réttinn harðlega. En ég tók fram að úrskurði hans bæri að hlíta til hins ítrasta," skrifar Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra á bloggi sínu í dag.
Sem innanríkisráðherra er Ögmundur yfirmaður dómsmála í landinu. Sem slíkur gagnrýnir hann Hæstarétt harðlega, að eigin sögn, fyrir heimskudóminn um Stjórnlagaþingið í orði en ekki á borði. Hann þorir því ekki og er þar með alls ekki samkvæmur sjálfum sér.
Skipun Stjórnlagaráðs er í raun aðeins framlenging á gagnrýni Ögmundar og margra annarra á heimskudóminn og gerir stólpagrín að þeim sem kærðu, en einkum þó að Hæstarétti sjálfum.
Algjört stólpagrín og það að verðleikum, enda var dómurinn ekkert annað en hættuleg aðför að lýðræðinu í landinu. Úr hörðustu átt.
Ögmundur er nefnilega orðinn hluthafi í Hæstarétti með 11,1% hlut.
Svo á Sjálfstæðisflokkurinn afganginn, eða 88,9%.
Fulltrúar beggja hluthafanna kváðu upp skrípadóminn.
Ítrekar andstöðu við stjórnlagaráð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Björn Birgisson
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég er ekki mjög hrifinn af Ögmundi, en í þessu máli er ég honum fyllilega sammála.
V, 26.2.2011 kl. 18:41
Liberty, gott hjá þér! Illt væri ef allir væru sammála um alla hluti. Þakka þér innlitið!
Björn Birgisson, 26.2.2011 kl. 18:43
það þarf að endurskoða stjórnarskránna... það er klárt mál.
nýja ísland einhver???
Sleggjan og Hvellurinn, 26.2.2011 kl. 19:38
Nýja Ísland? Það er ekki til, bara gamla útgáfan.
Björn Birgisson, 26.2.2011 kl. 20:00
Og hver er gamla útgáfan? Ég og þú reikna ég með...
Hvaða bull er þetta með nýja stjórnarskrá þegar það er ekki hægt að fara eftir því sem stendur í þeirri sem er í gildi? Er nýtt alltaf betra?
Sindri Karl Sigurðsson, 26.2.2011 kl. 23:23
Stjórnlagaþingið er leikrit ríkisstjórnarinnar. Atli Gíslason hefur sagt, að nefndir Alþingis hafi þegar gert 90%-95% af vinnunni við stjórnarskrárbreytingar allan síðasta áratug (skv. þessu). Hvert verður þá hlutverk stjórnlagaþingsins ef aðeins smotterí er eftir? Er það ekki að láta líta svo út að kjörnir fulltrúar þjóðarinnar standi að baki þessum breytingum, sem þegar er búið að undirbúa af nefndunum sl. tíu ár, en sem þjóðin veit ennþá ekkert um hverjar eru? Það er ekki loku fyrir það skotið, að Atli hafi talað af sér, að hann hafi átt að þaga yfir þessu.
Blekkingar á blekkingar ofan, en við erum ekki fífl. Við látum ekki glepjast.
V, 27.2.2011 kl. 01:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.