Útvarp Saga og sjálfsvirðing stjórnmálamanna

"Eiður Guðnason, fyrrverandi sendiherra, bloggar um það á Eyjunni að stjórnmálamenn með sjálfsvirðingu eigi ekki að vera í viðtölum á Útvarpi Sögu og þá sérstaklega ekki við Arnþrúði Karlsdóttur, Pétur Gunnlaugsson eða Guðmund Franklín Jónsson.

Einhverjir eru eflaust sammála Eiði sem er af mörgum talinn vera heiðursmaður." segir dv.is

Hvað er þetta með þessa útvarpsstöð? Af hverju er svona oft ófriður í kringum hana? Eru þetta bara stormsveipir í vatnsglösum, eða er stöðin jafn nauðaómerkileg og virðast má af umræðunni um hana?

Er þetta ekki bara óþarfa viðkvæmni og pirringur hjá Eiði og fleirum?

Ekkert veit ég um það. Heyrði síðast í Sögu fyrir tilviljun fyrir nokkrum árum í bílnum mínum. Þá var Sigurður G. Tómasson með einhvern þátt. Hann var fínn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég les það á milli lína þinna Björn að þú hlustar á Útvarp Sögu oftar en þú ritar hér ofar. Á fréttastofu Sjónvarpsins var Eiður kallaður Leiður,svo var einnig hjá Utanríkissráðuneytinu,er hann var Sendiherra. Ég lenti eitt sinn í því að leita til hans er hann var Sendiherra í Noregi,en þar var ég á ferðalagi og lenti í vandræðum,en þó ekki alvarlegum sem betur fer.Leitaði ég til Sendiráðsins um leiðbeiningar,hvað ég gæti gert. Ræddi ég við starfsmann Sendiráðsins,og beið í nokkur korter,eftir að hann kæmi til baka,og mundi tjá mér hve hægt væri að gera. Starfsmaðurin bar mér þaug skilaboð frá þessum Eið að hann hefði öðrum hnöppum að hneppa og ég yrði að leita annað. Fékk að endingu frábæra aðstoð frá Norskum embættismanni er leiðbeindi mér um lausn,og tók það örstuttan tíma.

Númi (IP-tala skráð) 26.2.2011 kl. 16:41

2 Smámynd: Björn Birgisson

Númi, ég hlusta aldrei á Sögu og þá staðreynd þekki ég líklega betur en þú karlinn minn! Gott að þetta bjargaðist í Norge um árið!

Björn Birgisson, 26.2.2011 kl. 16:50

3 identicon

Ég hygg að skýringu á viðkvæmni Eiðs megi finna eftirfarandi greiningu Evu Hauksdóttur (á öðru máli reyndar):

Það er þessvegna sem yfirvöld vilja að við höldum áfram að mótmæla kurteislega, með ljóðalestri og spjaldaburði. Af því að það er hægt að hundsa það. Það er ekki hægt að hundsa beinar aðgerðir. Beinar aðgerðir leiða til breytinga. Í alvöru.

Tekið héðan.

Með öðrum orðum þá er mín kenning að vilji Eiðs standi til að menn  haldi sig svo vel inná mottunni að það sé alfarið hægt að hafa tíst þeirra að engu.

Björn Ragnar Björnsson (IP-tala skráð) 26.2.2011 kl. 18:00

4 Smámynd: Björn Birgisson

Þakka þér innlitið nafni! Þessi skýring er ekki verri en hver önnur. Held þó að hún eigi varla við. Hef á tilfinningunni að Eiður hafi aðrar forsendur fyrir þessu áliti sínu á Sögu stöðinni. Bara mín tilfinning.

Björn Birgisson, 26.2.2011 kl. 18:04

5 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Sammála þér Björn. Örugglega annað sjónarmið hjá Eiði en hann getur sem best verið hinn leiði eða leiðinlegi fyrir mér. kveðja Kolla  

Kolbrún Stefánsdóttir, 24.3.2011 kl. 10:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband