Tveir forsetar á Bessastöðum næsta vor?

Snemmsumars 2012 lýkur kjörtímabili Ólafs Ragnars Grímssonar forseta Íslands. Vangaveltur eru hafnar um það hvort karlinn muni gefa kost á sér til áframhaldandi setu. Um helmingur þjóðarinnar mun styðja það framboð samkvæmt nýrri könnun.

Nú eru einræðisherrar veraldarinnar að tapa völdum í massavís, ekki hvað síst í norður Afríku. Á sama tíma eru einræðistilburðir Ólafs Ragnars að verða lýðum æ ljósari.

Hvað gera íslenskir bændur í því máli?

Margt hefur Ólafur Ragnar gert ágætlega, en sumt hreinlega afleitlega. Förum ekki nánar út í þau axarsköpt.

Aðrir hafa líka gert hrikaleg axarsköpt, en í öðrum störfum.

Mín tillaga er sú að við tökum upp tveggja forseta kerfi.

Veljum tvo hæfa menn, sem báðir hafa skriplað hressilega á skötunni í sínum störfum, til starfa á Bessastöðum. Menn sem þjóðin þekkir, bæði af ferlegum afglöpum og einnig af góðu.

Þeir skipta svo með sér verkum vinirnir og munu bæta hvorn annan upp.

Algjörlega.

Næsta vor verða forsetar Íslands tveir ef þessi tillaga mín fær brautargengi. Ekki ástæða til af efast um það!

Þeir heita Davíð Oddsson og Ólafur Ragnar Grímsson og tvíræði yfir þjóðinni verður tryggt.

Ekkert einræðishjal hér!

Ja hérna Cool !


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Júlíusson

Ekki svo fráleit hugmynd Björn, þeir  myndu vega hvern annann upp  svo ekki færi á  milli mála, en ég tel samt að ekki sé raunhæft að líkja okkar forsetaembætti við það sem er að  gerast í  Afríku!!! því fer fjarri, ef þú heldur því fram Björn ertu heimskari en ég hugði.

Guðmundur Júlíusson, 26.2.2011 kl. 23:36

2 Smámynd: Björn Birgisson

Þakka þér innlitið, Guðmundur minn! Talandi um heimsku, hafðu þá þetta í huga: Fullkomnasta stjórnarfarið er það, þegar rangindin í garð þess vesælasta eru talin árás á alla.

Björn Birgisson, 27.2.2011 kl. 01:25

3 Smámynd: Snjólaug A. Sigurfinnsdóttir

Ég hélt þú hefðir hætt að blogga hahaha

Snjólaug A. Sigurfinnsdóttir, 27.2.2011 kl. 01:49

4 Smámynd: Björn Birgisson

Snjólaug, hefði betur gert það, en þakka þér innlitið!

Björn Birgisson, 27.2.2011 kl. 01:52

5 identicon

Þurfum að koma forsetaembættinu á þann stall hjá þjóðinni sem Kristján Eldjárn og Vigdís skildu við það í hendurnar á þessum (sem aldrei skyldi verið hafa)

Ég veit bara um einn mann sem gæti endurreist virðingu embættisins og reisn en það er Kristinn Sigmundsson, sögnvari. 

Enginn hefur þá útgeislun sem þarf til embættisins sem hann hefur.

Vltið þessu fyrir ykkur smá stund og þið verðið sammála mér.

Jón Óskarsson (IP-tala skráð) 27.2.2011 kl. 02:07

6 Smámynd: Guðmundur Júlíusson

Fyrir utan  stafsetningarvillur Jóns Óskars, þá get ég vel verið sammála honum, það er ef við viljum styttu fyrir forseta!!!!!!

Guðmundur Júlíusson, 27.2.2011 kl. 02:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband