Icesave er eitt hápólitískasta mál samtíðarinnar

"Ég ítreka hins vegar að ef málið dregst inn í stjórnmálaumræðuna að þá er það kannski óhjákvæmilegt að flokkarnir láti til sín taka," segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Framsóknarflokksins.

Ef málið dregst inn í stjórnmálaumræðuna? Hvar hefur það verið annars staðar?

Þetta er eitt hápólitískasta mál samtíðarinnar. Allur aðdragandinn, einkavæðing bankanna, eftirlitsleysi stjórnvalda, aðkoma Seðlabankans, tilraunir til samninga. Pólitíkin gengur sem rauður þráður í gegn um allt þetta ömurlega ferli.

Flokkarnir munu örugglega beita sér hressilega í málinu fram að kosningum. Afstaða VG og Samfylkingar liggur nokkuð ljós fyrir. Framsóknarmenn virðast ætla að segja nei.

Bjarni Benediktsson þarf að útskýra vel fyrir sínum flokksmönnum hvers vegna hann kýs að segja já. Takist honum að vinna flokksmenn á sína línu í málinu verður frumvarpið samþykkt með miklum meirihluta atkvæða.

Ef málið dregst inn í stjórnmálaumræðuna?

Áttu annan betri?

Hvar hefur það verið annars staðar?

 


mbl.is Gæti beitt sér í Icesave-deilunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Það yrði saga til næsta bæjar, ef æseif yrði pólitískt þrætuepli.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 27.2.2011 kl. 14:29

2 Smámynd: Björn Birgisson

Heldur betur!

Björn Birgisson, 27.2.2011 kl. 14:31

3 identicon

Að hugsa sér,hvernig örfáar manneskjur með Björgólfsfeðganna í fararbroddi hafa gert þjóð sinni illt.!

Veit einhver hvaða fólk eru aðal arkitektar að þessu Icesave,forvitnilegt væri það að vita.

Og hvað gerir þetta fólk í dag.( Finn til með fjöldskyldum þeirra.)

Númi (IP-tala skráð) 27.2.2011 kl. 14:38

4 Smámynd: Björn Birgisson

Númi, mikil er þín umhyggja!

Björn Birgisson, 27.2.2011 kl. 14:41

5 identicon

Já Björn, hún leynist víða umhyggjan.

Númi (IP-tala skráð) 27.2.2011 kl. 14:58

6 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Hver var aðal arkitektinn og forystusauðurinn í þeirri "efnahagsaðgerð" að gefa Björgúlfunum og öðrum "velmeinandi einkavinum" bankanna og aðrar eignir þjóðarinnar? Var númi ekki að spyrja að því?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 27.2.2011 kl. 15:25

7 Smámynd: Björn Birgisson

"Veit einhver hvaða fólk er aðal arkitektar að þessu Icesave, forvitnilegt væri það að vita." spyr Númi.

Mér skilst að einn aðalhöfundurinn hafi verið nokkuð digur. Man ekki hvað hann heitir!  Man þó að Sérstakur hefur spjallað nokkuð við hann.

Björn Birgisson, 27.2.2011 kl. 15:53

8 Smámynd: Óskar Arnórsson

hehe...sumir eru lengi að koma sér á fætur eftir partýið. Fyrsta spurnig hjá starfandi pólitíkus þegar hann vaknar: "Fyrirgefðu, getur sagt mér hvaða ár er?"....

Óskar Arnórsson, 27.2.2011 kl. 18:54

9 identicon

Framsóknknarfíflið opinberar heimsku sína og afturhaldssemi enn og aftur, guð gefi að sem fæstir kjósi ekki slíkan afturhalds-drullusokk aftur til setu á hinu lága alþingi. 

Bárður Bringdal (IP-tala skráð) 27.2.2011 kl. 20:44

10 Smámynd: Björn Birgisson

Bárður Bringdal, ég sé að liggur vel á þér í kvöld!

Björn Birgisson, 27.2.2011 kl. 21:01

11 identicon

Sigmundur Davíð er engum líkur: Icesave má bíða og liggja kjurt. Stjórnlagaþing má bíða. Ég ætla kannski að hafa mig í frammi í aðdraganda þjóðaratkvæðagreiðslu!! Geri aðrir betur.

Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 27.2.2011 kl. 21:40

12 Smámynd: Óskar Arnórsson

Gaddafi er atvinnulaus í augnablikinu. Er hann ekki ágætur í að koma lagi á svona þvælu?... Hann er víst voðalega ákveðin maður...:(

Óskar Arnórsson, 27.2.2011 kl. 21:49

13 Smámynd: Björn Birgisson

Óskar, Gaddafi gagnast mannkyninu best steindauður. Hann er bara þannig. Skil þó hugmyndina þína!

Björn Birgisson, 27.2.2011 kl. 21:55

14 Smámynd: Björn Birgisson

Hrafn, formaðurinn ungi er að fara á kostum þessa dagana!

Björn Birgisson, 27.2.2011 kl. 21:56

15 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Hvernig væri að Sigmundur Davíð myndi beita sér fyrir því að þessi Framsóknarflokkur skili af sér ársreikning vegna 2009! Framsóknarflokkurinn hefur allt niður um sig!

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 27.2.2011 kl. 23:12

16 Smámynd: Björn Birgisson

"Framsóknarflokkurinn hefur allt niður um sig!" Sem ætti að vera einhverjum skemmtileg sjón, eða hvað Mosi minn?

Björn Birgisson, 27.2.2011 kl. 23:59

17 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Veit ekki hvort ætti að vorkenna þeim. En þeir hafa valdið þjóðinni miklu tjóni með braski sínu.

Var ekki Ólafur Ólafsson opinberaður nú á dögunum og öll vopnin slegin úr höndum hans? Þetta er maðurinn sem tók stöðu gegn krónunni og fannst sjálfsagt að auðga sjálfan sdig á kostnað allrar þjóðarinnar.

Framsóknarflokkurinn hefur séð um sína. En nú stendur hann opinn og berskjaldaður fyrir öllum spjótalögum.

Kannski við grátum örlög Framsóknarflokksins með krókódílatárum.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 28.2.2011 kl. 00:12

18 Smámynd: Björn Birgisson

Vorkenna? Af og frá. Kjósendur munu þurrka út öll þau öfl, sem ekki eru þjóðvæn. Framsókn er síður en svo ein á þeim sakarbekk, sem reyndar er þéttsetinn!

Björn Birgisson, 28.2.2011 kl. 00:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband