Óvinur númer eitt er fundinn!

Það er stundum gaman að leggjast í smá bloggferðalag til að forvitnast um hvað fólki liggur á hjarta.

Eftir snögga yfirreið yfir Moggabloggið fyrir stundu rann upp fyrir mér ákveðin staðreynd. Sú að stuðningsmenn stjórnarandstöðunnar sjá ekki ríkisstjórnina fyrir sér sem óvin númer eitt lengur.

Hættulegasti óvinur þeirra er Egill nokkur Helgason þáttagerðarmaður á Ríkissjónvarpinu. Silfur Egils og Kiljan eru verkin hans nú um stundir.

Egill Helgason hefur um árabil verið okkar langfremsti sjónvarpsmaður. Algjörlega borið af öðrum kollegum sínum.

Nú er hann sakaður um að draga taum ríkisstjórnarinnar í öllum málum og orðavalið í þeim ásökunum er ekkert skorið nögl. Stóryrðin fjúka um allar koppagrundir.

Legg engan dóm á það mál. Sé til dæmis ekki alla þættina. Sumir kunna bara ekki að vera undir og tapa. Kenna alltaf dómaranum um allt sem miður fer.

En það er gífurlega gaman að sjá hægri skrifarana bólgna út í blárri bræði og vandlætingu. Þeir verða nefnilega svo skemmtilegir, einmitt þegar þeir ætla að vera virkilega leiðinlegir við einhvern!

PS. Hvað er sameiginlegt með þessum þremur miðlum: Morgunblaðinu, Útvarpi Sögu og ÍNN sjónvarpsstöðinni hans Ingva Hrafns?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Björn! ertu alveg að verða ga ga?,,,,,,,,,,,,,,,galin.

Númi (IP-tala skráð) 27.2.2011 kl. 18:00

2 Smámynd: Björn Birgisson

Númi, langt síðan ég tapaði glórunni. Af hverju ertu að spyrja um þetta núna?

Björn Birgisson, 27.2.2011 kl. 18:02

3 Smámynd: hilmar  jónsson

Björn:

Það er ágætt að minna sig á það með reglulegu millibili af hvaða sauðahúsi 80% bloggara moggabloggsins eru. Og greindin, drottinn minn....

Sem betur fer eru þó þessi 80% harðhausanna þó aðeins lítið brot af venjulegum hugsandi Íslendingum. Maður þarf líka að minna sig reglulega á það,

annars verður maður sorgmæddur...

hilmar jónsson, 27.2.2011 kl. 19:23

4 Smámynd: Björn Birgisson

Hilmar, haltu gleði þinni og vertu ekki sorgmæddur, að minnsta kosti ekki af þessu bjálfalega tilefni!

Björn Birgisson, 27.2.2011 kl. 19:48

5 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Er nú ekki full langt gengið hjá þér Björn, að gefa í skyn að Egill Helgason sé hinn eini sanni dómari í íslenskri pólitík? Ef þú telur svo vera, ættirðu að gera meira af því að horfa á Silfrið og jafnvel skjótast öðru hvoru á Eyjuna og lesa blogg þessa ágæta manns. Ekki efa ég að þú sért sammála honum í flestu, en það ætti einmitt að segja þér hverjar pólitískar skoðanir Egils Helgasonar eru og þá hæfi hans til að fjalla um þau mál í sjónvarpi allra landsmanna!

Ég virði skoðanir fólks í pólitík, þó þær séu ekki nærri mínum. Því miður er enginn stjórnmálaflokkur í dag nærri minni pólitísku hugsun og er ég því utangátta. Það svíður þó nokkuð að vera alltaf spyrtur við Sjálfstæðisflokk af þeirri ástæðu einni saman að vera ekki sammála ríkisstjórninni! Það er margt, sem þeir flokkar þóttust berjast fyrir er nú skipa ríkisstjórn Íslands, sem mér hugnaðist, þó fleiri væri til þess að ekki treysti ég mér til að kjósa þá. Það eru hinsvegar verk þeirra, eftir að þeir komust til valda, sem mér þóknast enganveginn, enda ekki í neinu samræmi við stefnu eða loforð þessara flokka.

Agli Helgasyni er frjálst að hafa sínar skoðanir í pólitík, en hann á að halda þeim fyrir sig meðan hann er með þætti í sjónvarpinu, sérstaklega þætti sem fjalla að mestu um pólitík. Honum ber einnig skylda til að vilja til sín viðmælendur frá öllum málsaðilum þegar hann fjallar um ákveðin málefni. Ekki eingöngu þá menn sem hann telur næst sér sjálfum í hugsun. Í nýlegri skýrslu til alþingis kemur skýrt fram að þetta hefur hann þverbrotið.

Þú segir að stjórnarandstaðan telji Egil vera óvin nr. 1 . Ég er hvorki með né á móti þeim stjórnmálaflokkum sem nú eru á þingi, en einlægur andstæðingur verkum ríkisstjórnarinnar. Það er ekki svo fjarri sanni að telja Egil óvin nr.1, eða öllu heldur talsmann ríkisstjórnarinnar nr.1. Hann vinnur alla vega betur að því að réttlæta gerðir stjórnarinnar en þeir handónýtu þingmenn sem nú verma ráðherrastólana. Það þarf reyndar ekki mikið til!!

Gunnar Heiðarsson, 27.2.2011 kl. 19:53

6 Smámynd: Björn Birgisson

"Er nú ekki full langt gengið hjá þér Björn, að gefa í skyn að Egill Helgason sé hinn eini sanni dómari í íslenskri pólitík?" spyr Gunnar Heiðarsson.

Vissulega væri það of langt gengið. Þess vegna hef ég ekkert slíkt gefið í skyn!

Björn Birgisson, 27.2.2011 kl. 19:59

7 Smámynd: Þórdís Bára Hannesdóttir

Það finnst líka mörgum hægri slagsíða á morgun og síðdegisþáttum Bylgjunnar.

Þórdís Bára Hannesdóttir, 27.2.2011 kl. 20:09

8 Smámynd: Björn Birgisson

Þórdís, að minni hyggju er greinileg hægri slagsíða á þættinum Reykjavík síðdegis, sem ég hlusta oft á. Þeirra álitsgjafar eru mjög margir vel til hægri. Nefni Árna Johnsen, Pétur Blöndal, Guðlaug Þór Þórðarson og Jón Magnússon.

Mér er bara alveg sama og leiði þetta algjörlega hjá mér og líkar ágætlega við þáttinn! Fínir strákar sem þar stjórna!

Björn Birgisson, 27.2.2011 kl. 20:20

9 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Sumir virðast telja að allt sjónvarpsefni sem ekki er hreinræktaður hægri áróður sé einhver vinstri villa. Það er undarlegt að Gunnar, sem svíður sárt að vera spyrtur við Sjálfstæðisflokkinn að ósekju, skuli falla sjálfur í sömu vilpuna. Egill má að hans sögn hafa sínar skoðanir í pólitík, en að ákveðnum skilyrðum uppfylltum, að sjálfsögðu. Það er undarlegt að draga viðmælendur Egils endalaust í pólitíska dilka þó þeir komi í þáttinn til að tala um allt annað en pólitík.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 27.2.2011 kl. 20:38

10 Smámynd: Björn Birgisson

Axel Jóhann, hvað finnst þér um Silfur Egils? Það er að segja ef þú horfir á þáttinn, sem ég geri frekar ráð fyrir.

Björn Birgisson, 27.2.2011 kl. 21:06

11 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Mér finnst Silfrið í heildina litið ágætur þáttur,  ekki fullkominn þó frekar en annað. Horfi oftast á þáttinn á netinu, sjaldan þó í heild sinni heldur vel það efni hans sem vekur helst áhuga minn. Ég á enn eftir að horfa á þátt dagsins.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 27.2.2011 kl. 21:16

12 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Björn minn" Hverjir kunna ekki að tapa, og kenna dómurum um? Nei ég var ekki alveg klár á því við hverja þú áttir. En svo mundi ég allt í einu eftir stjórnlagaþings kosningunni og þá rann þetta upp fyrir mér!!!

Eyjólfur G Svavarsson, 28.2.2011 kl. 14:26

13 Smámynd: Björn Birgisson

Gott!

Björn Birgisson, 28.2.2011 kl. 14:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband