Hvað gerist þegar bensínlítrinn fer í 2012 krónur?

"Stóru olíufélögin þrjú hækkuðu verð á eldsneyti í dag, bensínlítrann um 4 krónur og dísilolíulítrann um 5 krónur."

Þetta er bara byrjunin á einhverju sem enginn hefði trúað fyrir nokkrum mánuðum.

Nú kostar frá 11.300 til 12.500 krónur að fylla á tank bensínbíla.

Eftir nokkra, kannski sex mánuði, fer lítrinn yfir 300 krónur.

Þá mun kosta frá 15.000 til 16.500 krónur að fylla á 50-55 lítra tanka bensínbíla.

En þetta breytir engu.

Íslendingar breyta ekki sinni blikkbeljunotkun fyrr en lítrinn fer í 2012 krónur, sem verður seint á næsta ári, en þá munu austurlönd nær öll loga í hernaðarátökum með þátttöku vesturveldanna.

Þá hætta Íslendingar að mæta til vinnu.

Ekki hjóla þeir og ekki fara þeir í strætó. Það er fyrir neðan virðingu landans.

Miklu skynsamlegra að fara á bætur.

Ja hérna! Cool


mbl.is Eldsneytisverð hækkar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Björn þér er að þinni eigin sögn ansi illa við þá er eru að níða aðra,líkt og má sjá í bloggskrifum þínum hér um Jóhönnu Sigurðardóttur.  En  Björn hvað ertu að gera hér, þú segir í næstneðstu línu í þessum pistli::Ekki hjóla þeir og ekki fara þeir í strætó.það er fyrir neðan virðingu landans.::  Svo neðsta línan,hún segir mikið til um innræti þitt,en þar stendur.::::::::Miklu skynsamlegra að fara á bætur.::: Björn ég vona að ég hafi rangt fyrir mér um innræti þitt,en ég er svo hissa að sjá hvað þú ert þarna að gera,svoldið mikil öfugmæli hjá þér miðað við lofgjörðarlofið þitt til Jóhönnu.

 Björn þú mannvinurin mikli að láta svona mannvonsku blogg frá þér fara.

Númi (IP-tala skráð) 28.2.2011 kl. 23:40

2 identicon

Björn , líttu á bloggsvar þitt til Hjálmtýs No 7 í lofgjörðarulluni um Jóhönnu,en þar minnist þú á það hve illa þú þolir þá sem eru að níðast á fólki.

Númi (IP-tala skráð) 28.2.2011 kl. 23:51

3 Smámynd: Björn Birgisson

Þakka þér, Númi, nú ertu að fara á kostum. Mætti ég biðja um meira af svo góðu?

Björn Birgisson, 1.3.2011 kl. 00:03

4 identicon

Já karlin,nú tókst þér að toppa sjálfan þig. Halelúja.

Númi (IP-tala skráð) 1.3.2011 kl. 00:10

5 Smámynd: Björn Birgisson

Halelúja!

Björn Birgisson, 1.3.2011 kl. 00:17

6 identicon

Ef að líterinn fer í 2000 kr þá verður það örugglega vegna þess að ríkið tekur 1000 kr í eigin vasa.

Gleymum því ekki að ríkið er versti óvinurinn, ekki olíufélögin. Álagningar eru fáránlega háar og þarf að lækka.

Geir Jónsson (IP-tala skráð) 1.3.2011 kl. 02:56

7 identicon

Það virðist engu máli skipta hversu mikið bensínið hækkar fólk kaupir það áfram. Við erum heimsk og löt þjóð. Ef við ætlum að hafa áhrif þá hættum að keyra og tökum strætó eða hjólum,löbbum. þá neyðast þeir til lækka. Það er engin önnur leið. Steingríma J fjármálapínari hló framan í þjóðina í gær og stakk upp á að landinn haldi áfram að freta í tanka og keyra á því bensín yrði ekki lækkað

Gunnar Hallberg (IP-tala skráð) 1.3.2011 kl. 09:29

8 Smámynd: Adeline

Já ég SKIL EKKI langlyndi okkar og þolinmæði, þetta er fáránlegt. Að fólk skuli láta bjóða sér þetta. það er hægt að hætta að versla við eitt olíufélag í e-n tiltekinn tíma - og sjá hvað gerist. það er hægt að taka strætó /hjóla í vinnu. Annað getur maður farið á bíl.

En STeingrímur gaf okkur puttann í gær í þinginu. Mesti dóni sá maður. (Sé hann fyrir mér í strætó með ungt barn í snjóbyl eða labba með barn í vagni á leikskólann í öllum veðrum og vetrarmyrkri)

Hann telur þetta "hvatningu" fyrir okkur ... - ég fatta ekki alveg.. -hvatningu til hvers? - jú fyrir mig er þetta hvatning til að búa annarsstaðar en í hans skattpínda -soon-to-be- kommúnistalandi.

Adeline, 1.3.2011 kl. 10:24

9 identicon

Gunnar: Nei það er einmitt það sem græninginn Steingrímur vill, að fólk taki strætó.

Öll byggð á Íslandi er hönnuð fyrir einkabílinn og það á einfaldlega að lýta á það sem svo að hann sé nauðsyn í framfærsluviðmiðum.

Fólk á að eiga efni á því að reka bíl, líka láglaunafólk og bótaþegar. Stjórnvöld verða að taka tillits til þess. Byggð er ekki nógu þétt á þessu skeri til þess að hafa góðar samgöngur eins og þekkjast erlendis, því miður.

Frekar mun ég flytja út en að leggja bílnum hér heima.

Geir Jónsson (IP-tala skráð) 2.3.2011 kl. 06:42

10 Smámynd: Birnuson

Það er a.m.k. erfitt að skilja hegðun fólks að þessu leyti þegar eftirfarandi staðreyndir eru skoðaðar:

— Á Íslandi eru fáanlegar, og hafa verið um nokkurt skeið, ýmsar gerðir fullgildra fólksbíla sem brenna metani – auk bensíns. Þessir bílar eru undanþegnir vörugjaldi allt að 1.250.000 kr. og brenna eldsneyti sem er helmingi ódýrara en bensín. Eigendur greiða aðeins lágmark bifreiðagjalds og geta lagt ókeypis í miðbæ Reykjavíkur.

— Samt er aðeins um tugur slíkra bíla meðal þeirra nýju bíla sem nýskráðir hafa verið hér á landi frá áramótum.

Birnuson, 18.3.2011 kl. 01:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 602480

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband