Kynjahlutfallið og virðing Alþingis

"Hlutfall kvenna á þingi er einna hæst hér á landi eða 42,9%."

Virðing Íslendinga fyrir sínu Alþingi virðist vera í sögulegu lágmarki á sama tíma og hlutfall kvenna á löggjafarsamkomunni er í sögulegu hámarki og með því hæsta í heiminum.

Reyndar eru það gjörðir þingsins sem afla því virðingar eða óvirðingar, ekki kyn þingmanna.

Ég hef oft velt því fyrir mér hvort allt þetta kynjakvótatal og mælingar í frjálsum lýðræðisríkjum sé í raun nokkuð annað en skerðing á lýðræðinu þegar upp er staðið.

Ef 63 konur bæru af öllum frambjóðendum mættu þær mín vegna allar sitja á þingi.

Sama gildir um karlana.

 


mbl.is Hlutfall kvenna á þingi einna hæst hér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Það er hæfileiki einstaklinganna sem á að ráða, ekki kyn viðkomandi. Áherslan undanfarin ár varðandi mönnun þingsins hefur eingöngu verið kynferðisleg, hvernig kynjaskiptingin væri, ekki hvernig skiptingin væri milli hæfileika og vanhæfi, enda hefur umræðunni undanfarin ár verið stjórnað af konum sem ekki geta hugsað út fyrir klofið á sér.

Í kjölfarið hafa verið dregnir inn á þing algerir vatnshausar til þess eins að fylla kynjakvótann. Þetta ásamt lélegum launum hefur valdið því að virðing þingsins hefur fallið og hæfileikaríkt fólk af báðum kynjum, sem vant er að virðingu sinni, forðast að leggja nafn sitt við fáránleikafarsann sem fluttur er í femínleikhúsinu við Austurvöll.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 8.3.2011 kl. 14:28

2 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Ég held samt að þegar það er verið að blanda saman kynjum í stjórnum þá myndast alltaf rígur. kallar þetta og konur þetta. Höfum tvö þing og konur fara með sín mál og kallar með sín. Bæði verða að afla fjár til nota við sínar tillögur. Alvara málsins er að konur og karlar geta ekki unnið saman.

Annað mál. Hvar færðu svona kosningahugbúnað eins og þú ert með hér til vinstri. 

Valdimar Samúelsson, 8.3.2011 kl. 14:56

3 Smámynd: Björn Birgisson

Valdimar, þú ferð í Stjórnborð, þaðan í Færslulista. Þar finnur þú Skoðanakannanir á slánni fyrir ofan, aðeins til hægri. Einfalt og sniðugt!

Björn Birgisson, 8.3.2011 kl. 15:09

4 Smámynd: Jóhann Elíasson

Algjörlega sammála færslunni hjá þér Björn.................

Jóhann Elíasson, 8.3.2011 kl. 15:37

5 identicon

Sæll.

Kynjakvótar eru alveg vonlaus hugmynd, hvort heldur er í stjórnmálum eða stjórnum fyrirtækja. Af hverju leggja femmurnar ekki til kynjakvóta í t.d. stétt hjúkrunarfræðinga eða kennara? Getur það verið vegna þess að þá missa kynsystur þeirra störf sín? Af hverju vilja þær ekki kynjakvóta hjá t.d. múrurum, bifvélavirkjum eða smiðum? Er það kannski vegna þess að þessi störf eru ekki nógu fín og merkileg að mati femmanna?

Ég er ekki sammála Axel varðandi launin á alþingi: http://www.amx.is/fuglahvisl/16860/  Ég held að þau séu ekkert slæm og þar fyrir utan eru ekki bein tengsl á milli launa og hæfileika og getu - það sáum við greinilega á launum bankamanna á árunum fyrir hrun. Ég held að vandi okkar felist að nokkru leyti í því að við sitjum uppi með mjög mikið af framapoturum í stjórnmálum - fólk sem hefur ekkert til málanna að leggja nema ég um mig frá mér til mín - vill koma sér áfram og fá völd.

Fólk hér virðist ekki almennt átta sig á því að stjórnmál eru þjónustustaf - þeir sem veljast í þessi störf eiga að vinna að hagsmunamálum almennings og eiga ekki að telja sig miklu betri og vitrari en almenningur. Ég held að alþingi hafi sett niður í huga fólks vegna þess að þaðan koma engar lausnir. Fólk sér að margir þar eru bara í þessu fyrir sig sjálfa og ganga að auki erinda nýlenduveldanna. Auk þess held ég að sú mismunun sem birtist venjulegu skuldugu fólki varðandi framkomu bankanna gagnvart því sjálfu vs. útrásarvíkinganna veiki tiltrú fólks á alþingi. Af hverju veita þingmenn bönkunum ekki meira aðhald? Ég held að við losnum að nokkru leyti við framapotarana ef þingmönnum verður meinað að vera ráðherrar en fyrst og fremst er þörf á viðhorfsbreytingu þeirra sem þar sitja, þeir þurfa að átta sig á skyldu sinni og þurfa að vera færir um að setja hagsmuni þjóðarinnar í forgrunn. Fjölmiðlar þurfa einnig að taka sig á, þeir ætla ekkert að læra af skýrslu rannsóknarnefndar alþingis - það sjáum við á umfjöllun um Icesave III þar sem hún er nánast bara í eina átt. 

Ég veit ekki hvort það er einhver lausn að banna þingmönnum að vera meira en 4 kjörtímabil á þingi - slíkt hefur í för með sér bæði kosti og ókosti.   

Helgi (IP-tala skráð) 8.3.2011 kl. 16:02

6 Smámynd: Björn Birgisson

Jóhann, farðu nú ekki að leggja það í vana þinn að vera mér sammála. Það getur ekki verið hollt!

Björn Birgisson, 8.3.2011 kl. 19:05

7 Smámynd: Björn Birgisson

Takk fyrir innlitin félagar!

Björn Birgisson, 8.3.2011 kl. 19:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband