8.3.2011 | 16:05
Ósáttur við dóminn
"Honum hafi hins vegar ekki verið gefinn kostur á að greina frá þessu við aðalmeðferð málsins í héraðsdómi þótt hann hefði getað með því upplýst málið."
Stefán Thordersen. Mjög ósáttur við dóminn og umfjöllun fjölmiðla og almennings. Eðlilega. Það vill enginn láta dæma sig, hvorki af dómstólum né almenningi. Allra síst ef vafi er mikill í huga þess dæmda um réttmæti ákæru og málsmeðferð.
Á maður að trúa því að eina vitnið á staðnum hafi ekki verið kallað fyrir dóminn?
Hvers konar réttarhöld voru þetta eiginlega? Var allt dæmt út frá einhliða frásögn konunnar og hennar gögnum og ekkert hlustað á annað?
Ekki hefði ég viljað vera í sporum konunnar, ekki Stefáns heldur. Og alls ekki dómarans.
Ég legg engan dóm á þetta mál. Er aðeins að vekja athygli á vafanum. Í málum sem þessu er hann alltaf til staðar.
Finna má dóminn á síðunni hér að neðan, velja Héraðsdóm Reykjaness, velja Dómar og bakka aftur til 9. febrúar.
Dómgreindarleysi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Björn Birgisson
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.