9.3.2011 | 09:14
Hvort viltu láta skjóta þig í hausinn eða hjartað?
Það eru engir stuðningsmenn við Icesave á Íslandi. Hins vegar vill margt fólk leysa þessa deilu með samningum, einkum til að liðka fyrir ýmsu öðru.
Öllum ber saman um að þetta mál stendur okkur fyrir þrifum á mörgum sviðum. Það er hægur vandinn að taka undir með NEI liðum í einu og öllu, en einnig er hægur vandinn að freistast til að leysa þetta mál með samningum. Kostirnir eru í raun þessir tveir.
Semja með æluna í kokinu. Fara dómstólaleið með hjartað í buxunum.
Báðir eru þeir vondir. Fólk verður bara að velja hvort það vill láta löðrunga sig hressilega með hnúajárni, eða fá duglegt spark í afturendann með stáltá. Hvorugt er gott.
Rétt eins og að segja við fangann við sólarupprás á lokadegi lífs hans:
Hvort viltu láta skjóta þig í hausinn eða í hjartað?
Það eru engir stuðningsmenn Icesave til á Íslandi.
Að halda því fram er ekkert annað en níðingsháttur gagnvart því fólki, sem með æluna í kokinu, vill frekar semja, en draga málið á langinn fyrir dómstólum, vitandi ekkert hverjar afleiðingarnar verða fyrir land og þjóð.
Neyðarlögin voru fín fyrir Íslendinga, en afleit fyrir erlenda viðskiptavini bankanna okkar.
Mér er sem ég sæi framan í Íslendinga ef þessu væri snúið við.
Ef við værum að gera þessar kröfur á nýlenduveldin, sem ösnuðust til að leyfa Íslendingum að reka bankastarfsemi í löndum þeirra. Rétt eins og þeir væru ekki fullfærir um það sjálfir!
Skelfing er ég orðinn þreyttur á þessu máli.
Var búinn að heita mér því að þegja um það fram yfir kosningar í apríl.
Stend við það hér eftir! Eða þannig!
Um bloggið
Björn Birgisson
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (26.12.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Björn,ég vil benda þér á að fletta uppá blaðsíðu 11 í Fréttablaðinu í dag 9/3(málgagn Samfylkingarinnar) efst í hægra horni er innsend grein frá sjö lögmönnum. Greinin heitir :Þeir myndu tapa fyrir dómi: Þið , Icesave-sinnar lesið þessa stuttu grein.
Númi (IP-tala skráð) 9.3.2011 kl. 10:41
Að hugsa sér að málgagn "helsis"Samfylkingarinnar skuli byrta svona yfirlýsingu númi? Brást Mogginn, málgang frjálsra manna?
Axel Jóhann Hallgrímsson, 9.3.2011 kl. 11:10
Axel Jóhann,ég hætti að gerast áskrifandi að Morgunblaðinu,eftir tæpra þrjátíu ára áskrift eftir að herra Oddsson gerðist ritstjóri. Mundu Axel Jóhann,að 9 Apríl merkjum við N E I við Icesave . Axel Jóhann ertu búin að lesa þessa grein.?
Númi (IP-tala skráð) 9.3.2011 kl. 11:37
Auðvitað las ég yfirlýsinguna númi, en hún sagði mér nákvæmlega ekkert. Þetta er skoðun viðkomandi lögfræðinga en fyrir hvern einn þeirra er annar á öndverði skoðun, segir það eitthvað?
Lögfræðingar hafa atvinnu af því að túlka þá skoðun sem kúnninn vill heyra. Getur þú nefnt eitthvað númi, sem lögfræðingar hafa verið almennt sammála um, ef frá er talið samtaka viðleitni þeirra að hækka taxta sína hraðar en auga á festir?
Axel Jóhann Hallgrímsson, 9.3.2011 kl. 12:07
Axel,þú segir nokkuð. Eru Já-sinnar eitthvað stressaðir þessa dagana. Munum Nei við Icesave, 9 apríl.Áfram Ísland.
Númi (IP-tala skráð) 9.3.2011 kl. 13:43
Númi, ég spái því að kosningarnar 9. apríl 2011 endi með jafntefli. 50% JÁ og 50% NEI. Hvað gera bændur þá?
Björn Birgisson, 9.3.2011 kl. 16:09
Lýðræðissinnar munu sigra og það eru þeir sem segja NEI,og það mun ég gjöra. NEI ICESAVE. 9 APRÍL.
Númi (IP-tala skráð) 9.3.2011 kl. 16:35
"Lýðræðissinnar munu sigra og það eru þeir sem segja NEI"
Hafna þeir lýðræðinu, sem segja Já, númi. Veður sú yfirlýsing á kjörseðlinum?
Axel Jóhann Hallgrímsson, 9.3.2011 kl. 18:50
Þú veist það vel Axel Jóhann,að Jóhanna ESB Sigurðardóttir hefur einsett sér það að þjóðin eigi að segja já,og það veistu að baki þessa drauma hjá henni er innganga inní Hryðjuverkabandalag Evrópusambandsins,ef þú segir já,þá er það sama og já inní ESB og það veistu einsog ESBJóhanna. NEI VIÐ ICESAVE 9 APRÍL.
Númi (IP-tala skráð) 9.3.2011 kl. 20:18
Þetta er rökleysa númi, samþykkt Icsave færir okkur ekkert nær ESB.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 9.3.2011 kl. 21:57
Axel Jóhann,fylgstu bara með,og vittu til. ESBJóhanna mærir það til mikils að þjóðin taki á sig einkaskuldir óreiðugengis .Það muni flýta og liðka til við umræður við ESB-Mafíuna. Um að gera lesa sig til Axel Jóhann. Hvað sögðu ekki Hollendingar gagnvart ESB,,jú þeir ætluðu að sjá til þess að þangað kæmust ekki Íslendingar nema að þeir borgi Icesave. Fínt hjá Hollendingum því í þetta Hryðjuverkabandalag ESB langar okkur ekkert að fara,við verðum gleypt í einum bita,og höfum ekkert um það að segja. NEI ICESAVE NEI E S B.
Númi (IP-tala skráð) 9.3.2011 kl. 22:53
Varðandi allt þetta hjal um Icesave eða Æseif þá finnst mér miður að allt of sjaldan er vikið að þeim örfáu einstaklingum sem þessum mikla vanda ollu. Þetta voru bankastjórarnir þáverandi, Halldór Kristjánsson og Sigurjón Árnason og stjórnarmennirnir einkum þeir Björgúlfur Guðmundsson og Kjartan Gunnarsson. Eru þessir menn hafnir yfir alla ábyrgð?
Sennilega hafa aldrie nokkru sinni í sögu þjóðar jafnfáir valdið jafnmiklu tjóni fyrir heila þjóð eins og þessir menn. Eiga þeir sér einhverjar málsbætur? Leyfi mér að efast stórlega um það enda hefur þetta axarskaft og meinloka reyndst þjóðinni dýrt spaug.
Við skulum ekki blanda saman tveim óskyldum hlutum Æseif og hugsanlegri aðild að EBE. Þar skilur himinn og haf á milli.
Mosi
Guðjón Sigþór Jensson, 9.3.2011 kl. 23:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.