Mútur og spilling bankanna komin í ný spariföt?

"Fulltrúi Bankasýslunnar í bankaráði Arion banka greiddi hins vegar atkvæði með tillögu um laun bankastjóra bankans, m.a. á þeirri forsendu að 2,9 milljóna króna mánaðarlaun væru samkeppnishæf en ekki leiðandi." sagði Elín bankasýsla. Drottinn minn eini.

Tvær kellur á tali í Kastljósi. Þessi Elín hefði betur verið við pottinn að sjóða saltkjöt. Sagði ekkert af viti. Hin fallega Þóra Arnórsdóttir spurði aldrei þeirrar spurningar sem mestu skipti. Hver lagði til þessar hækkanir á launum toppanna? Hvað er að þessu fólki?

Ekki leiðandi? Hvað þýðir það? Hver flutti þessa tillögu?

Skuggaleg vitleysa er að grafa um sig í bankakerfinu að nýju. 

Ég spyr um það sem enginn spyr um eða nefnir.

Hvaðan komu hugmyndirnar um stórhækkuð laun bankastjóranna? Duttu þær af himnum ofan? Komu þær frá bankastjórunum sjálfum? Komu þær frá stjórnum bankanna, bankaráðunum?

Hvaðan komu þær? Hvaðan komu þessar hugmyndir um stórhækkun launa þessa fólks?

Komu þær kannski frá stórum viðskiptavinum, sem miklu ráða í skjóli fjármagns síns? Eru þetta kannski bara mútur í sparifötunum til að tryggja hag stærstu viðskiptavinanna og auðsveipni bankastjóranna? Kæmi ekki á óvart. Vel þekkt fyrirbrigði í starfi spilltra banka.

Var ekki Lárus Welding alltaf þokkalega til fara?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Eru menn óánægðir með endurreisnina?

marat (IP-tala skráð) 9.3.2011 kl. 00:34

2 Smámynd: Björn Birgisson

Hvaða endurreisn?

Björn Birgisson, 9.3.2011 kl. 00:37

3 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Marat! Ef þú ert afturgenginn og heldur að hér hafi orðið einhver endurreisn skaltu bara halda þig áfram í baðinu!

Bergljót Gunnarsdóttir, 9.3.2011 kl. 01:19

4 identicon

Tek undir með þér Björn,hvaða endurreisn er hann að rita um.? Í hvaða landi er þessi ,,marat,,

Númi (IP-tala skráð) 9.3.2011 kl. 01:21

5 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Marat sem ég er að tala um  var myrtur í baðinu eftir frönsku stjórnarbyltinguna, árið 1793 ef ég man rétt, og það af konu sem hét Charlotte Corday.

Bergljót Gunnarsdóttir, 9.3.2011 kl. 01:54

6 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Það virðast gilda önnur lögmál með hinn endann á launakerfi landsins. Þar er norræna velferðarstjórnin ekki bara leiðandi heldur heldur beinlínis ákvörðunaraðili um lágmarkslaunin með atvinnuleysisbætur undir framfærslukostnaði og eins almannatryggingakerfið þar sem staflar eru á stafla ofan af reglum sem hafa það eina markmið að skerða lúsabæturnar hægri, vinstri.

Foj.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 9.3.2011 kl. 07:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 602477

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband