Guðný H. Jakobsdóttir, bóndi í Syðri-Knarrartungu, segir að engar almennings samgöngur séu í dreifbýli og mótmælir hækkun á aldri til ökuréttinda, ásamt Félagsmálanefnd búnaðarþings.
Rökin? Jú, með hækkun í 18 ár þá þurfi foreldrar að skutla krökkunum ári lengur á alls kyns samkomur, með tilheyrandi tímaeyðslu og kostnaði, enda oft um langan veg að fara.
Merkilegt hvernig allir horfa á alla hluti út frá þröngum sérhagsmunum og láta fyrir vikið hagsmuni heildarinnar lönd og leið.
Hækkun ökuréttindaaldurs í 18 ár er stórmál. Slysum mun fækka og eignatjón í umferðinni mun minnka. Löggjafinn er að taka lang hættulegustu ökumennina úr umferð!
Þá rísa nokkrir bændur upp á afturlappirnar og mótmæla!
Af hverju leggur þetta lið ekki til að aldurinn verði færður í 15 ár, ef það hvorki nennir né tímir að skutla krökkunum sínum á samkomur ýmis konar?
Andstaða við hækkun ökuleyfisaldurs | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Björn Birgisson
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (27.12.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 602599
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll
Lengi hefður verið bent á það að þegar nýjir ökumenn koma út í umferðina eru þeir hættulegir vegna skorts á færni. Hækkun á aldrinum í 18 ár er bara til þess fallin að fresta vandanum um 1 ár. Þá er alveg eins hægt að hækka aldurinn upp í 19 og síðan 20 og svo koll af kolli. Ég vil frekar sjá þá hugmynd framkvæmda að æfingaraksturinn verði lengdur í 2 til 3 ár áður frekar en að hækka bílprófsaldurinn! Þá verða ungu ökumennirnir frekar í stakk búin fyrir umferðina.
Kveðja
Arnar Grétarsson (IP-tala skráð) 9.3.2011 kl. 17:59
Arnar, góður punktur! Held samt að þessi hækkun á aldrinum sé til bóta og að tryggingafélögin séu einnig á þeirri skoðun. Það hlýtur að muna um hvert ár í þroska. Ég veit ekki hvort líka á að lengja tímann í æfingaakstrinum í þessum nýju tillögum. Það væri bara af hinu góða.
Björn Birgisson, 9.3.2011 kl. 18:05
Engar rannsóknir, aðeins tilfinningalegt mat liggur að baki þeirri fullyrðingu að slysum fækki með hækkun bílprófsaldursins, úr 17 í 18 ár, en líklegast er að vandinn verði aðeins færður til um 1 ár.
Eina örugga próftökualdurshækkunin, sem mun skila auknu umferðaöryggi er að færa próftökualdurinn upp í 118 ár. Þá hverfa bílslysin alveg.
Pottþétt, þarf ekkert að rannsaka það.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 9.3.2011 kl. 18:46
"Hættulegustu” ökumennina, eða hættulegasta aldurshópinn ??? “Hættulegustu” ökumennirnir eru nefnilega á öllum aldri, en þetta er bara hártogun hjá mér eiginlega.
Arnar er með "ískalt" reiknidæmi, en gleymir þroskanum, sem þú bendir réttilega á Björn ! en ég er líka stuðningsmaður þess að ef af þessu yrði, þá fengju ungir ökumenn samt sem áður að byrja að æfa sig frá 16 ára aldri, og hefðu þar með æft sig í 2 ár, en ekki frá 14 eða 15 eins og Arnar virðist leggja til, og svo auðvitað með samþykktann aðila sér við hlið.
Það eru fleiri þættir sem spila inn í þetta líka, skil svosem áhyggjur bóndakonunnar, ( verða "krakkarnir" bara að fá lánaðann traktorinn eitt ár lengur ?) en það er að taka tillit til mjög fárra í máli sem varðar stórann fjölda, við eigum ekki að ráðast á allar tillögur sem fram koma, varðandi minnkun slysa, heldur skoða þetta með opnum hug og meta hvort "fórnin" sem t.d. bóndakonan þarf að færa, sé svo kannski margfaldur vinningur fyrir samfélagið.
MBKV
KH
Kristján Hilmarsson, 9.3.2011 kl. 18:50
Rök Guðnýjar eru auðvitað ekki marktæk.Minni hagsmunir hljóta að víkja fyrir meiri. Rétt er að benda á að skólarútur eru oft einnig notaðar þegar um er að ræða skemmtanir unglinga. Það er eðlilegt að hækka aldurinn í 18 ár en það á að gera mun meiri kröfur varðandi ökuprófið. Ökukennslan og æfingaakstur verður að fela í sér akstur við ólík og mismunandi skilyrði. Akstur að sumarlagi og vetrarlagi, akstur í þéttbýli og dreifbýli, akstur í dagsbirtu og að kvöldlagi, og svo framvegis. Einnig þyrfti að meta með einhverjum hætti þroska og ábyrgðartilfinningu. Það er ekki sjálfsagt að allir fái bílpróf.
Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 9.3.2011 kl. 18:54
Axel Jóhann er með þetta eins og fyrri daginn. 118 og málið er dautt!
Björn Birgisson, 9.3.2011 kl. 19:18
Þakka innlitin, Kristján og Hrafn.
Björn Birgisson, 9.3.2011 kl. 19:20
Ekkert að þakka Björn ! í sambandi við innlegg Axels, langar mig til að miðla með ykkur "final solution" á "Global Warming" af mannavöldum, láta allar manneskjur halda niðri í sér andanum í 20 mínútúr, málið leyst.
MBKV
KH
Kristján Hilmarsson, 9.3.2011 kl. 21:53
Próf aldurinn í Svíþjóð er 18 ár og þar tala femínistar, kommoninstar og sósíalistar um að það "þurfi" að hækka prófaldurinn í 19 ár því 18 ára krakkar eru að valda jafn mörgum slysum og 17 ára krakkar á íslandi. Það fyndna er að áróðurinn lítur alveg eins út, bara eitt ár á milli. Staðreyndin er bara eins og sumir hafa þegar nemt, að það eru 1 árs bílstjórar sem valda flestum slysunum, síðan koma 2 ára bílstjórarnir og 3 ára bílstjórarnir. Þetta hefur lítið með lífaldurinn að gera(fyrir utan þá bílstjóra sem hafa náð 60 árum+ í lífaldir)
Eitt annað, það er sjáanlegur munur á hegðun 20 ára gömlum krakka úti í Svíþjóð sem A) hefur bílpróf og B) sem er próflaus(það er nefnilega ekki eins mikil þörf á að taka bílpróf þarna úti þar sem þar er betra samgöngukerfi), krakkinn sem ekki hefur fengið bílpróf hegðar sér eins og 15-18 ára gamall krakki þar(og reyndar hér) og er langt um óþroskaðari en jafnaldri sinn sem hefur bílpróf.Kannt þú skil á þessu Björn?
Brynjar Þór Guðmundsson, 9.3.2011 kl. 22:02
Brynjar minn, ég kann ekki skil á þessu frekar en öðru! Mín síða er miklu fremur síða umræðna, en þess að ég sé með allar lausnir. Hefði ég þær allar, væri ég ekki að blogga hér!
Björn Birgisson, 9.3.2011 kl. 22:38
Sæll og blessaður, hér talar "þröngsýna bóndakonan" sjálf!!!
Ég vil taka það skýrt fram að ég hef fullan skilning á öryggissjónarmiði þess að hækka bílprófsaldurinn, en ég tel að erfitt sé að finna hinn rétta bílprófsaldur því að það er fyrst og fremst reynslan sem geri menn að góðum bílstjórum. Þannig að hvort krakkarnir séu 17 eða 18 held ég að sé mjög takmörkuð lausn á þeim vanda sem ábyrðarlausir ökumenn sýna. Það sem við bændur viljum vekja athygli á er að börn í dreifbýli þurfa að sækja framhaldsskóla, þau stunda íþróttir, tónlistarnám og margt fleira og það er mjög hart að þurfa að keyra hálffullorðið fólk þegar þau eru orðin fullfær um að koma sér sjálf á milli staða. Almenningssamgöngur í dreifbýli eru sáralitlar og nýtast okkur íbúunum oft mjög illa. Þannig að það er mikilvægt að allar hliðar máls séu skoðaðar gaumgæfilega og alveg spurning hvort það sé ekki nær að skoða ökukennsluna og koma upp raunverulegum öruggum æfingarsvæðum fyrir þá sem eru læra á bíl, þar sem að hægt er að æfa akstur við misjöfn skilyrði.
Og svo finnst mér það ákaflega ruddalegt af þér að saka okkur um að NENNA EKKI EÐA TÍMA ÞVÍ að aka börnunum okkar. Við hjónin höfum sjálf keyrt núna um 10 ára skeið mjög reglulega með börnin okkar inn í Ólafsvík,50km leið, svo þau fengju notið íþrótta eða félagsstarfs unglinga. Og ég viðurkenni það fúslega að það var léttir þegar sonurinn fékk bílprófið sitt á 17 ára afmælisdaginn og gat sjálfur komið sér 5 sinnum í viku inn til Ólafsvíkur til fótboltaiðkunar.
Guðný H. Jakobsdóttir (IP-tala skráð) 10.3.2011 kl. 13:16
Guðný, takk fyrir þetta. Taktu orð mín ekkert of hátíðlega. Það gerir það enginn. Síst ég sjálfur. Leitt að hafa móðgað þig. En 18 ára mörkin styð ég eftir sem áður.
Björn Birgisson, 10.3.2011 kl. 13:22
Brynjar ! renndu nú stoðum undir þetta hjá þér, "afþvíbara þér finnst" er ekki nóg til að nokkur taki þessar fullyrðingar þínar varðandi sænsku unglingana alvarlega.
Get varla ýmindað mér að málum sé svo verulega öðruvísi komið í Svíþjóð en Noregi þar sem ég bý, þar er það aldurshópurinn 18 til 25 ára sem er með hæstu tjónatíðnina, svo enginn hér hefur áhuga á að bæta enn einu ári við þann hóp (17ára) en hvort lausnin sé að fjarlægja einn aldurshóp (18 ára) er ekki gott að segja, það ákveða Svíar sjálfir ef til kemur.
Vil einnig taka það fram að hvorki ég sé, né heldur hef ég séð því haldið fram að það hafa bílpróf sé þroskandi á nokkurn annan hátt en sem ökumaður, og þá aðeins ef viðkomandi notar réttindin og ekur bíl.
Kristján Hilmarsson, 10.3.2011 kl. 20:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.