Ætli margir dómar séu ekki bara tóm vitleysa og þvæla?

Dómur Hæstaréttar Íslands um Stjórnlagaþingskosningarnar var ekkert annað en pöntuð vitleysa og þvæla. Margir eru á þeirri skoðun. 

9. apríl 2011 nálgast óðfluga. Já, mánuður er til stefnu. Svo verður kosið. Innlegg lögfræðinganna sjö er líklega nokkuð sterkt NEI megin og þeir boða 13 stuttar greinar í framhaldinu til að skýra sinn málstað.

Gott hjá þeim.

Hins vegar væri það vandalaust að finna aðra sjö þungavigtar lögfræðinga,  megin, sem væru þeim svo innilega ósammála um flesta þætti málsins.

Lögfræði eru undarleg fræði. Oft verð ég hugsi þegar Hæstiréttur snýr úrskurðum Héraðsdóms á haus, með einhver sératkvæði í hliðarvagninum. Hvort réttarstigið hefur þá rétt fyrir sér? Hvorugt kannski? Ætli margir dómar séu ekki bara tóm vitleysa og endileysa, ekki mönnum bjóðandi?

Hræddur um það.

Er lögfræðin ekki bara svona 50:50 vísindi? Eins og fiskifræðin.

Er nema von að almenningur sé ruglaður í þessu óþverra Icesave máli?

PS. Í kvöldfréttum kom fram að samkvæmt mælingu Gallup ætla 63% að segja  þann 9. apríl.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Björn, auðvitað eru lögfræðingar ýmist með eða á móti Icesave eins og annað fólk. Sumir taka afstöðu út frá eigin sjónarhóli, aðrir af pólitískum ástæðum.

Það er hins vegar ljóst að það er mjótt á mununum og að sjálfsögðu ræður meirihlutinn þegar atkvæðin verða talin.

Sjálf mun ég krossa við NEI. Hinir verða svo að eiga við eigin samvisku þegar eftirmálinn skýrist. Verst að sú Lilja verður þá ekki kveðin aftur.

Kolbrún Hilmars, 9.3.2011 kl. 19:55

2 identicon

Hvernig skyldi það vera,í þessu úrtaki hjá Gallup voru rúmlega 1200,manns sem hringt var í,er alltaf hringt í sama fólkið,nágranni minn sem Gallup hringir oft í benti mér á þetta.  MUNUM  NEI VIÐ ICESAVE 9 APRÍL.

Númi (IP-tala skráð) 9.3.2011 kl. 20:11

3 Smámynd: Björn Birgisson

Númi minn, nennir enginn að hringja í þig, eða áttu kannski ekki síma, svona í kjölfar hrunsins? Á ég kannski að hringja í þig? Mundu að mæta á kjörstað! Búið að fresta kosningunum um eina viku!

Björn Birgisson, 9.3.2011 kl. 20:30

4 identicon

Rök lögmannanna eru undarleg.Þeir telja málið auðunnið fyrir dómstólum.Rök?Bretar og Hollendingar hafa ekki farið í mál!! Ekki er minnst á skýringu: íslenskir ráðamenn hafa marglýst því yfir að Íslendingar muni standa við skuldbindingar sínar. Yfirlýsingar ráðamanna hafa þjóðréttarlegt gildi.Langar og strangar samningaviðræður hafa staðið yfir eins og alkunna er. ESA(30 lögfræðingar) undirbýr að kjæra ísland vegna brota á EES samningi fyrir Efta-dómstólnum. Ragnar Hall telur dómstólaleiðina of hættulega. Lárus Blöndal vill fara samningaleiðina. Lögfræðngar sem létu í té álit fyrirmnefnd Alþingis töldu ekki hægt að útiloka að dómsmál tapaðist. Hvar hafa þessir 7 lögfræðingar verið öll þessi ár ?

Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 9.3.2011 kl. 20:33

5 Smámynd: Björn Birgisson

Kolbrún, samkvæmt Gallup í kvöld er ekki mjótt á mununum. 63/37. Eftir því sem fleiri Sjálfstæðismenn fylgja sínum foringja, mun þessi munur aukast, liðinu í hag. Kannski kostar það klofning Sjálfstæðisflokksins. Ekki mun ég gráta þann klofning.

Björn Birgisson, 9.3.2011 kl. 20:34

6 identicon

Mikið ertu skemmtilegur og það lygilega Björn Birgisson,hver einasti pistill frá þér er bara skemmtun.

Númi (IP-tala skráð) 9.3.2011 kl. 20:53

7 Smámynd: Björn Birgisson

Takk, Númi minn, maður reynir og rembist við að tjá sig um eitt og annað, sem maður hefur takmarkað vit á! Fyrir mér er bloggið fátt annað en grín og skemmtun. Grátlega fyndið hvað sumir taka sig hátíðlega hér! Rétt eins og þeir beri þjóðina á herðum sér, standandi ekki undir sjálfum sér, hvað þá meira!

Oftast eru skrif mín alvörulaus með öllu. Ekki alltaf. Hreint ekki alltaf. Margir skrifarar hér skrifa á anda skilgreiningar Schopenhauer: Allir halda að sinn sjóndeildarhringur sé sjóndeildarhringur alls heimsins.

Það geri ég ekki.

PS. Ég sakna Baldurs Hermannssonar á þessu bloggi. Margir mundu segja að hann væri mín pólitíska andhverfa. Nákvæmlega þess vegna sakna ég hans. Einkum þó glettninnar hans og yfirburða hans í glímunni við þjóðtunguna, sem kynslóðin okkar er að tapa á klofbragði. Hann er galgopi eins og ég. Bara miklu betri sem slíkur.

PSS. Er hann ekki örugglega að lesa þetta?  

Björn Birgisson, 9.3.2011 kl. 21:45

8 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Björn, af 1279 aðspurðum tóku 747 afstöðu, eða 58,4%.

Af þessum 747 sögðust 470 (eða 63%) segja JÁ, sem gerir 37,5% af heildinni.

Ja, ég myndi ekki segja kálið sopið fyrr en í ausuna er komið...

Kolbrún Hilmars, 9.3.2011 kl. 21:54

9 Smámynd: Björn Birgisson

Kolbrún, mín spá er sú að þetta fari 50:50! Hvað gera bændur og vinnuhjú almennt þá?

Björn Birgisson, 9.3.2011 kl. 22:48

10 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Fólk ætti að lesa Mál E-2/10, Kolbeinsson vs. Íslenska ríkið.  Ráðgefandi álit EFTA Court.

http://www.eftacourt.int/images/uploads/2_10_Judgment_ICE.pdf

það er ýmislegt sem má læra af þessu.  Td. hve einstaklingar öðlast mikinn rétt í gegnum EES samninginn.

Að í örstuttu máli, þá var vinuslys og íslenskir dómsstólar höfnuðu skaðabótakröfu starfsmanns gegn vinnuveitenda.  Töldu að sá sem slaðast hefði borið eigin sök á slysinu.

EFTA Dómsstóllinn hafnaði dómi ,,Héraðdóms Reykjavíkur".  það er bara þannig.  Hann hafnaði því.

Og - þá kemur að því athyglisverða - að hann telur að það að íslenskir dómsstólar dæmdu ekki eftir fyrirmælum eða lagaverki í 2 viðkomandi dírektífum  (Tilskipunum sem höfðu verið innleiddar á Íslandi og allt í góðu með það) þýddi einfaldlega það,  að dírektífin væru ekki rétt innleidd!  Eða væru innleidd á ófullkominn hátt.  Og Ísl. ríkið gæti orðið skaðabótaábyrgt vegna þessarar vanrækslu sinnar.

Nú, og hvað lærdóm má draga af þessu?  Jú, Eftadómsstóllinn metur það þannig í þessu tilfelli,  að dírektífin færi einstaklingum lagalegan rétt sem ríkið verður að sjá til að sé uppfylltur.

Ok. og það al-eftirtektaverða er, að rétturinn sem einstaklingum er veittur í dómi Kolbeinsson vs. Íslenska ríkið,  er langt í frá eins skýr og kristaltær og í dírektífi 94/19.  Langt, langt í frá eins skýr og kristaltær.  Samt metu EFTA réttinn nægilega skýran Máli E-2/10.

Þar að auki, þar að auki, þá var í tilfelli dírektífis 94/19 líka mismunað gróflega og Jafnræðisreglan mölbrotin.  Sem eitt og sér er stórlegt brot á EES.  Stórlegt brot.

Svo segja menn bara sumir:  Ja,  við erum með unnið mál!

Maður skilur ekki svona.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 9.3.2011 kl. 22:53

11 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Björn, það gæti allavega orðið mjótt á mununum í þessari atkvæðagreiðslu. Ef nokkuð munu þó NEI sinnar hafa það. Kannski er það bara óskhyggja hjá mér því ég get ekki hugsað það til enda hvað hér muni gerast ef við verðum gerð ábyrg fyrir fjármálasukki bankaræningjanna. Reyndar ekki bara okkar vegna því sambærilegri svívirðingu er reynt að koma yfir á ábyrgð almennings víðar en hérlendis.

Ómar Bjarki er alveg úti á túni með þetta "sambærilega" mál sitt eða a.m.k. eigin túlkun á því. Á móti mætti álykta af því máli að EFTA dómstóllinn líti á íslenskan almúga sem einstaklinga sem er verið að brjóta á með samsæri af hálfu stjórnvalda þriggja landa. Hvorki meira né minna.

Kolbrún Hilmars, 10.3.2011 kl. 17:51

12 Smámynd: Björn Birgisson

Kolbrún, er bara í boði að segja eða NEI? Má ekki segja KANNSKI? Það þætti mér góður kostur!

Björn Birgisson, 10.3.2011 kl. 17:56

13 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Björn, ég stakk upphaflega á því að valkostirnir ættu að vera þrír:

l) Já 2) Nei 3) Fresta málinu

"Kannski" skilur kerfið hins vegar ekki... :)

Kolbrún Hilmars, 10.3.2011 kl. 18:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband