14.3.2011 | 16:06
Hvenær kemur næsta spillingarmæling?
"Efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra handtók í dag og færði til frekari yfirheyrslu fimmtán stjórnendur og starfsmenn BYKO og Húsasmiðjunnar, vegna rannsóknar á meintu ólögmætu samráði fyrirtækjanna."
Það var ekkert annað!
Muna ekki allir eftir því hvað Ísland skoraði alltaf hátt þegar einhverjar erlendar stofnanir voru að mæla spillingu þjóðanna?
Hér er um að ræða tvö stór fyrirtæki sem bæði eru í öndunarvélum á gjörgæslu bankanna og lífeyrissjóða, sem koma til með að greiða væntanlegar sektir.
Sjaldan er ein báran stök. Er svindlað á bókstaflega öllum sviðum í þessu landi?
Mikið hlakka ég til að sjá næstu spillingarmælingu að utan.
Er það kannski ekkert tilhlökkunarefni?
Fimmtán handteknir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Björn Birgisson
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Æi, það tók enginn sem ég þekkti mark a þessum mælingum í áratugi Björn. En ég skildi ekki- og skil ekki enn hvað þessir sprenglærðu apakettir meintu með öllu því rugli.
Ég hef nefnilega enga trú á því að úti í heimi hafi verið tekið meira mark á þessu en hér heima.
Kannski þurftu pólitíkusar okkar á þessu að halda til þess að slæva sektarkenndina?
Árni Gunnarsson, 14.3.2011 kl. 17:04
Árni, mér þótti alltaf gaman að sjá landið mitt mælast svona vel. Nú hins vegar er ég farinn að skilja brandarann!
Björn Birgisson, 14.3.2011 kl. 19:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.