Næsta ríkisstjórn. Úrslit liggja fyrir. Eitthvað allt annað!

Hef verið með könnun á síðunni minni í tæpan sólarhring. Niðurstaðan er dálítið athyglisverð að mínu mati og allt önnur en ég átti von á. Fjöldi svarenda var ekki mikill, en merkilegt var að fylgjast með því að prósentu tölurnar breyttust mjög lítið allan tímann.

Spurt var:

Ef kosið yrði fljótlega, hvernig ríkisstjórn viltu sjá koma út úr því?

VG og Samfylkingu: 17,7%
Samfylkingu og Sjálfstæðisflokk: 12,9%
Sjálfstæðisflokk og Framsókn: 20,2%
Framsókn og VG: 2,4% 
Samfylkingu og Framsókn: 4,8%
VG og Sjálfstæðisflokk: 7,3% 
Eitthvað allt annað: 34,7% 
124 hafa svarað spurningunni.
Í næstu ríkisstjórn landsins verður því: Eitthvað allt annað!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Andskotinn eigi það, allt annað er fýsilegra en Samfylking (djöf. hata ég þetta nafn) og Sjálfstæðisflokkur.  Er ekki eðlilegast að hin ráðgóða stjórnarandstaða með órólegudeildinni í VG taki við stjórnartaumnum, falli þessi stjórn. Næg eru úrræðin þeim megin hið minnsta. Má ekki vera að þessu lengur, fer að horfa á Attenborugh.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 14.3.2011 kl. 20:12

2 Smámynd: Sævar Helgason

Þessi úrslit þýða að engar kosningar verða fyrr en að loknu þessu kjörtímabili. Nú er því bara að styðja þessa ríkisstjórn til góðra verka-annað er ekki í boði-um sinn.

Sævar Helgason, 14.3.2011 kl. 20:27

3 Smámynd: Björn Birgisson

Þakka innlitin félagar Axel Jóhann og Sævar!

Björn Birgisson, 14.3.2011 kl. 20:39

4 Smámynd: Sigurður Antonsson

Kjósendur vilja "eitthvað allt annað"? Brennt barn forðast eldinn og því bíða kjósendur eftir nýju útspili flokka eða betri stjórnarskrá sem gætir betur hagsmuna þeirra. Frjáls skoðanamyndun á netinu er að gera mikið gagn og það kemur að því að við fáum betri ákvarðanatökur. Skoðanakannanir þínar hjálpa til.

Mbl.is er vandaður fréttamiðill á netinu með mikið úrval frétta. Eyjan og Pressan bjóða ekkert sambærilegt og endurbirta mikið efni frá Mbl.is. Það var engin frétt á Mbl.is um að Lilja Mósesdóttir hefði mætt í Silfur Egils eða hafi gert grín að "evrukrónu" Samfylkingar. Hér er enginn að hafa áhrif á skoðanir bloggara og því skil ég ekki áhyggjur þínar um minnkandi áhuga á netskrifum. Athugasemdir bloggara hér við fréttir birtast löngu áður en aðrir

hafa áttað sig á málunum.

Sigurður Antonsson, 14.3.2011 kl. 20:48

5 Smámynd: Björn Birgisson

Sigurður, þakka þér góð orð. Ég þarf ekkert að kvarta, fæ furðu margar heimsóknir daglega. Hins vegar veldur mér áhyggjum að öll umferð um Moggabloggið hefur snarminnkað, bæði skrif og heimsóknir.

Ég skil alls ekki af hverju búið er að færa innganginn að Moggablogginu neðst á forsíðuna. Varla er hægra apparatið farið að óttast skrif okkar, fámennrar sveitar vinstri manna sem hér er?

Skammast sín kannski fyrir ofstækisskrif hægri öfgamannanna hér.

Það er líklegri skýring.

Björn Birgisson, 14.3.2011 kl. 21:01

6 identicon

Mér finnst þetta segja miklu meira um þjóðina en ríkisstjórnina

Jón Óskarsson (IP-tala skráð) 14.3.2011 kl. 21:40

7 Smámynd: Björn Birgisson

Já, Jón Óskarsson. "Þjóðin kaus" svona. Sjáðu til. Þátttakan var eins og í kosningum í litlu sjávarplássi úti á landi. Hefði auðveldlega getað haft kosninguna lengur í gangi. Fengið kannski 200-400  þátttakendur. Tölurnar voru bara ekkert að breytast, svo ég ákvað að klippa á naflastreng könnunarinnar.

Björn Birgisson, 14.3.2011 kl. 21:46

8 Smámynd: Sigurður Antonsson

Markaðsfræðin er allsráðandi. Hversvegna auglýsa bankarnir kjötlæri þrisvar í viku? Framtakssjóður borvélar og blóm? Málið er að reksturinn verður að fá inn sem flestar krónur, sama þótt enginn sé hagnaðurinn nú um stundir. Held þetta snúist ekki hægri menn eða vinstri. Nú verða menn að leita að blogaðganginum og þar er líka að finna áskrift að Morgunblaðinu.

Sigurður Antonsson, 14.3.2011 kl. 22:08

9 Smámynd: Björn Birgisson

Sigurður, áskrift að Morgunblaðinu? Ertu þá að höfða til 10 þúsundanna sem hurfu á braut við ritstjóraskiptin og brutu fjárhagsgrundvöll blaðsins endanlega niður? Ekki er ég einn þeirra. Kaupi blaðið og hef gert í rúmlega 30 ár.

Björn Birgisson, 14.3.2011 kl. 22:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband