15.3.2011 | 00:14
Ykkur er allt heimilt á meðan þið drepið ekki neinn úr valdstjórninni
"Ríkissaksóknari hefur ákveðið að áfrýja ekki dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í svonefndu níumenningamáli." Aumur er ríkissaksóknari. Ekki verður annað sagt.
Ekki hafa níumenningarnir, eða nokkur úr þeirra hópi, áfrýjað heldur.
Það kom þó ekki fram í fréttinni.
Enda flestir drullufegnir að hafa ekki fengið betur á baukinn en dómurinn sagði til.
Þeir sluppu ótrúlega vel.
Skilaboð Héraðsdóms til framtíðar mótmælenda þessa lands, sem fara gjörsamlega yfir strikið, eru þessi:
Ykkur er allt heimilt á meðan þið drepið ekki neinn úr valdstjórninni. Þingmenn, þingverði, ráðherra eða lögreglumenn.
Hvað hefði Héraðsdómur í Bandaríkjunum gert í samsvarandi tilfelli?
Skipulögð árás á sjálft þinghúsið.
Lífstíð hið minnsta.
Nímenningamáli ekki áfrýjað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Björn Birgisson
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Héraðsdómur í Bandaríkjunum hefði sett Íslenska bankaræningja í lífstíðarfangelsi! En á Íslandi eiga bankaræningjarnir að byggja upp landið? Og eru á góðri leið með að koma landinu í gegnum bankarán númer tvö? Við hlökkum öll til!
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 15.3.2011 kl. 00:27
Anna Sigríður, ekki hlakka ég til! Svo mikið er víst! Ertu ekki að blanda tveimur ólíkum málum saman?
Björn Birgisson, 15.3.2011 kl. 00:37
Leiðinlegt hvað þú situr pikkfastur í þessari meintu árás á Alþingi eins skynsamur og þú langoftast virðist :) Hefurðu kynnt þér málið i þaula? Ég sé ekki betur en að ákæran sé meira og minna byggð á sandi, enda ekki dæmt skv. henni, heldur fundinn einhver tittlingaskítur frekar en ekkert úr því sem komið var.
Og Guð forði okkur frá bandarísku ofsóknaræði.
Hulda (IP-tala skráð) 15.3.2011 kl. 00:38
Hulda, mín skynsemi, eða skortur á henni, kemur þessu máli ekkert við. Kynnt mér málið í þaula? Hvernig gerir maður það? Ég sá allar fréttir og hef fylgst með málinu í gegn um fjölmiðla. Rétt eins og máli Baldurs Guðlaugssonar. Sekur er hann að mínu mati. Rétt eins og liðið sem réðst á Alþingi. Dómstóll götunnar myndar sér alltaf skoðun. Ég er líklega meðlimur í þeim dómstól, án atkvæðisréttar, en með málfrelsi.
Björn Birgisson, 15.3.2011 kl. 00:45
Níumenningarnir eiga heiður skilin,þetta unga fólk var ekkert annað að gera en að sína óánægju sína í ljós það eru jú þaug sem erfa landið. Þú ágæti Björn virðist vera pikkfrosin,í þeirri trú að þetta unga fólk sé svo svakalega brotlegt,að það eigi þunga refsingu skilið. Já Björn þið sem mörg hver er hallast að Samspillingarflokknum,eigið erfitt. Ég vildi óska þess að ég hefði verið þarna á Þingpöllunum með níumenningunum,þaug eru hetjur.
Númi (IP-tala skráð) 15.3.2011 kl. 08:20
Sæll Björn. Þau eru heppin, níumenningarnir, að við vorum ekki í dómaraliðinu. Eins og þér ofbauð mér framganga þessa fólks í hinni "meintu" árás á Alþingi og má vel sjá starfsmenn í átökum við lýðinn á myndum af atburðinum. Ég hef ekki "kynnt" mér málið með því að leggjast í gögn saksóknara eða verjandans sem ekki var af lakara taginu en fylgst vel með fréttaflutningi af málinu eins og þú. Mér finnst hinsvegar ótækt að fólk geti hagað sér með þessum hætti án þess að ég vilji sjá það í lífstíðarfangelsi eða fangelsi yfirleitt. Hvað ef þetta væri daglegt brauð að menn efndu til óláta og ofbeldis í æðstu stofnun þjóðarinnar. Þau sluppu afar vel og já aumur var ríkissaksóknari. Ef Baldur hinsvegar verður ekki dæmdur sekur, þá má loka þessu dómstólabatteríi að mínu mati. Kveðja Kolla
Kolbrún Stefánsdóttir, 15.3.2011 kl. 08:21
Kolbrún hin fagra,nefnir þarna í síðustu línu. ''Þau sluppu afar vel og já aumur var ríkissaksóknari'' Kolbrún og Björn,ykkur til ábendingar að þá var örlítið brot sýnt frá upptökum Alþingis,lengra brot af myndefni var ekki til.! Ástæðan var sú að starfsmaður þingsins hafðu haldið þessum bút eftir en ''hent'' restinni. Starfsmaðurinn var spurður hversvegna hann hafi hent efni,,svarið frá honum var,,að hann hafi valið það efni sem honum fannst skipta máli,,þarna sjáið þið að þvílík vinnubrögð sem þarna var á ferðinni,ja hér. Kolbrún segir í efstu línu ''þau eru heppin að við vorum ekki í dómaraliðinu'' Kolbrún þingeyingur,ég held að þú sért að grínast. En Birni er full alvara.Húrra fyrir níumenningunum.
Númi (IP-tala skráð) 15.3.2011 kl. 08:33
Númi. Ég hef það reyndar fyrir sið að rökræða ekki við nafnlausa en hef oft verið þér sammála í kommentum á blogginu og læt því til leiðast hér. Ég er ekki að grínast með það að mér finnst að árásir á svona stofnanir óhæfa og eiga engan rétt á sér. Sama átti við þegar skríll undir forystu þingmanns réðist að lögreglustöðinni á sínum tíma og menn muna. Ég er mjög á móti öllu ofbeldi og tel að það þurfi að koma í veg fyrir það með einhverjum ráðum. Ekki mæli ég því bót að henda efni sem hefði getað skýrt málið frekar en hann hefur þó haldið til haga því " sem máli skipti" að það var gengið fram með miklu offorsi. Tilvísun í að ég sé Þingeyingur er væntanlega út af Mývatnsmótmælunum í den eða eru þeir allir grínistar. Ég held að þessi árás hafi verið að undirlægi pólitískra afla og það er ólíðandi. Hefði viljað að þau fengju öll fjársekt sem munaði aðeins um svona sem víti til varnaðar. Maður fær stórsekt fyrir að keyra á 100 km hraða úti á þjóðvegi en hvað fengu þau fyrir árás á Alþingi? Vilt þú Númi að níumenningarnir haldi áfram sinni iðju? Kveðja Kolla( hin fagra )
Kolbrún Stefánsdóttir, 15.3.2011 kl. 09:10
Ég held að upplitið breyttist á Núma, Önnu og Huldu og annað hljóð kæmi í strokkinn ef þessi lýður réðist svona inn á heimili þeirra, ég hygg að þá gæfu þau lítið fyrir yfirlýsingar um "góðan málstað" innrásaraðila.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 15.3.2011 kl. 09:29
Björn - Axel - Kolbrún - það er sorglegt að einhverjir eistaklinga skuli hafa það í sér að hæla ofbeldinu og jafnvel ÞAKKA ÞESSU UNGA FÓLKI eins og Anna Sigríður gerði í bloggi sínu. Ofbeldi leiðir af sér meira ofbeldi. Níumenningarnir voru ekki í neinum hugsjónaleiðangri - aðeins í misheppnaðri tilraun til þess að upphefja sig.
Það er og var lélegt - ég deili ekki við dómarann en þessi dómur hefði orðið þyngri hefði ég setið í dómarasæti - en dómur er fenginn og níumenningarnir geta vel við unað - að vísu - eins og augljóst var strax í upphafi - þá var enginn 16 ára dómur inni í myndinni - það var bara enn eitt bullið í þeim.
Ólafur Ingi Hrólfsson, 15.3.2011 kl. 10:05
Og hver er ofstækismaðurinn/-mennirnir hér?
Ég (IP-tala skráð) 15.3.2011 kl. 10:31
Kolbrún, Þú ritar þarna í svarpistli til mín ,,Ég held að þessi árás hafi verið að undirlægi pólitískra afla og það er ólíðandi,. þarna er þú að geta þér til,semsagt giska á. Ekki þekki ég neinn sem er í þessum níumenningahópi,en ég hef fylgst vel með,hvernig stjórnvöld hafa unnið í þessari,,meintu,,árás. Ekki kalla ég það fagleg vinnubrögð að aðeins valin bútur frá myndavélum Alþingis var sýndur sem sönnunargagn og unnið mest eftir því og örbútur frá Sjónvarpinu. Takið eftir hve fyrirsögnin á þessum pistli er hjá Birni Birgissini.::Ykkur er allt heimilt á meðan þið drepið ekki neinn úr valdstjórninni.:: Þá spyr ég,, hve margir hafa tekið sitt líf,hve margir hafa misst eigur sínar,hve margar fjöldskyldur hafa flosnað í sundur,hve margar fjöldskyldur hafa flutt af landi brott,hversvegna fjölgar í röðum hjá fjöldskylduhjálp,og hjá öðrum hjálparstofnunum,hve margir einstaklingar hafa hætt námi,hversvegna hefur fólk margt hvert ekki efni á að fara til læknis,hversvegna hefur fólk ekki efni á að leysa út lyfin sín, hversvegna hefur fólk þurft að hætta við að fara í nauðsynlegar aðgerðir, Svona er hægt að bæta við fleirri spurningum,en læt nægja hér. Kolbrún áttu svar við þessu.? Björn áttu svar við þessu.?Ólafur Ingi áttu svar við þessu.? Axel Jóhann áttu svar.? Mitt svar er að vegna svona '' Valdstjórnar og hinar fyrri'' er svona komið fyrir hér á landi voru. Kenniði bara níumenningunum um þetta,það kæmi mér ekki á óvart miðað við hvað þið haldið að það fólk sé hættulegt. Það var árið 1976 að mig minnir er Össur Skarphéðinnsson er þá var leiðtogi stúdenta hélt ræðu á pöllum Alþingis og truflaði starfsemi þess,Össur hafði marga með sér uppá pall sem mynduðu hring utan um hann er hann hélt öskurræðu yfir þingmönnum,ekki var hann kærður eða hans fylgismenn. Pistill hér að ofan No 11 er með beytta spurningu og segir mikið.
Númi (IP-tala skráð) 15.3.2011 kl. 11:42
Númi ég á svör við flestum spurninga þinna. Ekkert þeirra réttlætir það sem þarna gerðist. Heldur þú að það sé bara fámennur hópur landsmanna sem þykir dómsvaldið hafa farið mildum höndum um þetta fólk?
Björn Birgisson, 15.3.2011 kl. 13:07
Hvað veistu um hvað þarna hefur gerst.? Dæmirðu eftir því sem þú sást á myndum sem sýnt var í sjónvarpi.? Björn telurðu að þessir nímenningar og fleirri sem þarna voru hafi ætlað að yfirtaka þingið og ,,stjórn,, landsins. er þetta fólk einsog þú nefnir hættulegasta fólkið sem við er að eiga í hruni samfélagsins. ? Ég er reyndar hissa á því hvað stjórnmálamenn hafa sloppið vel undan reiði almennings,það er algjörlega farið með of mjúkum silkihönskum um þann söfnuð sem nefdur er pólitíkus/stjórnmálamaður,ef rétt ætti að fara um hér að þá ætti hundruð manna að fara inná Alþingi og byðja þetta óstarfhæfa lið að yfirgefa húsið ''vinsamlegast;;. Það eru örfáir einstaklingar á Alþingi sem vita hvernig þjóðarpúlsin er,og mættu þeir sitja kjurrir. Hér þarf Utanþingsstjórn,að mínu mati.
Númi (IP-tala skráð) 15.3.2011 kl. 14:34
Að vilja fara á þingpalla flokkast ekki í sama reit og innbrot á heimili, bara svo við höldum því til haga.
Síðan hvenær mega borgarar þessa lands ekki fara upp á þingpalla, jafnvel þó það sé ungt fólk sem ekki hefur efni á einföldum fatasmekk?
Hver réðst á hvern inni í Alþingishúsinu? Hefur verið hægt að sýna fram á það? Nei, væntanlega ekki því myndbútarnir sem gátu sýnt það hurfu svo heppilega.
Er skoðun réttari ef margir hafa hana?
Hulda (IP-tala skráð) 15.3.2011 kl. 14:47
Já Númi ég er að giska enda sagði ég "ég held" en ég er ekki að segja að árásin hafi verið neitt betri eða verri við það. Mér finnst bara óheiðarlegt ef stjórnmálaflokkar eru að standa fyrir slíku til að komast sjálfir til valda.
Faglegt eða ekki faglegt, það er ekki mitt að dæma, en því átti þessi starfsmaður að bera einhverja sönnunarbyrgði á þessu máli fyrir hinn aðilann? Ég gat ekki betur séð en þetta fólk hafi sumt verið með hulin andlit, en það er kannski bara fátæklegur fatastíll, sem ég skil reyndar ekki hvernig slapp inn í umræðuna
Þessi árás á Alþingi hefur ekki bjargað mannslífum, eignum eða örvinglan fólks, brottflutningi né stytt eða lengt raðir hjá hjálparstofnunum. Það er ekki stilla þessari aðgerð versus gjaldþrot þjóðarinnar. Það er nauðsynlegt að við höldum okkur við þá aðgerð sem við erum að ræða hér en ekki flengjast um víðan völl og tína allt illt í samfélaginu sem rök með þessu.
Ég hef sagt í ca þrjú ár að það hafi átt að mynda þjóðstjórn á sínum tíma en það var ekki hægt, sennilega mest af því það kom opinberlega frá Davíð Oddssyni upphaflega. Utanþingsstjórn er bara vitleysa að mínu mati. Þú sérð að báðir ópólitísku ráðherrarnir eru nú hættir og það hlýtur að segja okkur eitthvað.
Ekki er hægt að fría sig sök með að benda á annað brot ( sbr. ummæli Gunnars Páls í sjónvarpinu í gær ) og seint myndi ég samþykkja að Össur væri eitthvað sem réttlætir einhverjar aðgerðir.
Hulda ég er alveg sammála þér. Ekkert er eins slæmt og að brjóta friðhelgi heimilisins og einkalífsins en ég held að allir geti farið á þingpalla sem það vilja og þetta mál snérist nú varla um það eða hvað? og engin skoðun er rétt bara af því margir eru að tjá sig um hana .... en mér finnst mín og þér þín, ekki satt ? Kveðja til ykkar, með allri virðingu fyrir ykkar skoðun, Kolla
Kolbrún Stefánsdóttir, 15.3.2011 kl. 16:38
Kolbrún, það snérist einmitt um það að fara á þingpallana! Og að einhver tiltekinn stjórnmálaflokkur hafi staðið á bak við það, er algjörlega út í hött og á engum rökum reist.
Ég (IP-tala skráð) 15.3.2011 kl. 16:58
Kolbrún,þú mikið meira en ágæta.Það er verið að ræða um orsök og afleiðingar,að þínu mati segir þú að það sé að fara um víðan völl.(þó ekki golfvöll,þá þekkir þú um víða veröld.) Semsagt afleiðingar óstjórna og undirsáta. Kolla,þú ættir að þekkja lítilmagnan og erfiðleika þeirra sem eiga undir högg að sækja í samfélaginu. !!!!!!! Fólk er búið að fá nóg. Tek undir pistil No 17.
Númi (IP-tala skráð) 15.3.2011 kl. 17:44
Ég þakka öllum innlitin og skoðanaskiptin.
Björn Birgisson, 15.3.2011 kl. 19:05
Björn, ég er þér sammála um að níumenningarnir séu heppnir. Það var að vísu hér sérstakt ástand, sem þó ekki réttlætir innrás inn á Alþingi. Það á ekki að líðast að lamið sé í bifreiðar ráðherra, eða ógna þeim á annan hátt. Mótmælin í búsáhaldabyltingunni voru að hluta til góð, fólk að láta skoðun sína í ljós. Þegar lítill hópur tók sig til og útbjó sig þannig að ekki þekktust og beittu ofbeldi, fór það yfir strikið.
Sigurður Þorsteinsson, 15.3.2011 kl. 22:37
Sigurður hafa stjórnvöld,þessi sem hin fyrri ekki margsinnis farið illilega yfir''strikið'' ? ? ? ? ? ?
Númi (IP-tala skráð) 15.3.2011 kl. 22:49
Þakka þér heimsóknina, Sigurður minn. Þetta var erfitt mál, aðstæðnanna vegna, það skilja allir, en þetta unga fólk slapp ótrúlega vel frá öllu. Ekki hefur það áfrýjað, vafalítið samkvæmt ráðgjöf Ragnars Aðalsteinssonar, fremsta lögfræðings allra þeirra sem dansa á línu góðs siðferðis og þess sem lögin leyfa í okkar landi.
Björn Birgisson, 15.3.2011 kl. 22:51
Björn , ertu ekki bara hress,þú ert búin að vera svo undarlega hógvær á þessu bloggi.
Númi (IP-tala skráð) 15.3.2011 kl. 23:17
Ha,ha, hógvær? Góður Númi minn! Löngu farinn á önnur mið! Eins og Tómas sagði: Lengst út á flóa farinn ........... en dóttirin hún er heima ...........
Þetta blogg, þessi mín færsla er bara history hjá mér! En innleggin voru öll frábær og þau þakka ég innilega.
Ertu ekki að fylgja mér eftir? Grunar að þú eltir mig sem skugginn!
Lestu kúturinn minn og endilega skildu eitthvað eftir fyrir mig að melta!
Björn Birgisson, 15.3.2011 kl. 23:39
Auðvitað fylgi ég þér sem skuggin.
Númi (IP-tala skráð) 15.3.2011 kl. 23:59
Númi, gott að heyra, settu þitt mark á sérhverja mína færslu og stattu þig sem minn skuggabaldur, alltaf gaman að þínum innlitum. Alltaf svo gaman af þeim sem eru sífellt skrefinu á eftir! Sporgönguliðinu!
Björn Birgisson, 16.3.2011 kl. 00:13
Númi. Ef þú veist eitthvað um mig, sem mér finnst stundum að þú gerir, þá veistu að ég er óstöðvandi þegar kemur að því að verja þann sem veikari er, í hvaða stöðu sem er. Ég á hinsvegar erfitt með að réttlæta ofbeldisfullar aðgerðir þó til þeirra sé stofnað í góðum tilgangi. Það er bara það sem ég er að tjá mig um en ekki að staðan í samfélaginu sé góð eða réttlæta ranglæti á nokkurn hátt. Þú mátt ómögulega rugla þessu saman. Þetta er kannski spurning um aðferðafræðina. Ég held að ef þetta ágæta fólk hafi farið fram með minna offorsi þegar það fór inn til að fara á þingpalla þá hafi þetta ekki farið í þennan farveg. Menn sem eiga að gæta öryggis þingmanna og starfsfólks verða að geta haft stjórn á aðstæðum hverju sinni. Þetta eru líklega bara mótmæli sem fóru úr böndunum og niðurstaða dóms sýnir skilning á því og því mega þau fagna. Ekki ber ég kaldan hug til þeirra né annarra mótmælanda og vonandi hafa þessi dómsmál náð að róa í þeim blóðið án þess að skerða réttlætiskenndina. Kveðja Kolla
Kolbrún Stefánsdóttir, 16.3.2011 kl. 12:09
Sporgönguliðinu? Björn greyið Samfylkingin þín,það er erfitt hjá ykkur.
Númi (IP-tala skráð) 16.3.2011 kl. 12:10
Ég var farin að sakna svars frá þér Kolbrún,já ég veit vel um réttlætiskennd þína gagnvart þeim er minna mega sín. Þarna má sjá í þessum pistli þínum (no 27) að dómharka þín til níumenningana hefur sljákkað,það er vel.
Númi (IP-tala skráð) 16.3.2011 kl. 12:16
Ef þú þekkir mig Númi þá veistu að ég vil gjarnan hafa síðasa orðið og því svara ég því til að það er frekar skilningur þinn sem hefur aukist á ummælum mínum heldur en ég hafi dregið í land. Ég hefði sektað þau eins og ef þau hefðu keyrt á ca 120 km hraða . Kveðja Kolla
Kolbrún Stefánsdóttir, 16.3.2011 kl. 12:33
Kolbrún,sprellari/golfari/grínari/og þrjóskari, hefur hér síðasta orðið.
Númi (IP-tala skráð) 16.3.2011 kl. 13:25
Kolbrún Stefánsdóttir, 16.3.2011 kl. 13:38
Bíddu bara,hrekkjalómurin þinn.
Númi (IP-tala skráð) 16.3.2011 kl. 13:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.