Látum þá grenja og engjast

Segir í bréfinu, frá lögmanni Kevin Stanford, að Magnús Guðmundsson, forstjóri Kaupþings í Lúxenborg, hafi sent tölvupóst til Stanfords þann 6. ágúst 2008 þar sem sagði: „Ég bið þig að halda þessum viðskiptum leyndum." Eðlilega. Það má ekki kjafta frá glæp í uppsiglingu. Það eyðileggur glæpinn. Það gera glæpamenn ekki.

Það er skemmtilegur vælutónn í Kevin Stanford og bræðrunum  Robert og Vincent Tchenguiz um þessar mundir. Þessar væluskjóður vissu allan tímann að þær voru að taka þátt í bullandi svikamyllu Kaupþings og gerðu það blákalt með peningagræðgina eina að leiðarljósi.

Al Capone var að sönnu glæpamaður eins og ofannefndir. Hann gerði þó að minnsta kosti tvennt sem gladdi samferðafólk hans. Hann seldi því brennivín á bannárunum til að létta því stundirnar og grisjaði ömurlegustu mannflóruna í sínu umhverfi með skipulögðum drápum úrhraka, sem engum urðu harmdauði. Eitthvað fékkst hann svo við vændi og fleira, sem sumum varð til skammvinnrar gleði, en öðrum til hörmungar, sem alþekkt er. Svo var hann dæmdur fyrir skattsvik! Ekkert annað!

Hann var miklu flottari glæpamaður en þrenningin hér að ofan! Hann var alvöru glæpamaður!

Ég lít svo á að siðspilltir fjárglæframenn og eiturlyfjasalar séu mestu úrhrök glæpaflórunnar. Að nauðgurum ógleymdum.

Látum þrenninguna grenja og engjast.

Ekki vorkenni ég þeim.

Vildi helst að þeir stæðu allir eftir á brókinni einni fata á Trafalgar Square með betlistaf í hendi.


mbl.is Boðin Kaupþingsbréf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Og hví ættu þeir að halda brókinni nafni?

Björn (IP-tala skráð) 14.3.2011 kl. 22:37

2 Smámynd: Björn Birgisson

Nafni! Af þeirri einu ástæðu að algjör nekt er bönnuð á Trafalgar Square! Sem ætti kannski að líta framhjá í þessum tilvikum, þeir fengju kannsi eitthvað í baukinn út á lillann? Smáaura auðvitað við hæfi og eina og eina Viagra töflu kannski!

Björn Birgisson, 14.3.2011 kl. 22:44

3 identicon

Ekki viss um að lillinn á þeim sjáist, held að það hljóti að vera stærðarsamhengi milli hans og græðginnar.

Björn (IP-tala skráð) 14.3.2011 kl. 22:50

4 Smámynd: Björn Birgisson

Nafni, ertu að höfða til hinnar alkunnu tilgátu um karlana á stærstu jeppunum? Að sitja hátt með lítið ...........................?

Björn Birgisson, 14.3.2011 kl. 22:56

5 identicon

Björn Birgisson, ég tek 110% undir þessa færslu hjá þér. Þú ert oft hvassyrtur og þá er mest gaman að lesa skrifin þín. Þessi færsla er bara konfekt fyrir mig og örugglega marga fleiri.

Logi T. Lýðsson (IP-tala skráð) 14.3.2011 kl. 23:02

6 Smámynd: Erla Magna Alexandersdóttir

Gott að þessi samlíking við mafíuna kom fram- nema hvað eins og þú segitr- mafían átti sínar góðu hliðar- þeir ekki

Erla Magna Alexandersdóttir, 14.3.2011 kl. 23:18

7 Smámynd: Björn Birgisson

Erla Magna Alexandersdóttir, þakka þér innlitið. Mér sárnar svo innilega þegar þessir glæpahundar skríða úr holum sínum og krefjast réttlætingar á gjörðum sínum. Þeir sjá ekkert rangt í þeim gjörðum sínum, enda siðblindir með öllu. Ekki má taka því þegjandi.

Björn Birgisson, 14.3.2011 kl. 23:28

8 Smámynd: Björn Birgisson

Logi T. Lýðsson, ég hvassyrtur? Þér að segja hef ég aldrei komist upp úr 1. gír hér á blogginu. Það liggur líklega í góðu og grandvöru uppeldi mínu. Hér þarf svo margt að segja, sem ég læt ósagt, stundum, ekki alltaf. Ekki þarf ég að segja þér að þjóðfélagið okkar er ekkert annað en gríðarstór forarpyttur. Hreint ótrúlegur forarpyttur. Almennir borgarar eru hægt og bítandi að átta sig. Þess vegna sögðu 35% þátttakenda í könnun minni að þeir vildu "eitthvað annað" en gömlu flokkana í næstu ríkisstjórn. Ég tek alveg mark á því.

Björn Birgisson, 14.3.2011 kl. 23:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband