15.3.2011 | 13:54
Leigupennamennska eða blaðamennska?
Hvað er leigupenni? Er blaðamaður í föstu starfi leigupenni eigenda blaðsins? Eru fastir pistlahöfundar blaðanna allir leigupennar? Getur verið að allir blaðamenn á Morgunblaðinu séu leigupennar Davíðs og eigenda blaðsins? Agnes og öll hin? Nokkrir bloggarar á Moggabloggi kannski líka?
Reyndar er þetta aldrei sett upp á þennan hátt, en oft er getið um leigupenna hér á blogginu. Alltaf skal sú umræða tengjast Fréttablaðinu. Þar virðist allt mora í leigupennum. Leigupennum Jóns Ásgeirs. Leigupennum Samfylkingarinnar. Leigupennum ríkisstjórnarinnar. Skipti menn um starf verða þeir fyrrverandi leigupennar!
Að saka þá sem stunda blaðamennsku og pistlaskrif um leigupennamennsku er bæði lágkúrulegt og barnalegt, en sýnir lesendum ágætlega inn í hugarheim þeirra sem þær ásakanir stunda.
Þar er fátt fallegt að sjá.
Um bloggið
Björn Birgisson
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Fer ekki fremmstur í þessu leigupenna umræðu Páll nokkur Vilhjálmsson, einn ötulasti sorpleigupenni landsins?
Axel Jóhann Hallgrímsson, 15.3.2011 kl. 14:20
Það verður hver og einn að hafa sína skoðun á því, Axel Jóhann.
Björn Birgisson, 15.3.2011 kl. 14:26
Nú fá ekki bloggin þín að vera á "hærri staðnum" og lifa um það bil í tvo tíma. Hvað þarf til þess að komast á "hærri planið"? Þar er meira og minna alltaf sama fólkið. Fær það borgað eða borgar það með sér? Eða er það skráð í "Flokkinn"? Eða...........?
Sigurður I B Guðmundsson, 15.3.2011 kl. 14:44
Sigurður, ég fæ bara að vera í kjallaranum með öðrum óbreyttum fótgönguliðum!
Björn Birgisson, 15.3.2011 kl. 14:48
Það þarf fyrst og fremst Sigurður, að tala illa um ríkisstjórnina og það lið allt til að komast í efri deild moggabloggsins.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 15.3.2011 kl. 15:25
Við metum blogg til þátttöku í Umræðunni eftir ýmsum atriðum; hversu málefnalega er bloggað, hve langar eru bloggfærslurnar, er aðallega verið að blogga um fréttir og svo má áfram telja. Skoðanir bloggara skipta engu í því sambandi, enda er á listanum fólk úr öllum áttum."
Þeir eru með góðan húmor á Moggablogginu!
Skella svona fram vitandi að þeim trúir ekki nokkurt mannsbarn!
Björn Birgisson, 15.3.2011 kl. 19:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.