15.3.2011 | 16:21
Er kosningabandalag rétta leiðin?
Það er augljóst að stjórnmálin hérlendis eru í ógöngum. Hver höndin uppi á móti annarri. Öll samvinna flokkanna og umburðarlyndi þeirra í millum í sögulegu lágmarki.
Ég spurði í könnun hvernig ríkisstjórn menn vildu fá að afloknum næstu kosningum.
Aðeins 17,7% vildu stjórn VG og Samfylkingar, sem teljast verður falleinkunn.
Aðeins 12,9% vildu fá stærstu flokkana, Sjálfstæðisflokk og Samfylkingu saman í stjórn.
Aðeins 20,2% vildu fá Framsókn og Sjálfstæðisflokkinn saman að nýju.
Aðrir valkostir í flokkasamsetningu fengu nánast ekkert fylgi.
Einn valkostur fékk þó ágætan stuðning þátttakenda.
Eitthvað allt annað!
Það krossuðu 34,7% við þann valmöguleika!
Það er greinilega mikið og gott pláss fyrir nýja flokka og ný framboð á Íslandi.
Annað.
Það hugsuðu margir Sjálfstæðisflokknum þegjandi þörfina í síðustu kosningum og sendu hann inn á Alþingi með aðeins 16 þingmenn, sem er sögulegt lágmark. Sá 16. sullaðist inn með morgunkaffinu eftir langa kosninganótt!
Nú mælist sá flokkur með rúmlega 30% fylgi.
Það þýðir að aðrir hafi tæplega 70% fylgi.
Það væri hægur vandinn fyrir þessi 70% að mynda með sér kosningabandalag, ef virkilega er vilji til þess að framlengja skilaboðin sem kjósendur sendu Sjálfstæðisflokknum í síðustu kosningum.
Annað eins hefur nú gerst.
Ekki er þó líklegt að það gerist, en hafa ber í huga að í stjórnmálum er flest mögulegt.
Um bloggið
Björn Birgisson
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.