15.3.2011 | 17:36
Jón Gnarr er að gera það gott, bæði í Reykjavík og í útlandinu
Jón Gnarr, borgarstjóri allra Reykvíkinga og allra Íslendinga, þar sem þetta er nú höfuðborgin okkar allra, var spurður um pólitískar horfur á Íslandi félli ríkisstjórnin í kjölfar atkvæðagreiðslu um Icesave. Hann sagði að ef til vill kæmust þá íhaldsmenn aftur til valda. Bætti hann við að gerðist það, myndi hann flytja til Grænhöfðaeyja!
Jón Gnarr klikkar ekki. Í þessari stuttu frásögn af þessu viðtali er ljóst að hann hefur sagt ýmislegt, bæði með alvöru undirtóni og einnig í léttum dúr. Þetta skilur fólkið ágætlega og brosir út í annað. Óvant svona tegund af stjórnmálamanni, en líkar hún vel.
Hver bjó til þá kenningu að leiðindin þyrftu alltaf að drjúpa af stjórnmálum og stjórnmálamönnum?
Hefði hefðbundinn borgarstjóri verið í þessu viðtali hefði hann ekki sagt nokkurn skapaðan hlut sem nokkru máli skiptir. Hvorki fyrir Reykjavík, Ísland, né nokkurn annan!
Bara bullað hina hefðbundnu froðu um allt og ekkert. Innihaldslausa froðu stjórnmálamannanna.
Jón Gnarr er að gera það gott, bæði í Reykjavík og í útlandinu.
Hælbítum hans er ekki skemmt. Þeir óttast Jón Gnarr. Enda pólitískar gungur.
Bölsýnn borgarstjóri í Vín | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Björn Birgisson
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er ákaflega viðeigandi að þú - utanbæjarmaður sem hefur greinilega aldrei þurft að kenna stjórnkænsku Besta Flokksins á eigin skinni, hvað þá að þú eigir barn í skóla í Reykjavík og þurfir nú að berjast fyrir hagsmunum þess - skulir tjá þig hetjulega um Jón Gnarr og mæra frammistöðu hans í hástert. Það er til ákveðin manngerð sem lætur yfirgripsmikla vanþekkingu á málefni aldrei letja sig frá því að hafa á því sterkar skoðanir, tjá þær hástöfum og jafnframt telja þær betri og réttari en skoðanir þeirra sem þó hafa kynnt sér málin. Borgarstjórinn í Reykjavík er einn slíkur maður, og þú sjálfsagt líka.
Það er samt óneitanlega eitthvað ljóðrænt og fallegt við að einn vitleysingur, sem ekkert veit, skuli hampa öðrum vitleysing, sem ekkert veit heldur.
Birgir (IP-tala skráð) 15.3.2011 kl. 19:45
Ég gef mér að Birgir föðurlausi sé Sjálfstæðismaður. Þeir tala stundum svona "málefnalega"!
Björn Birgisson, 15.3.2011 kl. 20:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.