Staurblindir pólitískir ofstækismenn vaða hér uppi

Senn líður að því að ég haldi upp á þriggja ára bloggafmæli. Ekki veit ég hvernig þeim tímamótum verður fagnað, eða hvort þeim verður nokkuð fagnað. Kannski bara með því að hætta þessari vitleysu! Það er vissulega einn af möguleikunum!

Framan af bloggferli var ég duglegur að lesa annarra blogg, mér til mismikillar ánægju eins og gengur. Margir frábærir bloggarar eru horfnir af þessum Moggabloggs vettvangi. Af ýmsum ástæðum.

Nú er svo komið að blogg fjölmargra hér opna ég nánast aldrei til að lesa. Nenni því ekki og hef hvorki löngun né lyst til þess.

Hverjir eiga þau blogg?

Það eru staurblindir pólitískir ofstækismenn, kannski um 20 talsins. Menn sem ofsækja pólitíska andstæðinga sína. Kalla þá landráðamenn og þjóðníðinga. Uppnefna þá við hvert tækifæri sem gefst. Líka önnur tækifæri. Saka þá um lygar, sama hvað þeir segja. Saka þá um óþjóðhollustu öllum stundum. Saka þá í raun um allt sem ljótt er og miður hefur farið í þjóðfélaginu okkar undanfarna áratugi! Allur þeirra málflutningur samsamar sig í einu orði. Óþverri. Einhver mundi kalla þá leigupenna. Leigupenna hvers? Andskotans? Hann einn væri vís til að greiða fyrir óþverrann.

Hverjir eru þetta?

Þetta eru hægri sinnaðir öfgamenn.

Hvað heita þeir?

Það er fyrir neðan virðingu mína að nefna nöfn þeirra hér á minni síðu.

Þeir sjá sjálfir um sínar sjúklegu kynningar á sjálfum sér.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Betur verður það ekki orðað.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 16.3.2011 kl. 22:52

2 Smámynd: Þórir Kjartansson

Já, þessum fénaði er alveg að takast að gera út af við Moggabloggið.

Þórir Kjartansson, 16.3.2011 kl. 23:07

3 Smámynd: Björn Birgisson

Takk, Axel Jóhann.

Björn Birgisson, 16.3.2011 kl. 23:11

4 Smámynd: Björn Birgisson

Þórir Kjartansson, hræddur er ég um að þar hafir þú hitt lóðbeint á höfuð naglans, sem kann að verða sá síðasti í líkkistu Moggabloggsins!

Björn Birgisson, 16.3.2011 kl. 23:13

5 Smámynd: Ómar Geirsson

Taktu gleði þína á ný Björn, einhver verður að lemja á okkur málsvörum andskotans.

Það má alltaf nota Saltarann í neyð.

Til hamingju með tilvonandi bloggafmælið.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 16.3.2011 kl. 23:15

6 identicon

Ég bara skil ekkert í ykkur þið þjóðhollu menn Björn og Axel Jóhann.  Ég hef  oft nefnt Jóhönnu, LandráðaJóhönnu,og flokksbróðir minn hann Steingrím þessu líka. Og skammast mín ekkert fyrir það. Björn Birgisson,þú ert verulega svekktur Samfylkingarmaður þessa dagana,kvartar og kveinar,svo hrín af. Já það er erfitt hjá Samspillingarflokknum/Kommúnistaflokknum þessa dagana,eða á að rita LANDRÁÐAFLOKKINUM.

Númi (IP-tala skráð) 16.3.2011 kl. 23:19

7 Smámynd: Björn Birgisson

Ómar Geirsson, ertu málsvari andskotans? Það ertu ekki í minum huga, hreint ekki. Þú veist nákvæmlega hvað ég er að fara með þessari færslu. Fyrr má nú aldeilis fyrrvera, sagði Laddi hérna um árið.

Ég segi það nú og meina það.

Takk fyrir hamingjuóskirnar, minn kæri! Þann 7. apríl, fyrir tæpum þremur árum setti ég mína fyrstu færslu inn hér.

Hefði betur sleppt því, rétt eins og að byrja að reykja og drekka 15 ára! Mistökin elta mann víst til grafar.

Er alvarlega að hugsa um að halda upp á afmælið með því að hætta þessari vitleysu og snúa mér að uppbyggilegri hlutum.

Einkum þó að sjálfum mér og minni ágætu konu.

Bloggið er fíkn og í þeirri kategoríu var yfirfullt hjá mér áður en ég byrjaði hér!

Björn Birgisson, 16.3.2011 kl. 23:28

8 Smámynd: Björn Birgisson

Æi, Númi minn, gerðu mér þann greiða að steinhalda kjafti í svo sem tvo tíma! Þú hefur bara gott af því.

Rifjaðu í millitíðinni upp þá mannasiði sem hún móðir þín kenndi þér, eða reyndi að kenna þér! Tókstu kannski færsluna til þín, jafnvel þótt þú eigir enga síðu á Moggablogginu?

Bragð er að þá barnið finnur!

Björn Birgisson, 16.3.2011 kl. 23:33

9 identicon

Iss það er alveg sama hvað þú segir til mín Björn ,ég tek ekkert mark á því. Þú ert svo skemmtilegur ogsvo veit maður stundum ekki hvenær þú ert að grínast. Ps::Ég held að þú sért alltaf að grínast,bloggið þitt er allsherjargrín,gaman að taka þátt í því. Hafðu það sem best Björn þú ágæti,og mikið meira en það þú frábæri, nu holder jeg kjeften.

Númi (IP-tala skráð) 16.3.2011 kl. 23:43

10 Smámynd: Björn Birgisson

Númi minn, ég þakka góð orð til mín. Þú ert helvíti heitur núna. Ég segi eins og Steingrímur forðum á blaðamannafundinum: "Ég get sagt það í þennan hóp ........."!

Þér að segja, en bara þér, þá er bloggið mitt eitt alls herjar grín, þó með smávægilegu alvarlegu ívafi. Það verður að vera með líka. Annars er ekkert gaman!

Grín er oft beitt vopn í baráttunni.

Sjáðu þetta minn kæri:

"Enginn lýsir sínum innra manni betur með öðru en því, hvað honum finnst hlægilegt!" (Goethe)

Björn Birgisson, 17.3.2011 kl. 00:04

11 identicon

"Ég get sagt það í þennan hóp ........."! 

Steingrímur hefur þarna verið að vitna í Kjartan Ólafsson, fyrrum rítstjóra Þjóðviljans, en hann ku hafa látið þetta út úr sér á útifundi á Lækjartorgi.

og bætti við "... og ég vona það fari ekki lengra"

Man ekki hvort fundinum var útvarpað,

Jón Óskarsson (IP-tala skráð) 17.3.2011 kl. 00:11

12 Smámynd: Ómar Geirsson

Nei, reyndar ekki Björn, er eiginlega alveg laus við þá náttúru að taka eitthvað til mín.  En veit ekki hvort mér finnst meira gaman að rífast eða stríða, get líklegast ekki gert upp á milli, ekki frekar en á milli strákanna minna, sem eru reyndar alltaf að spyrja mig að því hvort ég sé ekki að stríða, og þegar ég segi grautfúll, Nei, ég er að ala ykkur upp, þá kemur glottið, Jú pabbi, þú ert alltaf að stríða.

Og fátt er meira hressandi en að fá ærlega flengingu annað slagið.

En hvað um það, það verður hátíð hjá þér 7. og mér 9., hvernig sem fer.  Vissulega vil ég að þjóðin vinni, en stríðsmaðurinn hefur ekkert á móti tapi og hressilegum bardaga í kjölfarið.  

Og allt endar þetta vonandi með því að menn slíðra sverðin, fari heim og brýni þau, og taki svo upp branda sína að nýju og haldi í orrustu við stórauðvaldið, hvar sem það finnst.  En það er seinna tíma vandamál, að fylkja liði gegn því.  Hræddur um að margt þurfi ennþá að fara á verri veginn áður en menn skynja hinar raunverulegu hættu sem steðjar að okkur öllum.

Í millitíðinni verðum við að fara í bloggafvötnun ef við getum ekki hætt öðruvísi.  

Samt segi ég alltaf konunni að það sé betra að ég rífist á blogginu en að ég kaupi mér kassa og flugmiða suður, og fari að þusa í Hljómskálagarðinum.  

Allt hefur sína kosti sem sagt.

Og andskotinn er ágætur bandamaður gegn hinum raunverulega óvini, Tregðunni, en það skal ég útskýra seinna í góðu tómi.

Á meðan óska ég þess að puttar þínir megi margan hausinn snyrta og þú njótir áfram skilnings þíns betri helmings.

Baráttukveðjur í Grindavíkina.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 17.3.2011 kl. 00:21

13 Smámynd: Björn Birgisson

Takk, Jón Óskarsson!

Björn Birgisson, 17.3.2011 kl. 00:23

14 Smámynd: Björn Birgisson

Takk fyrir, Ómar.

Björn Birgisson, 17.3.2011 kl. 13:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband