Úrslitakeppnin í körfuboltanum, algjör veisla framundan

Í kvöld hefst mikil veisla hjá áhugafólki um íþróttir. Úrslitakeppnin í körfubolta karla. Átta lið eru að leggja af stað í mikla vegferð. Öll hafa þau sama markmið. Að verða Íslandsmeistari árið 2011. Sjö þeirra verða fyrir vonbrigðum. Hverjir munu brosa breiðast þegar upp verður staðið?

Úrslitakeppnin hefur vakið mikla athygli undanfarin ár, enda verið gríðarlega spennandi. Fólkið þyrpist þúsundum saman í íþróttahúsin og fjölmargir fylgjast með í sjónvarpi.

Ég ætla hér að birta tilfinningu mína fyrir úrslitum í baráttunni um að komast í undanúrslit.

Grindavík - Stjarnan  2 - 1

Snæfell - Haukar  2 - 0

KR - Njarðvík  1 - 2

Keflavík - ÍR  2 - 1

Fari þetta svona mætast Snæfell og Njarðvík annars vegar og Keflavík og Grindavík hins vegar í undanúrslitum.

Svo mætast Snæfell og Grindavík í loka rimmunni.

Ég veit ekki hvernig hún fer! Cool


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Björn.

Voruð þið í Grindavíkinni ekki að gera á ykkur í vetur??

Ertu ekki dulítið bjartsýnn um gengi ykkar manna???

Ekki það að hjarta okkar hér fyrir austan hefur alltaf slegið með ykkur þarna í Grindavíkinni, frá því að Norðfirðingurinn spilaði með ykkur hér um árið.

Gangi ykkur vel.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 17.3.2011 kl. 15:26

2 Smámynd: Björn Birgisson

Sæll Ómar! Bjartsýnn? Hreint ekki, en þetta verður gríðarlega jöfn og hörð barátta á öllum þessum vígstöðvum. Það getur vel farið svo að minn spádómur rætist ekki í neinni viðureigninni! Liðin eru svo jöfn að getu.

Þakka góðar kveðjur!

Björn Birgisson, 17.3.2011 kl. 15:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 602487

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband