17.3.2011 | 13:04
Náttúran sigrar alltaf að lokum
"Óvíst er hvort hægt verður að vinna eitthvað við sanddælingu við Landeyjahöfn næstu daga, en spáð er áframhaldandi suðvestan brælu."
Þetta mál er að verða að algjörri martröð fyrir alla sem málið varðar. Það eru víst allir Íslendingar!
Tvennt af þessu tilefni.
Það er tilgangslaust og reyndar rökrétt að moka ekki snjó þegar rigningu er spáð.
Það er tilgangslaust og reyndar rökrétt að moka ekki sandi í keppni við sjálft Atlantshafið og hafstrauma þess.
Náttúran sigrar alltaf að lokum.
Slæm ölduspá næstu daga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Björn Birgisson
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það sem þú segir þarna að tilgangslaust sé að moka sandi í kapp við sjálft atlantshafið er svolítið vitlaust þar sem allar hafnir á suðurlandinu hafa lent í því að fyrstu árin hafi þurft að moka sandi í kapp við atlantshafið og það kapphlaup höfum við nú unnið þó að fyrstu árin hafi verið erfið. Eins og t.d í Eyjum þá var nú það mikið mokað hér úr höfninni að það borgaði sig að kaupa pramma til að nota í moksturinn og hafa hann bara í höfninni. Skil ekki hvernig þetta mál kemur öllum svona á óvart að það þurfi að moka stanslaust úr nýrri höfn á suðurströndinni þar sem það hefur alltaf þurft.
Hjörleifur (IP-tala skráð) 17.3.2011 kl. 13:16
Sæll Hjörleifur eru þessar hafnir beint á rúmsjó með árósa rétt hjá?
Sigurður Haraldsson, 17.3.2011 kl. 13:23
Vætnalega er Hjörleifur að tala um Þorlákshöfn, Grindavík, Höfn í Hornafirði. Kannski þó einna mest Höfn í Hornafirði.
jon (IP-tala skráð) 17.3.2011 kl. 14:10
Sæll Björn, þetta er auðvita rétt hjá Hjörleifi og svokölluðum "jon"
En það er annað í þessari umræðu Björn, en það er vitleysan hjá stjórnsýslunni á Íslandi að vilja endilega byggja þessa höfn, það mál er mjög dularfullt, og er mikið uppgangs-fýla af því, þeim hefur ekki munað um fjóra milljarða í svona gæluverkefni, svo kom bara eitt stykki bankahrun og allt í klessu, svo eftir það er þetta allt búið að vera eitt kaos, engir peningar til en samt er haldið áfram að byggja, svo ofan á allt ætlar Eimskip að græða á öllu saman.
Helgi Þór Gunnarsson, 17.3.2011 kl. 20:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.