Gaman hjá Páli Vilhjálmssyni!

Ég geri svona heldur ráð fyrir því að nokkrir tugir þúsunda Íslendinga lesi Staksteina Morgunblaðsins. Venjan er sú að ritstjórar blaðsins skrifi Staksteina, en undantekningar finnast á því.

Á skömmum tíma hefur það gerst í tvígang að umsjónarmenn Staksteina hafa gripið til þess ráðs að nýta sér bloggfærslur Páls Vilhjálmssonar til birtingar í Staksteinum, sem teljast verður viðurkenning fyrir Pál og staðfesting á því að skoðanir hans og Morgunblaðsins fara ágætlega saman. Það gefur auga leið.

Einn galli er þó á gjöf Njarðar.

Staksteinar vitna ekki til bloggs Páls. Heldur er yfirskriftin svona: Páll Vilhjálmsson skrifar: ... og svo kemur texti Páls, tekinn orðréttur af blogginu hans. Ágætur texti, en umdeilanlegur eins og góð bloggfærsla á að vera.

Þar sem ég geri ráð fyrir að nokkrir tugir þúsunda lesi Staksteina, en aðeins lítið brot af þeim lesi Moggabloggið, þá er hætt við að misskilningur myndist.

Nú halda örugglega nokkur þúsund Morgunblaðslesenda að Páll Vilhjálmsson sé orðinn aðstoðarritstjóri Morgunblaðsins!

Gaman hjá Páli!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Við skulum ekki gera grín að Páli þegar hann stendur á hátindi ferils síns sem ekki Baugsmiðill.

Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 17.3.2011 kl. 17:37

2 Smámynd: Björn Birgisson

Grín? Þetta er rosaleg upphefð fyrir hann. Ætli Davíð sé í vetrarfríi eða nenni þessu bara ekki?

Björn Birgisson, 17.3.2011 kl. 17:45

3 identicon

"Það sem helst hann varast vann..." o.s.frv.

Jón Óskarsson (IP-tala skráð) 17.3.2011 kl. 17:57

4 identicon

Páll er virkilega flottur penni og menn ættu ekki að velta sér upp úr því að gera grín að honum ! 

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 17.3.2011 kl. 20:43

5 Smámynd: Björn Birgisson

Gunnlaugur, gera grín? Hver er að því? Ef eitthvert grín er hér byggist það á HHG syndróminu að fara frjálslega með heimildir sínar, eins og Mogginn gerði í þessum tilvikum.

Björn Birgisson, 17.3.2011 kl. 21:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband