Spurning til umsjónarmanna Moggabloggsins

Mér finnst sem dregið hafi verulega úr allri umferð um Moggabloggið. Hvað segja aðrir bloggarar um það? Hvað segja umsjónarmenn Moggabloggsins um það?

Mig langar að leggja spurningu fyrir umsjónarmenn Moggabloggsins.

Af hverju er verið að fela INNGANGINN í þennan bloggheim neðarlega á forsíðunni? Er það kannski vísvitandi gert til að draga úr umferðinni?

blog.is 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Tek heilshugar undir þessar spurningar og skora á umsjónarmenn Bloggsins til þess að svara, bæði hér í athugsemdum á þinni síðu og helst á einhverjum áberandi stað á forsíðunni einnig.

Axel Jóhann Axelsson, 18.3.2011 kl. 16:17

2 Smámynd: Óðinn Þórisson

Sammála þeir hafa verið kerfisbundið að reyna að fela bloggið.

Óðinn Þórisson, 18.3.2011 kl. 16:56

3 Smámynd: Björn Birgisson

Óðinn minn, eru þeir að fela mig og þig?

Björn Birgisson, 18.3.2011 kl. 16:59

4 Smámynd: Björn Birgisson

Axel Jóhann, ég sendi þetta líka í tölvupósti til Árna Matthíassonar. Hann er vanur að bregðast fljótt og vel við mínum fyrirspurnum.

Björn Birgisson, 18.3.2011 kl. 17:02

5 Smámynd: Ómar Geirsson

Björn.

Af hverju heldur þú að Bjarni hafi svikið?????

Og Lárus Blöndal, ekki Guðmundur Óla, eða Þórólfur hárprúði, hafi mælt með svikunum?????

Vegna þess að guð sé íhald????

Eða vegna þess að hagsmunir íhaldsins kröfðust þessa svika?????

Davíð kallinn er eyland, sá eini sem fólk þekkir sem segir Nei við ICEsave.

En Björn, þú ert í stríði við fortíðina, ég er í stríði um framtíð drengjanna minna.

Og þú munt kommentera ???? !!!!!!!!!!????

En á meðan þú finnur okkar sameiginlega flöt, þá skaltu spá í af hverju auðvaldið kæfir bloggið mitt, og þitt.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 18.3.2011 kl. 17:15

6 Smámynd: Björn Birgisson

Ómar, ég segi nú alveg eins og er. Ég botna lítið í innlegginu þínu!

Björn Birgisson, 18.3.2011 kl. 17:28

7 Smámynd: Ómar Geirsson

Ég varla heldur, minnir samt að ég hafi haft það í huga að elítan vill Já við ICEsave, en hún lætur Dabba greyið fá að sprikla í friði, og enginn les.

Og út frá þeirri hugsun tók ég Konfíus á leggið.,  Kannski vegna þess að ég segi eins og þú, þetta er ekki vinnunnar virði.

Straumurinn fer fram hjá okkur Björn.

Og það kemur Árna Matt ekkert við.  En hann var góður í að kynna Arnald.

Ég veit ekki um þig Björn, en ég á erfitt með að þrauka til 7. apríl.

Það er enginn húmor fólginn í því að rífast við sjálfan sig.

En burt séð frá því, þá spái ég ykkur góðu gengi.  Hef ekki hugmynd, en hef fíling fyrir þinni spá.

Svo held ég alltaf með landsbyggðinni.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 18.3.2011 kl. 18:07

8 Smámynd: Óðinn Þórisson

Björn - góð spuring ? aðsóknin að mínu bloggi er ekki það mikil að það sé einhver ástæða til að fela hana

Óðinn Þórisson, 18.3.2011 kl. 18:40

9 Smámynd: Björn Birgisson

Óðinn, ég er viss um að Mogginn elskar bloggið þitt! Mitt kannski eitthvað minna, en Mogganum þykir örugglega vænt um það! Eða hvað?

Björn Birgisson, 18.3.2011 kl. 18:48

10 Smámynd: Óðinn Þórisson

Björn - ég ef það ekki að Mogganum þyki jafnvænt um okkar báða  

Óðinn Þórisson, 18.3.2011 kl. 19:24

11 Smámynd: Björn Birgisson

Segjum það bara vera svo!

Björn Birgisson, 18.3.2011 kl. 19:34

12 Smámynd: Guðmundur Júlíusson

þetta er sennilega bara ákvörðun manna sem sita á skrifstofu og og taka ákvarðanir án þess að gera sér grein fyrir því hvað þetta þýðir, svipað og blýantsnagandi ríkistarfsmenn taka ákvarðanir eins og það að banna að formerkja álegg og brátt aðrar vörur eins og kjúklinga og reyktan lax og fl, þeir halda að þeir séu að hjálpa neytendum!!!!

Guðmundur Júlíusson, 18.3.2011 kl. 19:45

13 Smámynd: Björn Birgisson

Guðmundur, skynjar þú þessa fækkun, þessa minnkandi umferð, eins og við hér að ofan virðumst vera sammála um?

Björn Birgisson, 18.3.2011 kl. 19:54

14 identicon

Já, svo sannarlega geri ég það Björn

Gudmundur Júlíusson (IP-tala skráð) 18.3.2011 kl. 22:57

15 Smámynd: Björn Birgisson

Guðmundur, veistu hvað veldur?

Björn Birgisson, 18.3.2011 kl. 23:04

16 Smámynd: Björn Birgisson

Ágætu vinir, látið ykkur ekki bregða þótt ég endurbirti þessa færslu. Ég vil fá svör.

Björn Birgisson, 18.3.2011 kl. 23:24

17 Smámynd: Guðmundur Júlíusson

Það virðist sem að stjórnendur bloggsins séu meðvitað að koma  þessu bloggi smátt og smátt út af kortinu, á eins hljóðlegan hátt og þeir halda að sé sæmilegur þeim.

Eins og ég sagði hér að ofan en með  þeim  formerkjum að þeir  eru  sennilega búnir að taka ákvörðun um að hætta með bloggið, en það gerist ekki snögglega heldur smátt og smátt, þess vegna færa þeir auglýsingamerki bloggsins alltaf fjær og fjær aðalsíðu.

Ég veit ekki hvaða aðra skýringu á að gefa á þessu Björn! 

Guðmundur Júlíusson, 18.3.2011 kl. 23:58

18 identicon

Bloggið virðist vera dulítið sjálfstæð eining innan MBL.is. Svo sjálfstæð að stjórnendurnir hafa fengið næði til að fæla frá skemmtilega bloggara með karakter. Líkur sækir líkan heim og kannski vilja stjórnendurnir hafa lyddur eins og sjálfa sig við bloggskrifin.

En þetta er allt í himnalagi enda bara buisness. Bloggarar fara, traffíkin minnkar og teljararnir eru ávísun á minni auglýsingatekjur og það fatta eigendur MBL, en kannski of seint.

Böðvar (IP-tala skráð) 19.3.2011 kl. 01:24

19 Smámynd: Björn Birgisson

Böðvar, þakka þér innlitið. Verð því miður að taka undir þetta innlit þitt. Þú hallar hér engu röngu orði, en sérð þessa þróun með réttum gleraugum.

Björn Birgisson, 19.3.2011 kl. 01:49

20 Smámynd: Björn Birgisson

Guðmundur, þakka þér þína skýringu í #17. Hún virðist rökrétt.

Björn Birgisson, 19.3.2011 kl. 01:53

21 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Tek undir þetta og skora jafnframt á umsjónarmenn að svara spurningunni.

Ef þetta er staðreynd að þeir séu að draga úr þessu smátt og smátt, hvert skal þá halda strákar?

Bergljót Gunnarsdóttir, 19.3.2011 kl. 02:02

22 Smámynd: Björn Birgisson

Bergljót mín, sjáum aðeins til, ég er að leita svara. Verði þau engin, þá er svarið við þinni spurningu augljóst:

Héðan!

Ég fyrir mína parta veit að mér standa opnar dyr á öðrum miðlum!

Björn Birgisson, 19.3.2011 kl. 02:20

23 Smámynd: Guðmundur Júlíusson

Nú?? ekki standa mér neinar dyr opnar sem ég veit um , viltu opna fyrir  mér???

Guðmundur Júlíusson, 19.3.2011 kl. 02:34

24 Smámynd: Björn Birgisson

Guðmundur minn, hver er sinnar gæfu smiður!

Björn Birgisson, 19.3.2011 kl. 02:47

25 Smámynd: Guðmundur Júlíusson

Já, og friður sé með yður!

Guðmundur Júlíusson, 19.3.2011 kl. 03:12

26 identicon

Eftir ekki svo langan tíma verða sérfræðingar Vantrúar í mannfyrirlitningu þeir einu sem nenna að blogga hér og það er svosem ágætt að óþverri sé einangraður svo aðrir geti forðast hann.

Til hamingju MBL

Aldís (IP-tala skráð) 19.3.2011 kl. 08:28

27 Smámynd: Björn Birgisson

Árni Matthíasson, hefur svarað mér fyrir hönd blog.is. Hann segir meðal annars í svari sínu, sem ég þakka honum kærlega fyrir:

"Það er ekkert leyndarmál að við erum ekki sátt við það hvar bloggið er á síðunni sem stendur og ákváðum að færa það ofar á síðunni að nýju og gera meira áberandi. Það hefur þó ekki unnist tími til að hrinda því í framkvæmd, enda eru ýmis verk óunnin í sambandi við útlitsbreytingarnar, til að mynda undirvefir sem við eigum eftir að breyta og erum að vinna í sem stendur. Færsla á blogginu er þó á verkefnalistanum og verður vonandi klárað á næstu dögum."

Björn Birgisson, 19.3.2011 kl. 14:17

28 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Á dauða mínum átti ég von, gott hjá honum. Það er orðið svo óalgengt að menn svari fyrirspurnum að maður verður bara stein standandi hissa þegar einhver lætur svo lítið.

Bergljót Gunnarsdóttir, 19.3.2011 kl. 19:33

29 Smámynd: Guðmundur Júlíusson

Gott framtak hjá þér Björn Birgisson

Guðmundur Júlíusson, 19.3.2011 kl. 20:49

30 identicon

Typical hrokagikkur hann Árni sem svarar ekki neinu nema tilneyddur uppvið vegg. Bloggið væri betra án hans "aðstoðar"

Baldur H (IP-tala skráð) 19.3.2011 kl. 21:15

31 Smámynd: Björn Birgisson

Baldur H., veit ekki hvernig þú finnur þetta út. Ég er þér ekki sammála. Það væri nær að ráðast gegn reglum blog.is, en einstökum starfsmönnum þess. Reglurnar eru útdauðar risaeðlur úr fortíðinni.

Ég hef í fáein skipti átt í tölvupóstsamskiptum við Árna Matthíasson og hann hefur alltaf svarað mér samviskusamlega og kurteislega. Eins og vera ber þegar finna þarf flöt á úrlausnarefnum.

Björn Birgisson, 19.3.2011 kl. 22:28

32 Smámynd: Björn Birgisson

Bergljót og Guðmundur, þakka ykkur kærkomin innlitin sem fyrr!

Björn Birgisson, 19.3.2011 kl. 22:29

33 Smámynd: Haraldur Rafn Ingvason

Þetta er einfaldlega deyjandi vettvangur...

Haraldur Rafn Ingvason, 20.3.2011 kl. 18:10

34 Smámynd: Björn Birgisson

Haraldur, er það nú ekki fullfast að orði kveðið?

Björn Birgisson, 20.3.2011 kl. 18:13

35 identicon

Þetta er nú bara vegna þess að að moggablogginu eru bara undirmálsmenn, þrællundaðir landráðamenn & eldhúsnöldrarar með klósettburstaívafi.. já og vesalingar með hor og slef.
Sannað, get over it; Alvöru fólk bloggar ekki á miðlum landráðamanna sko, þið munið vonandi að mbl er undir yfirráðum þeirra manna sem rústuðu íslandi

;)

doctore (IP-tala skráð) 21.3.2011 kl. 10:04

36 Smámynd: Björn Birgisson

doctore, þetta er mjög góð lýsing frá innanbúðarmanni. Þú ert mjög tíður gestur hér á Moggabloggi og skrifar hér heilmikið!

Björn Birgisson, 21.3.2011 kl. 16:20

37 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Einmitt!

Bergljót Gunnarsdóttir, 21.3.2011 kl. 19:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 602481

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband