18.3.2011 | 17:10
Tíu milljóna Skotaháttur
"Íslensk stjórnvöld ætla að veita 10 milljónum króna til neyðaraðstoðar í Japan að tillögu Össurar Skarphéðinssonar utanríkisráðherra."
Heilar 10 milljónir! Er það nokkur rausnarskapur? Er þetta ekki hálfgerður Skotaháttur?
Sagt er að hver sé sínum gjöfum líkastur.
10 milljónir í neyðaraðstoð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Björn Birgisson
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þessi sömu stjórnvöld ætla að styrkja Gaddafi um 12 milljónir!
Axel Jóhann Hallgrímsson, 18.3.2011 kl. 18:10
Varla.
Björn Birgisson, 18.3.2011 kl. 18:13
Ég finn til mikillar samúðar með japönsku þjóðinni, en erum við aflögufær??
Guðmundur Júlíusson, 18.3.2011 kl. 19:40
Guðmundur, einn vina minna sagði um þessar 10 millur. "Þetta er eins og að gefa betlara einn eyri og biðja hann jafnframt að fara vel með hann."
Björn Birgisson, 18.3.2011 kl. 19:43
Steingrímur J. á milljarða til að borga Icesave en bara 10 milljónir til stuðnings Japans og ekkert til að hækka laun á Íslandi.
Sigurður I B Guðmundsson, 18.3.2011 kl. 20:09
Sigurður, ég er nú svo vitlaus og skilningsvana á flesta hluti. Ég get ekki að því gert að ég hálf skammast mín fyrir þessar tíu millur. Þetta er þvílíkur óttalegur ördropi í þann hafsjó erfiðleika sem vinir okkar í Japan glíma nú við.
Björn Birgisson, 18.3.2011 kl. 20:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.