Ef Samfylkingin nennir að vinna áfram með sundurtættum flokki VG þá er þessi ríkisstjórn ekkert á förum

Lilja Mósesdóttir og Atli Gíslason sögðu bless við þingflokk VG í morgun með formlegum hætti, en voru í raun fyrir löngu búin að því með óformlegum hætti. 

Í mínum huga er þetta eiginlega engin frétt. Hefur legið svo lengi í loftinu.

Nú eiga spurningar dagsins hjá fréttamönnum að vera þessar:

Hvað gera Ásmundur Daði, Jón Bjarnason, Guðfríður Lilja og Ögmundur eftir að þessi staða er komin upp? Þau eru öll hjartanlega sammála Atla og Lilju í flestum málum.

Er stofnun nýs flokks á vinstri vængnum í bígerð?

Getur ríkisstjórnin gert Hreyfingunni einhver tilboð og tryggt hjásetu þeirra eða já atkvæði?

Getur ríkisstjórnin tryggt sér stuðning eða hjásetu einhverra Framsóknarþingmanna? Hvað með Siv Friðleifsdóttur? Hún virðist höll undir ýmis mál ríkisstjórnarinnar.

Svo held ég að Atli og Lilja muni ekki greiða atkvæði gegn ríkisstjórninni. Hjáseta mun verða þeirra hlutskipti í flestum málum. Eins og það er nú stórmannleg afstaða á sjálfu þjóðþinginu.

Ef Samfylkingin nennir að vinna áfram með sundurtættum flokki VG þá er þessi ríkisstjórn ekkert á förum.

Steingrímur mun ekki rjúfa þetta samstarf. Honum og liðinu í hans innsta hring finnst of gaman í ráðherraleiknum til þess að það verði.

Svo vita allir sem hugsa að það er enginn áhugi fyrir kosningum hjá einum einasta þingmanni á Alþingi. Þeir eru allir skíthræddir um stólinn sinn og ekki eru þau verkefni sem framundan eru á vettvangi ríkisstjórnar neitt til að sækjast í. Sama hvað hver segir!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Atli segist maður málamiðlana, þetta er hans málamiðlun. Lilja sagði eina af ástæðum úrsagnar úr þingflokknum að ríkisstjórninni hefði mistekist að koma á kynjaðri hagstjórn á Íslandi!

Lilja og Atli sögðu bæði, aðspurð, að til greina hefði komið af  þeirra hálfu að segja hreinlega af sér þingmennsku, en þar sem þau ættu svo brýnt erindi á Alþingi þá hefðu þau hreinlega ekki talið það valkost.

 

Þau ætla framvegis að styðja ríkisstjórnina í góðum málum, þannig að stuðningur þeirra við ríkisstjórnina hefur aukist eftir úrsögnina, ef eitthvað er. Það má svo deila um það hvort það sé fagnaðarefni.

Ríkisstjórnin hefur sama meirihluta og fyrr 33/28 eða 33/30 vilji menn flokka Lilju og Atla til stjórnarandstöðunnar. Þau eru ekki í meiri stjórnarandstöðu nú en áður, nema síður sé.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 21.3.2011 kl. 13:32

2 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Hvað sem menn gaspra á þingi um nauðsyn kosninga þá er það bara gaspur. Fjórflokkurinn hefur engan áhuga á kosningum sem myndi þurrka hann út.

Kveðja að norðan.

Arinbjörn Kúld, 21.3.2011 kl. 13:49

3 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Björn.

Það er ein óvissa breyta eftir, og það er rassskelling þjóðarinnar í ICEsave.  Völd AGS hanga á horriminni aðeins vegna þess að stjórnmálasnillingum tókst að hlutlausa andstöðuna til vinstri, en hún er nauðsynleg ef þá á að verða einhver raunhæf breyting í stjórnkerfinu og uppgjör við fortíðina.   Ef það hefði ekki tekist, þá væri fjórflokkurinn löngu frá og AGS búin að hypja sig til að finna sér ný fórnarlömb.

Samfylkingin skiptir engu máli í þessu samhengi, hún er minnihlutaflokkur, um minnihlutasjónarmið, og hennar helsti draumur, ESB er að liðast í sundur.  Þar stefnir allt í uppgjör við síðnýlendustefnu evrunnar.

Spurningin er því hvort þetta brotthvarf Lilju og Atla komi af stað keðjuverkun til vinstri, og síðan er spurning hvað unga róttæka fólkið gerir, ætlar það áfram að vera bakhjarl AGS, eða ætlar það að gera það sem það gerir best, mótmæla.

Veit vissulega ekki svarið þó ég hafi ekkert á móti því ástandi þar sem eldspýtur mínar kveikja glóð.  En tel ennþá of snemmt að spá um.  

En tilvísun í orsakasamhengi fortíðar mun ekki höndla að greina núverandi ástand.  Það er allt svo á hvolfi allsstaðar, bæði í óeiginlegri merkingu sem og eiginlegri merkingu.

Jafnvel spámenn vegagerðarinnar eru trúverðugri í dag með Landeyjarhöfn en hefðbundnir stjórnmálaskýrendur.

Haltu því áfram Björn, skrif þín vekja pælingar.

Kveðja að austan.

Ps. takið þið ekki oddaleikinn???????????

Ómar Geirsson, 21.3.2011 kl. 14:42

4 Smámynd: Björn Birgisson

Takk fyrir innlitin félagar. Ómar, oddaleikurinn verður dæmigerður 50:50 leikur.

Björn Birgisson, 21.3.2011 kl. 16:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband