21.3.2011 | 16:12
Hvernig kvenfyrirlitning?
"Eftir að niðurstöður rannsóknarinnar voru kynntar á fyrirlestri í Háskóla Íslands á föstudaginn, fékk Hrafnhildur bréf frá nemendafélagi rafmagns- og tölvuverkfræðinema, VÍR, þar sem segir meðal annars að stjórn félagsins hafi ekki áhuga á að viðhalda þeim hefðum sem hingað til hafi viðgengist og hafi falið í sér kvenfyrirlitningu."
Hvers konar fréttamennska er þetta? Skeiðað algjörlega framhjá djúsi stöffinu! Sem þó fréttin byggist alfarið á!
Hvaða hefðir er hér um að ræða, sem á að leggja af?
Kvenfyrirlitning í verkfræðinámi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Björn Birgisson
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Kvennfyrirlitningin fólst í að syngja klámvísur í rútum á leið út á lífið og teikna typpi. Þessar svokölluðu "hefðir" höfðu nánast lagst af síðustu ár, hafa allavega ekki verið áberandi hér síðan ég hóf nám haustið 2010.
Kv. Kristinn Einarsson nemi við rafmagns og tölvuverkfræði í HÍ.
Kristinn Einarsson (IP-tala skráð) 21.3.2011 kl. 16:56
Hér er þessi óborganlega ritgerð: http://skemman.is/stream/get/1946/7259/19438/1/HSG_MA.pdf
Egill (IP-tala skráð) 21.3.2011 kl. 16:59
Hahahaha, ég vissi að eitthvað djúsi lægi að baki! Eigið þið þessar klámvísur nokkuð í tölvutæku formi?
Björn Birgisson, 21.3.2011 kl. 17:19
Ég veit reyndar ekki til þess að þessar vísur séu til á prenti og kann þær sjáflur ekki nógu vel til að treysta mér í að skrifa þær niður. Mér skilst þó að flestar vísurnar hafi upphaflega komið frá skátunum, svo ef þú þekkir einhverja sem verið hafa í þeim félagsskap er ekki ólíklegt að þeir þekki þetta betur.
Kristinn Einarsson (IP-tala skráð) 21.3.2011 kl. 18:20
Frá skátunum? Alltaf batnar þetta!
Björn Birgisson, 21.3.2011 kl. 18:22
Ja, ekki þarf nú mikið til að fá meistarapróf í kynjafræðinni , sem er ofmetnasta deild í H.Í., algjörlega óþörf og til háborinnar skammar, því að námsefnið hefur ekkert með vísindi að gera af neinu tagi. Kvenkynsnemandi + ómerkileg ritgerð um ekki neitt = Meistaragráða. Það getur ekki verið, að ég sé sá eini, sem finnst að þessi vanskapningur, kynjafræðin, grafi undan trúverðugleika háskólans. Það er ekki furða, þótt H.Í. komist varla á lista yfir 500 beztu háskólana.
Og hvað er þessi nemandi í kynjafræði , Hrafnhildur Snæfríðar- og Gunnudóttur að skipta sér af Rafmagns- og tölvufræðináminu? Ég segi nú bara eins og er, ef þessar stelpur þola ekki hitann, þá eiga þær bara að fara úr bakaríinu.
Che (IP-tala skráð) 21.3.2011 kl. 19:13
Takk, Che!
Björn Birgisson, 21.3.2011 kl. 19:16
Sem fyrrum verkfræðinemi í HÍ get ég nú ekki sagt annað en að þetta komi mér furðulega fyrir sjónir. Vissulega var og er kvenfólk í minnihluta í verkfræðideild HÍ og karlmenn eins og karlmenn eru, oft háværir og kjaftforir, en "kvenfyrirlitning"? Ég held nú síður.
Kvenfólkið í verkfræðinni voru stúlkur með bein í nefinu og sögðu frá því ef þeim var misboðið, a.m.k. í minni tíð. Og stundum var þeim misboðið.
En "kvenfyrirlitning"? Ég held nú síður.
Ef eitthvað þá hefur kannski samsetning kvenfólksins í verkfræðinni breyst, og það orðið að þessari gerð fólks sem kvartar í einhverja allt aðra en þá sem fremja "brotin" og fylla þannig skýrslur "hinum megin við Suðurgötuna" með safaríkum fyrirsögnum.
Geir Ágústsson, 22.3.2011 kl. 14:11
Er thetta frétt? Er thetta fréttaefni sem er aetlad öllum landsmönnum?
Brandur (IP-tala skráð) 22.3.2011 kl. 16:06
Brandur, þetta er auðvitað stórfrétt! Alla vega er hún á mbl.is út um allan heim!
Björn Birgisson, 22.3.2011 kl. 16:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.